Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2025 22:05 Arnar Pétursson sýndi staðinn þar sem hann tók þrjú skref utan brautar í tíu kílómetra hlaupi og var dæmdur úr leik. @arnarpeturs Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. Arnar tjáir sig um málið á samfélagsmiðlum þar sem hann sýnir staðinn þar sem hann braut af sér. „Ég hélt í alvörunni að ég væri búin að lenda í öllu sem væri hægt að lenda í frjálsum,“ sagði Arnar í upphafi. Hann segist hafa verið dæmdur úr leik í hlaupinu fyrir að taka þrjú skref á grasi þegar það voru rúmir þrír kílómetrar eftir af hlaupinu. Hann fór af malbikinu og var þar sem dæmdur úr leik fyrir að hlaupa utan brautar. Vann hlaupið en dæmdur úr leik Arnar vann hlaupið en missti strax Íslandsmeistaratitilinn. Hann gagnrýnir Ármenninga sérstaklega fyrir framkvæmd hlaupa. „Ég tek þrjú skref og held svo áfram að hlaupa og þetta endar með endaspretti sem ég vinn. Ég kem í mark, gaman, gaman,“ sagði Arnar en fékk þá að vita að hann væri dæmdur úr leik. „Stefán eða Þorsteinn kærðu mig ekki fyrir að taka þessi þrjú skref þegar það voru sjö kílómetrar búnir heldur var það dómari hlaupsins sem sagði að ég hefði verið dæmdur úr leik fyrir að taka þrjú skref í þessari hérna beygju,“ sagði Arnar og sýndi beygjuna umræddu. Kunna eiginlega ekki að halda hlaup Arnar ætlar að áfrýja þessum dómi en hér fyrir neðan má sjá hann tjá sig um þetta. „Guð forði ykkur frá því að taka tvö, þrjú skref á grasi þegar þið eruð að hlaupa í tíu kílómetra hlaupi. Guð forði Ármannshlaupinu fyrir að girða kannski brautina betur af. Þau kunna eiginlega ekki að halda hlaup því þeir voru á síðasta ári með of stutt hlaup í þrívottuðu hlaupi. Gátu ekki samt mælt brautina rétt,“ sagði Arnar Æðislegur heimur að vera partur af „Ég treysti þeim eiginlega ekki heldur til að dæma rétt. Núna er maður dæmdur úr leik fyrir að taka eitt, tvö, þrjú skref á grasi,“ sagði Arnar. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Bara flott. Til hamingju dómarar og frjálsíþróttasambandið. Þetta er æðislegur heimur að vera partur af,“ sagði Arnar í kaldhæðni. View this post on Instagram A post shared by Arnar Pétursson (@arnarpeturs) Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Sjá meira
Arnar tjáir sig um málið á samfélagsmiðlum þar sem hann sýnir staðinn þar sem hann braut af sér. „Ég hélt í alvörunni að ég væri búin að lenda í öllu sem væri hægt að lenda í frjálsum,“ sagði Arnar í upphafi. Hann segist hafa verið dæmdur úr leik í hlaupinu fyrir að taka þrjú skref á grasi þegar það voru rúmir þrír kílómetrar eftir af hlaupinu. Hann fór af malbikinu og var þar sem dæmdur úr leik fyrir að hlaupa utan brautar. Vann hlaupið en dæmdur úr leik Arnar vann hlaupið en missti strax Íslandsmeistaratitilinn. Hann gagnrýnir Ármenninga sérstaklega fyrir framkvæmd hlaupa. „Ég tek þrjú skref og held svo áfram að hlaupa og þetta endar með endaspretti sem ég vinn. Ég kem í mark, gaman, gaman,“ sagði Arnar en fékk þá að vita að hann væri dæmdur úr leik. „Stefán eða Þorsteinn kærðu mig ekki fyrir að taka þessi þrjú skref þegar það voru sjö kílómetrar búnir heldur var það dómari hlaupsins sem sagði að ég hefði verið dæmdur úr leik fyrir að taka þrjú skref í þessari hérna beygju,“ sagði Arnar og sýndi beygjuna umræddu. Kunna eiginlega ekki að halda hlaup Arnar ætlar að áfrýja þessum dómi en hér fyrir neðan má sjá hann tjá sig um þetta. „Guð forði ykkur frá því að taka tvö, þrjú skref á grasi þegar þið eruð að hlaupa í tíu kílómetra hlaupi. Guð forði Ármannshlaupinu fyrir að girða kannski brautina betur af. Þau kunna eiginlega ekki að halda hlaup því þeir voru á síðasta ári með of stutt hlaup í þrívottuðu hlaupi. Gátu ekki samt mælt brautina rétt,“ sagði Arnar Æðislegur heimur að vera partur af „Ég treysti þeim eiginlega ekki heldur til að dæma rétt. Núna er maður dæmdur úr leik fyrir að taka eitt, tvö, þrjú skref á grasi,“ sagði Arnar. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Bara flott. Til hamingju dómarar og frjálsíþróttasambandið. Þetta er æðislegur heimur að vera partur af,“ sagði Arnar í kaldhæðni. View this post on Instagram A post shared by Arnar Pétursson (@arnarpeturs)
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Sjá meira