Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Íþróttadeild Sýnar skrifar 2. júlí 2025 18:24 Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð sig mjög vel í íslenska markinu en átti ekki möguleika á því að verja sigurmarkið. Getty/Noemi Llamas/ Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Evrópumótið í Sviss á naumu 1-0 tapi á móti Finnlandi þar sem íslenska liðið var manni færri í meira en hálftíma. Finnarnir fengu færi framan af leik en skoruðu ekki sigurmarkið sitt fyrr en þær voru orðnar manni færri. Úrslitin eru áfall fyrir íslenska liðið sem auk þess missti fyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur af velli í hálfleik svo fékk Hildur Antonsdóttir rautt spjald eftir klukkutíma leik. Íslenska liðið gerði bara ekki nóg til að fá meira út úr þessum leik og voru heppnar að lenda ekki undir þegar þær voru jafnmargar inn á vellinum. Þær byrjuðu leikinn illa en fundu sig aðeins betur í seinni hálfleiknum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, var langbest í sínum fyrsta stórmótsleik en sóknarleikurinn var lengst af ekki upp á marga fiska í þessum leik. Íslenska liðið gafst þó ekki upp, sýndi karakter í mótlætinu og skapaði sér mun meira af færum manni færri en þegar þær voru enn ellefu á móti ellefu. Þær voru betri manni færri. Liðið ætlaði að fara varlega inn í mótið og bíða átekta en lendir svo í að missa fyrirliðann af velli og svo lenda manni færri. Byrjunin á leiknum er mikil vonbrigði á móti fyrir fram slakasta liði riðilsins. Tap þýðir að draumurinn um sæti í átta liða úrslitum er orðinn frekar fjarlægur. Hér fyrir neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins í leiknum: Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [8] Aðeins óörugg í fyrirgjöf í upphafi leiks en var svo öryggið uppmálað eftir það. Varði nokkrum sinnum mjög vel frá Finnunum. Sá öðrum fremur til þess að íslenska liðið var ekki undir eftir fyrri hálfleikinn. Átti þó ekki möguleika á að verja frábært skot Katariinu Kosola. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [3] Var í yfirvinnu við að dekka Katariina Kosola, hættulegasta leikmann Finna. Réð illa við hana og gaf færi á alltof miklu í fyrri hálfleiknum. Átti gott upphlaup í seinni hálfleik en átti hræðilega sendingu þegar hún gat búið til mjög gott færi. Varð loksins refsað í seinni þegar Kosola þakkaði fyrir sig og skoraði. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Settist tvisvar í grasið í fyrri hálfleik en harkaði af sér og hélt áfram. Kom nokkrum sinnum til bjargar á háréttum tíma. Varð að fara af velli í hálfleik sem var mikið áfall fyrir íslenska liðið. Í ljós kom að hún var með magakveisu. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [5] Skilaði sínu en ekki meira en það. Gerði þó fá mistök og stýrði vörninni í fjarveru Glódísar. Bæði þegar fyrirliðinn fór útaf í fyrri en eins eftir að hún tók við bandinu í seinni hálfleiknum. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður [5] Varðist lengstum mjög vel að vanda og Finnarnir sköpuðu ekki mikið hennar megin í fyrri hálfleik. Lítið kom samt frá henni fram á við. Færði sig inn í miðvörðinn þegar Glódís fór af velli. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [4] Var svolítið týnd inn á miðjunni í fyrri hálfleiknum. Náði hvorki að hjálpa sóknarmönnum nógu mikið né að verja vörnina nógu vel. Hélt út leikinn og fann sig betur þegar liðið færði sig framar manni færri. