Fótbolti

„Vonandi nær Svein­dís að skora, þá verður ferðin þess virði“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Rob Holding spáir Ísland 1-0 eða 2-0 sigri gegn Finnlandi og vonar að Sveindís skori svo ferðin verði þess virði fyrir hann.
Rob Holding spáir Ísland 1-0 eða 2-0 sigri gegn Finnlandi og vonar að Sveindís skori svo ferðin verði þess virði fyrir hann. vísir skjáskot

Rob Holding, leikmaður Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni og kærasti Sveindísar Jane Jónsdóttur, er mættur út til Sviss og klæddur í blátt á stuðningsmannasvæði Íslands fyrir fyrsta leik gegn Finnlandi.

„Ég er meira spenntur en stressaður. Ég held að þetta verði góður leikur og mjög spennandi,“ sagði Rob Holding aðspurður um líðan sína fyrir leik.

„Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ sagði hann einnig, staddur á stuðningsmannasvæði Íslands við Waisenhausplatz í Thun.

Klippa: Rob Holding á stuðningsmannasvæði Íslands

Holding hefur fylgst vel með liðinu í aðdraganda mótsins og var afar stoltur af Sveindísi þegar hún skoraði í æfingaleiknum gegn Serbíu síðasta föstudag, eins og Holding sagði sjálfur í viðtalinu sem má sjá hér fyrir ofan. 

Lítið stress er á Holding sem nýtir sumarfríið frá Crystal Palace vel og svælir niður nokkrum svellköldum með tengdamóður sinni í Sviss. 

Léttar veigar við hönd hjá Holding og móður Sveindísar á stuðningsmannasvæði Íslands. vísir / aron
Holding er að sjálfsögðu klæddur í treyju #23 . Vísir / aron



Fleiri fréttir

Sjá meira


×