Fótbolti

„Verður vonandi langt sumar í Sviss“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Rúnar á ekki flugmiða heim og vonast til að vera sem lengst í Sviss.
Rúnar á ekki flugmiða heim og vonast til að vera sem lengst í Sviss. vísir / skjáskot

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Bónus deild karla og eiginmaður íslensku landsliðskonunnar Natöshu Moraa Anasi, er mættur út til Sviss og vel stemmdur fyrir fyrsta leik Íslands gegn Finnlandi. Rúnar hefur svo mikla trú á stelpunum okkar að hann hefur ekki enn pantað flug heim.

„Þetta verður vonandi langt sumar í Sviss“ sagði Rúnar í viðtali sem var tekið á stuðningsmannasvæði Íslands við Waisenhausplatz í Thun rétt áðan.

Rúnar er bjartsýnn fyrir leiknum gegn Finnlandi og segir lykilatriði að sækja sigur í fyrsta leik.

„Með einhverja 1500-2000 stuðningsmenn að garga: Áfram Ísland!

Þá held ég að við komum okkur yfir línuna og náum í fyrsta sigurinn í tólf ár“ sagði Rúnar sem spáir 2-0 sigri í taugatrekkjandi leik, eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Rúnar Ingi fyrir fyrsta leik Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×