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [3] Mjög grimm í öllum návígum og barðist vissulega vel. Hjálpar liðinu aftur á móti ekki mikið sóknarlega og verður að vera skynsamari. Fékk fyrsta gula spjald íslenska liðsins snemma í seinni hálfleik og var síðan rekin af velli eftir klukkutíma leik fyrir að stíga ofan á fót Finna. Þar þurfti hún að passa sig miklu betur með spjald á bakinu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [5] Var alltof lítið í boltanum fram eftir leik en gekk svo betur að fá boltann. Skapar ávallt hættu en er jafnframt stundum að reyna of erfiða hluti. Ábyrgðin á henni er hins vegar mjög mikil í sóknarleik liðsins. Verður að finna leiðir til að koma sér meira í boltann og vera hluti af spilinu en ekki bara að brjóta upp leikinn á síðasta þriðjungnum. Hlín Eiríksdóttir, hægri vængmaður [4] Hjálpaði Guðnýju ekki nægilegan mikið í varnarleiknum en var að reyna að halda boltanum og búa til eitthvað í sóknum liðsins. Það gekk lítið og fór snemma af velli í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen, framherji [4] Fékk eitt gott færi í fyrri hálfleik en fékk lítið úr að moða þar sem hún er hættulegust sem er í kringum teiginn. Gerði vel í varnarhlutverkinu en var í vandræðum með að halda boltnaum eins og allt íslenska liðið. Fór af velli þegar Hildur fékk rauða spjaldið. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri vængmaður [5] Fékk ekki mörg tækifæri til að sækja á svæði á síðasta þriðjungum og þá sérstaklega framan af leik. Hlaup frá henni bjó þó til besta færi fyrri hálfleiksins. Alltaf samt stórhætta þegar hún kemst á ferðina og hún fékk eitt frábært færi í skyndisókn í seinni hálfleik. Varamenn: Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn á fyrir Glódísi á 46. Mínútu. [6] Kom inn á fyrir Glódísi í hálfleik og stóð sig ágætlega. Var óhrædd að spila boltanum og bjó til frábært færi fyrir Sveindísi í seinni hálfleik. Agla María Albertsdóttir kom inn á fyrir Hlín á 54 . mínútu. [6] Kom inn á í seinni hálfleik til að lífga upp á sóknarleikinn en Ísland missti svo mann af velli skömmu síðar. Var stundum að flýta sér of mikið en er með gæðin til að búa til meira spil sem vantaði. Átti fínasta skot af löngu færi sem var varið. Dagný Brynjarsdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu á 62 . mínútu. [6] Reynsluboltinn kom inn á völlinn eftir að íslenska liðið missti Hildi af velli með rautt spjald. Ekki öfunduð af því en skynsemin uppmálið og alltaf ógnandi í föstum leikatriðum. Bætti hiklaust liðið með innkomu sinni. Katla Tryggvadóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu á 85 . mínútu. [Spilaði of lítið] Minnti á sig á lokamínútum leiksins. Leysti af Karólínu Leu og komst nokkrum sinnum í boltann. Átti eitt fínt og fast skot sem var varið. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Sjá meira
Úrslitin eru áfall fyrir íslenska liðið sem auk þess missti fyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur af velli í hálfleik svo fékk Hildur Antonsdóttir rautt spjald eftir klukkutíma leik. Íslenska liðið gerði bara ekki nóg til að fá meira út úr þessum leik og voru heppnar að lenda ekki undir þegar þær voru jafnmargar inn á vellinum. Þær byrjuðu leikinn illa en fundu sig aðeins betur í seinni hálfleiknum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, var langbest í sínum fyrsta stórmótsleik en sóknarleikurinn var lengst af ekki upp á marga fiska í þessum leik. Íslenska liðið gafst þó ekki upp, sýndi karakter í mótlætinu og skapaði sér mun meira af færum manni færri en þegar þær voru enn ellefu á móti ellefu. Þær voru betri manni færri. Liðið ætlaði að fara varlega inn í mótið og bíða átekta en lendir svo í að missa fyrirliðann af velli og svo lenda manni færri. Byrjunin á leiknum er mikil vonbrigði á móti fyrir fram slakasta liði riðilsins. Tap þýðir að draumurinn um sæti í átta liða úrslitum er orðinn frekar fjarlægur. Hér fyrir neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins í leiknum: Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [8] Aðeins óörugg í fyrirgjöf í upphafi leiks en var svo öryggið uppmálað eftir það. Varði nokkrum sinnum mjög vel frá Finnunum. Sá öðrum fremur til þess að íslenska liðið var ekki undir eftir fyrri hálfleikinn. Átti þó ekki möguleika á að verja frábært skot Katariinu Kosola. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [3] Var í yfirvinnu við að dekka Katariina Kosola, hættulegasta leikmann Finna. Réð illa við hana og gaf færi á alltof miklu í fyrri hálfleiknum. Átti gott upphlaup í seinni hálfleik en átti hræðilega sendingu þegar hún gat búið til mjög gott færi. Varð loksins refsað í seinni þegar Kosola þakkaði fyrir sig og skoraði. