Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 09:10 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, gefur Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, danskt knus og kram við komuna til Árósa í gær. AP/Mikkel Berg Pedersen/Ritzau Danir, sem hafa tekið við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, vilja að sambandið beiti sér af fullum þunga gegn Ungverjalandi vegna áframhaldandi brota gegn grundvallargildum þess. Til greina kemur að svipta Ungverja atkvæðarétti í ákveðnum málum. Stjórn þjóðernispopúlistans Viktors Orban í Ungverjalandi hefur reynst erfiður ljár í þúfu fyrir Evrópusambandið á undanförnum árum. Hún hefur náð kverkataki á dómstólum í landinu, grafið undan frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum og beitt sér gegn hinsegin fólki og innflytjendum. Þá hefur Orban staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu og torveldað sambandinu að aðstoða Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa. Orban er einn nánasti bandamaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í Evrópu. Danir tóku við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins í vikunni og ætla að segja hingað og ekki lengra. Marie Bjerre, Evrópumálaráðherra Danmerkur, segir að aukinn kraftur verði settur í að kanna hvort ástæða sé til þess að refsa Ungverjum á grundvelli sjöundu greinar sáttmálans um Evrópusambandsins. Hún gerir ráð fyrir að hægt sé að svipta ríki atkvæðarétti ef þau brjóta alvarlega eða viðvarandi gegn grunngildum sambandsins. „Við sjáum grundvallargildin enn brotin,“ sagði Bjerre við fréttamenn í Árósum þegar framkvæmdastjórnin heimsóttu borgina í tilefni af formennskuskiptunum í ráðherraráðinu. Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Hann hefur meðal annars staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu. Tengsl hans við Vladímír Pútín Rússlandsforseta eru enda náin.Getty/Tacca Evrópusambandið hefur fram að þessu veigrað sér við að beita heimildinni gegn Ungverjum þrátt fyrir að það hafi lengi sakað þá um að brjóta reglur þess. Evrópska útgáfa Politico segir að ef Dönum sé alvara með að sverfa til stáls gegn Ungverjum þurfi þeir að fá afgerandi stuðning Frakka og Þjóðverja sem hafa til þessa ekki verið tilbúnir að ganga svo langt. Bjerre segir að einnig komi til greina að takmarka aðgang ríkja sem brjóta reglurnar að sameiginlegum sjóðum sambandsins. Danmörk Evrópusambandið Ungverjaland Úkraína Moldóva Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Stjórn þjóðernispopúlistans Viktors Orban í Ungverjalandi hefur reynst erfiður ljár í þúfu fyrir Evrópusambandið á undanförnum árum. Hún hefur náð kverkataki á dómstólum í landinu, grafið undan frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum og beitt sér gegn hinsegin fólki og innflytjendum. Þá hefur Orban staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu og torveldað sambandinu að aðstoða Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa. Orban er einn nánasti bandamaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í Evrópu. Danir tóku við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins í vikunni og ætla að segja hingað og ekki lengra. Marie Bjerre, Evrópumálaráðherra Danmerkur, segir að aukinn kraftur verði settur í að kanna hvort ástæða sé til þess að refsa Ungverjum á grundvelli sjöundu greinar sáttmálans um Evrópusambandsins. Hún gerir ráð fyrir að hægt sé að svipta ríki atkvæðarétti ef þau brjóta alvarlega eða viðvarandi gegn grunngildum sambandsins. „Við sjáum grundvallargildin enn brotin,“ sagði Bjerre við fréttamenn í Árósum þegar framkvæmdastjórnin heimsóttu borgina í tilefni af formennskuskiptunum í ráðherraráðinu. Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Hann hefur meðal annars staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu. Tengsl hans við Vladímír Pútín Rússlandsforseta eru enda náin.Getty/Tacca Evrópusambandið hefur fram að þessu veigrað sér við að beita heimildinni gegn Ungverjum þrátt fyrir að það hafi lengi sakað þá um að brjóta reglur þess. Evrópska útgáfa Politico segir að ef Dönum sé alvara með að sverfa til stáls gegn Ungverjum þurfi þeir að fá afgerandi stuðning Frakka og Þjóðverja sem hafa til þessa ekki verið tilbúnir að ganga svo langt. Bjerre segir að einnig komi til greina að takmarka aðgang ríkja sem brjóta reglurnar að sameiginlegum sjóðum sambandsins.
Danmörk Evrópusambandið Ungverjaland Úkraína Moldóva Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira