Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júlí 2025 18:07 Nikkurnar þandar. Sigurður Harðarson Harmónikkutónar hljóma út um allt á Reyðarfirði um helgina því þar stendur yfir harmonikkulandsmót með tónleikum, böllum og almennri gleði. Harmoniku- og hljóðfæraleikarar af öllu landinu eru mættir á mótið til að spila saman eins og þeim einum er lagið. Landsmótið hófst formlega fimmtudaginn 3. júlí en í gær voru tónleikar í íþróttahúsinu á Reyðarfirði og harmonikudansleikur um kvöldið. Dagskráin heldur svo áfram á fullum krafti í dag en sérstakir hátíðartónleikar verða á milli fjögur og fimm í íþróttahúsinu og ball í kvöld. Marta Guðlaug Svavarsdóttir er formaður harmonikuunnenda á Norðfirði og veit því allt um landsmótið en þau eru haldin þriðja hvert ár hér og þar um landið. „Það er bara hefðbundin dagskrá eins og vanalega. Harmonikkusveitir alls staðar af landinu koma og spila bæði á tónleikum og böllum, dansað og svo er gaman. Við erum í félagi Harmonikuunnenda á Norðfirði og tókum þá ákvörðun að halda viðburðinn á Reyðarfirði í þetta skipti. Síðast þegar félagið hélt þennan viðburð þá var hann haldin á Norðfirði“, segir Marta. Harmoniku- og hljóðfæraleikarar af öllu landinu eru mættir á mótið til að spila saman.Sigurður Harðarson Og eru allir velkomnir á mótið um helgina eða ? „Já, það er ekkert aldurstakmark og 15 ára og yngri fá frítt inn á alla viðburði en þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum á dansleikjunum“, segir Marta. Sjálf segist Marta Guðlaug hafa byrjað að spila á harmonikku tíu ára gömul og hefur varla getað hætt síðan. En hvernig lýsir hún harmonikkunni, sem hljóðfæri? „Harmonikan er rosalega fjölhæft hljóðfæri og það er hægt að spila hvað sem er og það er hægt að gera gott mót bara með eina harmonikku en það fer líka vel að hafa margar saman“.Og þetta að lokum frá Mörtu. „Við hvetjum bara alla, sem hafa áhuga eða eru forvitnir að mæta og taka þátt í gleðinni með okkur um helgina“. Tónlist Fjarðabyggð Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Landsmótið hófst formlega fimmtudaginn 3. júlí en í gær voru tónleikar í íþróttahúsinu á Reyðarfirði og harmonikudansleikur um kvöldið. Dagskráin heldur svo áfram á fullum krafti í dag en sérstakir hátíðartónleikar verða á milli fjögur og fimm í íþróttahúsinu og ball í kvöld. Marta Guðlaug Svavarsdóttir er formaður harmonikuunnenda á Norðfirði og veit því allt um landsmótið en þau eru haldin þriðja hvert ár hér og þar um landið. „Það er bara hefðbundin dagskrá eins og vanalega. Harmonikkusveitir alls staðar af landinu koma og spila bæði á tónleikum og böllum, dansað og svo er gaman. Við erum í félagi Harmonikuunnenda á Norðfirði og tókum þá ákvörðun að halda viðburðinn á Reyðarfirði í þetta skipti. Síðast þegar félagið hélt þennan viðburð þá var hann haldin á Norðfirði“, segir Marta. Harmoniku- og hljóðfæraleikarar af öllu landinu eru mættir á mótið til að spila saman.Sigurður Harðarson Og eru allir velkomnir á mótið um helgina eða ? „Já, það er ekkert aldurstakmark og 15 ára og yngri fá frítt inn á alla viðburði en þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum á dansleikjunum“, segir Marta. Sjálf segist Marta Guðlaug hafa byrjað að spila á harmonikku tíu ára gömul og hefur varla getað hætt síðan. En hvernig lýsir hún harmonikkunni, sem hljóðfæri? „Harmonikan er rosalega fjölhæft hljóðfæri og það er hægt að spila hvað sem er og það er hægt að gera gott mót bara með eina harmonikku en það fer líka vel að hafa margar saman“.Og þetta að lokum frá Mörtu. „Við hvetjum bara alla, sem hafa áhuga eða eru forvitnir að mæta og taka þátt í gleðinni með okkur um helgina“.
Tónlist Fjarðabyggð Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira