Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2025 15:09 Ormurinn langi var gerður út frá Patreksfirði. Björgunarbátur á strandveiðibátnum sem sökk úti fyrir Patreksfirði á mánudag blés ekki út. Von er á flakinu til Reykjavíkur um helgina. Auk skipstjórans hundur hans um borð og hefur ekki fundist. Það var á tólfta tímanum á mánudaginn sem viðbragðsaðilar voru ræstir út eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Skipstjóri fiskibáts í grenndinni hafði tilkynnt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um atvikið. Báturinn væri sokkinn og einn maður væri í sjónum. Hífðu bátinn um borð í Freyju Um var að ræða strandveiðibátinn Orminn langa AK-64 sem Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður, gerði út frá Patreksfirði. Áhöfnin á björgunarskipinu Verði var fyrst á vettvang og var hann fluttur til Patreksfjarðar þar sem hann var úrskurðaður látinn. Strax um kvöldið fóru fulltrúar Landhelgisgæslunnar með sjómælingarbátinn Baldur á slysstað en hann er útbúinn fjölgeislamæla sem nýttist til að finna flakið. Varðskiptið Freyja var á svæðinu og köfuðu kafarar um tuttugu metra niður að flakinu og settu fast í hann. Var báturinn hífður um borð í Freyju í viðurvist fulltrúa lögreglu og rannsóknarnefndar sjóslysa. Auðunn Kristinsson, vakthafandi aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðgerðin hafi gengið vel. Aðstæður verið þokkalegar, mikill straumur en að öðru leyti fínar. Freyja sigli með bátinn til Reykjavíkur um helgina. Aðspurður segir Auðunn að björgunarbáturinn hafi ekki verið uppblásinn þegar flakið var híft um borð í Freyju. Nokkur alda á slysstað Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum sem fer með rannsókn málsins, segir ekki tímabært að ræða mögulegar ástæður sjóslyssins á þessum tímapunkti. Um aðstæður á slysstað fyrir hádegi á mánudag segir Hlynur að þar hafi verið nokkur alda, ekki ládauður sjór. Sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta er hannaður þannig að hann á að sleppa björgunarbát þegar skip er komið á fjögurra til sex metra dýpi. Þá vekur einnig spurningar hvers vegna ekkert neyðarboð barst frá Orminum langa. Enginn virðist hafa vitað af slysinu fyrr en skipstjóri á fiskibát á svæðinu varð var við slysið. Um borð með Magnúsi Þór var hundur hans. Það staðfestir Hlynur en hundurinn hafi ekki fundist á vettvangi slyssins. Jón Pétursson hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa segir vettvangsrannsókn lokið og frumrannsókn í gangi. Svo taki við fullnaðarrannsókn áður en nefndin skili skýrslu sinni um slysið. Rannsóknarnefndir samgönguslysa hafa þann tilgang að draga úr hættu á sambærilegum slysum í framtíðinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Það var á tólfta tímanum á mánudaginn sem viðbragðsaðilar voru ræstir út eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Skipstjóri fiskibáts í grenndinni hafði tilkynnt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um atvikið. Báturinn væri sokkinn og einn maður væri í sjónum. Hífðu bátinn um borð í Freyju Um var að ræða strandveiðibátinn Orminn langa AK-64 sem Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður, gerði út frá Patreksfirði. Áhöfnin á björgunarskipinu Verði var fyrst á vettvang og var hann fluttur til Patreksfjarðar þar sem hann var úrskurðaður látinn. Strax um kvöldið fóru fulltrúar Landhelgisgæslunnar með sjómælingarbátinn Baldur á slysstað en hann er útbúinn fjölgeislamæla sem nýttist til að finna flakið. Varðskiptið Freyja var á svæðinu og köfuðu kafarar um tuttugu metra niður að flakinu og settu fast í hann. Var báturinn hífður um borð í Freyju í viðurvist fulltrúa lögreglu og rannsóknarnefndar sjóslysa. Auðunn Kristinsson, vakthafandi aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðgerðin hafi gengið vel. Aðstæður verið þokkalegar, mikill straumur en að öðru leyti fínar. Freyja sigli með bátinn til Reykjavíkur um helgina. Aðspurður segir Auðunn að björgunarbáturinn hafi ekki verið uppblásinn þegar flakið var híft um borð í Freyju. Nokkur alda á slysstað Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum sem fer með rannsókn málsins, segir ekki tímabært að ræða mögulegar ástæður sjóslyssins á þessum tímapunkti. Um aðstæður á slysstað fyrir hádegi á mánudag segir Hlynur að þar hafi verið nokkur alda, ekki ládauður sjór. Sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta er hannaður þannig að hann á að sleppa björgunarbát þegar skip er komið á fjögurra til sex metra dýpi. Þá vekur einnig spurningar hvers vegna ekkert neyðarboð barst frá Orminum langa. Enginn virðist hafa vitað af slysinu fyrr en skipstjóri á fiskibát á svæðinu varð var við slysið. Um borð með Magnúsi Þór var hundur hans. Það staðfestir Hlynur en hundurinn hafi ekki fundist á vettvangi slyssins. Jón Pétursson hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa segir vettvangsrannsókn lokið og frumrannsókn í gangi. Svo taki við fullnaðarrannsókn áður en nefndin skili skýrslu sinni um slysið. Rannsóknarnefndir samgönguslysa hafa þann tilgang að draga úr hættu á sambærilegum slysum í framtíðinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira