Fótbolti

Glódís Perla skipti um stutt­buxur í miðjum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku stelpurnar sjást hér mynda hring í kringum fyrirliða sinn.
Íslensku stelpurnar sjást hér mynda hring í kringum fyrirliða sinn. Vísir/Anton Brink

Íslensku stelpurnar eru þessa stundina að mæta Finnum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Sviss. Þetta hefur verið viðburðaríkur fyrri hálfleikur hjá fyrirliðanum Glódísi Perlu Viggósdóttur.

Fyrst þurfti Glódís að skipta um stuttbuxur í miðjum leik og svo settist hún niður í grasið augljóslega meidd.

Glódís kom sem betur fer aftur inn á völlinn og hélt áfram að spila. Hún var næstum því búin að skora stuttu síðar.

Áður en hún meiddist þá varð íslenski fyrirliðinn að skipta um stuttbuxur í miðjum leik.

Liðsfélagar hennar í íslenska liðinu komu þá sterkar inn og mynduðu hring í kringum sína konu þannig að Glódís fékk bæði frið frá myndavélum og áhorfendum til að skipta um stuttbuxur.

Myndir af hring íslensku stelpnanna má sjá hér fyrir ofan og neðan.

Vísir/Anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×