Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2025 10:36 Forsíða skýrslu hóps sérfræðinga sem lögmenn Lucy Letby kynntu í febrúar. Vísir/EPA Breska lögreglan handtók og yfirheyrði þrjá stjórnendur Greifynjusjúkrahússins í Chester vegna gruns um að þeir gætu borið ábyrgð á dauða barna sem hjúkrunarfræðingur við spítalann var dæmdur sekur um að hafa drepið. Efasemdir hafa komið fram um sekt hjúkrunarfræðingsins og hvort börnin hafi raunverulega verið drepin. Handtökurnar tengjast máli Lucy Letby, hjúkrunarfræðings á fertugsaldri, sem var sakfelld fyrir að verða sjö börnum að bana og reyna að drepa sjö til viðbótar. Til rannsóknar er nú hvort að stjórnendur sjúkrahússins hafi gerst sekir um stórfellda vanrækslu í tengslum við dauða barnanna, að því er segir í frétt The Guardian. Paul Hughes, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Cheshire, sagði í gær að rannsóknin beindist að því hvort að háttsettir stjórnendur sjúkrahússins hefðu gerst sekir um glæp í viðbrögðum sínum, eða athafnaleysi, við tíðum dauðsföllum á nýburadeild. Mögulegar sakir á hendur þeim hefðu ekki áhrif á mál Letby. Stjórnendurnir þrír voru allir látnir lausir gegn tryggingu að loknum skýrslutökum. Reynir að fá málið tekið upp Letby hefur í tvígang reynt að fá sakfellingu sinni hnekkt án árangurs en lögmenn hennar reyna nú að fá opinbera eftirlitsnefnd um sakamál til þess að skoða málið. Verjendur Letby hafa leitt fram tugi alþjóðlegra sérfræðinga sem telja að gögn málsins bendi ekki til þess að hún hafi ráðið börnunum bana. Einn þeirra gagnrýndi lögregluna fyrir að tilkynna um handtökurnar á viðkvæmum tíma þar sem eftirlitsnefndin kannaði mál Letby. Bent hefur verið á að málið gegn Letby byggði að stórum hluta á ótækum tölfræðilegum forsendum. Byggt var á fylgni á milli dauða barnanna og þess hvenær Letby var á vakt en tölfræðingar hafa gagnrýnt að aðeins þau tilfelli sem studdu málstað saksóknara hefðu verið týnd til þar. Einn sérfræðinganna sem lögmenn Letby tefla fram nú segir að saksóknarar í máli hennar hafi rangtúlkað rannsókn hans. Gagnrýndi hann að saksóknarar hefðu ályktað að banamein barnanna væri blóðtappi sem Letby hefði valdið með því að sprauta lofti í blóðrás í þeirra. Börnin hefði ekki verið með dæmigerð einkenni slíkra blóðtappa og gagnrýndi hann ennfremur að það hefði verið talið banamein barnanna á þeim forsendum að aðrar orsakir hefðu verið útilokaðar. Fram hefur komið að aðstæður á deildinni þar sem Letby starfaði hefðu verið slæmar. Þar hafi skort viðeigandi tækjabúnað og þjálfað starfsfólk og mikið álag hafi verið á læknum og hjúkrunarfræðingum. Þá var árið 2015, árið sem Letby á að hafa byrjað að drepa börn, það fyrsta í heild öld þar sem ungbarnadauði jókst. Bretland Erlend sakamál Heilbrigðismál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. 16. desember 2024 20:25 Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Rannsókn er hafin á því hvernig hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby tókst að myrða sjö börn á tveggja ára tímabili án þess að það kæmist upp. Rannsóknin hefur verið gagnrýnd fyrirfram í kjölfar efasemda um sekt Letby. 10. september 2024 07:27 Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Handtökurnar tengjast máli Lucy Letby, hjúkrunarfræðings á fertugsaldri, sem var sakfelld fyrir að verða sjö börnum að bana og reyna að drepa sjö til viðbótar. Til rannsóknar er nú hvort að stjórnendur sjúkrahússins hafi gerst sekir um stórfellda vanrækslu í tengslum við dauða barnanna, að því er segir í frétt The Guardian. Paul Hughes, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Cheshire, sagði í gær að rannsóknin beindist að því hvort að háttsettir stjórnendur sjúkrahússins hefðu gerst sekir um glæp í viðbrögðum sínum, eða athafnaleysi, við tíðum dauðsföllum á nýburadeild. Mögulegar sakir á hendur þeim hefðu ekki áhrif á mál Letby. Stjórnendurnir þrír voru allir látnir lausir gegn tryggingu að loknum skýrslutökum. Reynir að fá málið tekið upp Letby hefur í tvígang reynt að fá sakfellingu sinni hnekkt án árangurs en lögmenn hennar reyna nú að fá opinbera eftirlitsnefnd um sakamál til þess að skoða málið. Verjendur Letby hafa leitt fram tugi alþjóðlegra sérfræðinga sem telja að gögn málsins bendi ekki til þess að hún hafi ráðið börnunum bana. Einn þeirra gagnrýndi lögregluna fyrir að tilkynna um handtökurnar á viðkvæmum tíma þar sem eftirlitsnefndin kannaði mál Letby. Bent hefur verið á að málið gegn Letby byggði að stórum hluta á ótækum tölfræðilegum forsendum. Byggt var á fylgni á milli dauða barnanna og þess hvenær Letby var á vakt en tölfræðingar hafa gagnrýnt að aðeins þau tilfelli sem studdu málstað saksóknara hefðu verið týnd til þar. Einn sérfræðinganna sem lögmenn Letby tefla fram nú segir að saksóknarar í máli hennar hafi rangtúlkað rannsókn hans. Gagnrýndi hann að saksóknarar hefðu ályktað að banamein barnanna væri blóðtappi sem Letby hefði valdið með því að sprauta lofti í blóðrás í þeirra. Börnin hefði ekki verið með dæmigerð einkenni slíkra blóðtappa og gagnrýndi hann ennfremur að það hefði verið talið banamein barnanna á þeim forsendum að aðrar orsakir hefðu verið útilokaðar. Fram hefur komið að aðstæður á deildinni þar sem Letby starfaði hefðu verið slæmar. Þar hafi skort viðeigandi tækjabúnað og þjálfað starfsfólk og mikið álag hafi verið á læknum og hjúkrunarfræðingum. Þá var árið 2015, árið sem Letby á að hafa byrjað að drepa börn, það fyrsta í heild öld þar sem ungbarnadauði jókst.
Bretland Erlend sakamál Heilbrigðismál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. 16. desember 2024 20:25 Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Rannsókn er hafin á því hvernig hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby tókst að myrða sjö börn á tveggja ára tímabili án þess að það kæmist upp. Rannsóknin hefur verið gagnrýnd fyrirfram í kjölfar efasemda um sekt Letby. 10. september 2024 07:27 Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. 16. desember 2024 20:25
Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Rannsókn er hafin á því hvernig hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby tókst að myrða sjö börn á tveggja ára tímabili án þess að það kæmist upp. Rannsóknin hefur verið gagnrýnd fyrirfram í kjölfar efasemda um sekt Letby. 10. september 2024 07:27
Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42