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Settist tvisvar í grasið í fyrri hálfleik en harkaði af sér og hélt áfram. Kom nokkrum sinnum til bjargar á háréttum tíma. Varð að fara af velli í hálfleik sem var mikið áfall fyrir íslenska liðið. Í ljós kom að hún var með magakveisu. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [5] Skilaði sínu en ekki meira en það. Gerði þó fá mistök og stýrði vörninni í fjarveru Glódísar. Bæði þegar fyrirliðinn fór útaf í fyrri en eins eftir að hún tók við bandinu í seinni hálfleiknum. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður [5] Varðist lengstum mjög vel að vanda og Finnarnir sköpuðu ekki mikið hennar megin í fyrri hálfleik. Lítið kom samt frá henni fram á við. Færði sig inn í miðvörðinn þegar Glódís fór af velli. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [4] Var svolítið týnd inn á miðjunni í fyrri hálfleiknum. Náði hvorki að hjálpa sóknarmönnum nógu mikið né að verja vörnina nógu vel. Hélt út leikinn og fann sig betur þegar liðið færði sig framar manni færri. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [3] Mjög grimm í öllum návígum og barðist vissulega vel. Hjálpar liðinu aftur á móti ekki mikið sóknarlega og verður að vera skynsamari. Fékk fyrsta gula spjald íslenska liðsins snemma í seinni hálfleik og var síðan rekin af velli eftir klukkutíma leik fyrir að stíga ofan á fót Finna. Þar þurfti hún að passa sig miklu betur með spjald á bakinu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [5] Var alltof lítið í boltanum fram eftir leik en gekk svo betur að fá boltann. Skapar ávallt hættu en er jafnframt stundum að reyna of erfiða hluti. Ábyrgðin á henni er hins vegar mjög mikil í sóknarleik liðsins. Verður að finna leiðir til að koma sér meira í boltann og vera hluti af spilinu en ekki bara að brjóta upp leikinn á síðasta þriðjungnum. Hlín Eiríksdóttir, hægri vængmaður [4] Hjálpaði Guðnýju ekki nægilegan mikið í varnarleiknum en var að reyna að halda boltanum og búa til eitthvað í sóknum liðsins. Það gekk lítið og fór snemma af velli í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen, framherji [4] Fékk eitt gott færi í fyrri hálfleik en fékk lítið úr að moða þar sem hún er hættulegust sem er í kringum teiginn. Gerði vel í varnarhlutverkinu en var í vandræðum með að halda boltnaum eins og allt íslenska liðið. Fór af velli þegar Hildur fékk rauða spjaldið. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri vængmaður [5] Fékk ekki mörg tækifæri til að sækja á svæði á síðasta þriðjungum og þá sérstaklega framan af leik. Hlaup frá henni bjó þó til besta færi fyrri hálfleiksins. Alltaf samt stórhætta þegar hún kemst á ferðina og hún fékk eitt frábært færi í skyndisókn í seinni hálfleik. Varamenn: Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn á fyrir Glódísi á 46. Mínútu. [6] Kom inn á fyrir Glódísi í hálfleik og stóð sig ágætlega. Var óhrædd að spila boltanum og bjó til frábært færi fyrir Sveindísi í seinni hálfleik. Agla María Albertsdóttir kom inn á fyrir Hlín á 54 . mínútu. [6] Kom inn á í seinni hálfleik til að lífga upp á sóknarleikinn en Ísland missti svo mann af velli skömmu síðar. Var stundum að flýta sér of mikið en er með gæðin til að búa til meira spil sem vantaði. Átti fínasta skot af löngu færi sem var varið. Dagný Brynjarsdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu á 62 . mínútu. [6] Reynsluboltinn kom inn á völlinn eftir að íslenska liðið missti Hildi af velli með rautt spjald. Ekki öfunduð af því en skynsemin uppmálið og alltaf ógnandi í föstum leikatriðum. Bætti hiklaust liðið með innkomu sinni. Katla Tryggvadóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu á 85 . mínútu. [Spilaði of lítið] Minnti á sig á lokamínútum leiksins. Leysti af Karólínu Leu og komst nokkrum sinnum í boltann. Átti eitt fínt og fast skot sem var varið.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Sjá meira