Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2025 10:00 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir segir bronsið á Smáþjóðaleikunum hafa verið eins og að vinna á Ólympíuleikum. Vísir/Lýður „Þetta hafa verið meiri erfiðleikar en gaman síðustu ár,“ segir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem naut þess vel að vinna til verðlauna á Smáþjóðaleikunum í Andorra á dögunum eftir töluverða erfiðleika árin á undan. Hún hefur oftar en einu sinni verið nærri því að hætta en vonast nú til að stærsti hjallinn sé að baki. Guðbjörg Jóna var mikil barnastjarna. Hún sló heimsmet í sínum aldursflokki 14 ára gömul, met sem stendur enn. Auk þess vann hún gull á EM U18 og á Ólympíuleikum æskunnar samhliða því sem hún raðaði inn Íslandsmetum, og var raunar sprettharðasta kona Íslandssögunnar fyrir lögræðisaldur. Hún hefur aftur á móti lent í töluverðum meiðslum síðan. Þá var henni mikið áfall þegar þjálfari hennar Brynjar Gunnarsson lést úr krabbameini aðeins 31 árs gamall árið 2021. „Það var mjög erfitt áfall að vinna úr sem ég þurfti að vinna úr með sálfræðingi. Svo var maður mikið meiddur eftir það. Þetta ár eftir að hann lést vildi ég líka komast á Ólympíuleika, og gera það fyrir hann, en endaði með því að meiðast. Ég held ég hafi sjaldan verið jafn langt niðri eins og þá, og það var mjög erfitt að vinna sig upp úr því,“ segir Guðbjörg Jóna. Vildi hætta í febrúar Guðbjörg hefur verið meiðslum hrjáð nánast allar götur síðan og þurfti að breyta um umhverfi. Hún flutti til Svíþjóðar og hefur æft þar síðan í fyrra. Þegar hún var að komast aftur ról meiddist hún aftur illa er hún reif lærvöðva illa í febrúar. Hún þurfti því að sitja með 24 sentímetra rifu í lærinu uppi í stúku þegar Íslandsmótið innanhúss fór fram í vor. „Það var alls ekki auðvelt. Ég sagði við Guðna (Val Guðnason) kærasta minn að ég væri bara hætt. Ég hringdi í hann og sagðist ætla að hringja í þjálfarann minn í Svíþjóð og segja: „Ég er bara hætt og ég nenni þessu ekki.“ En hvernig fer maður að því að vinna sig upp úr enn einu áfallinu? „Þú saknar svo mikið þessarar tilfinningar; að geta komið í mark og verið sátt við það sem þú ert að gera. Ég held áfram að æfa í gegnum þessa erfiðleika út af því að ég vil geta fundið þessa tilfinningu aftur,“ „Ég fann hana aftur í Andorra þegar ég fékk þetta brons. Ég hef vissulega fengið gull og silfur á þessu móti áður, en fyrir mig persónulega er þetta brons eins og að vinna Ólympíuleika,“ segir Guðbjörg Jóna og bætir við: „Þessi tilfinning að vera stoltur af sjálfum þér, sem sýnir líka hvað þú ert sterk, finnst mér. Stundum þarf maður bara að halda áfram. Ég vil ekki líta til baka og sjá eftir því að hafa hætt.“ Lætur metið ekki eftir svo glatt Eir Chang Hlésdóttir sló Íslandsmet Guðbjargar í 200 metrum í Andorra. Guðbjörg á einnig met í 60 og 100 metrum en vegna meiðslanna undanfarin ár hefur hún þurft að færa sig úr styttri hlaupunum í 400 metra hlaup. Hún segir hins vegar árangur Eirar hvetja sig áfram. „Ég mun klárlega stefna á að setja Íslandsmetið í 400 metrum. Þó ég hafi verið að missa Íslandsmetið mitt í 200 núna þá langar mann alltaf ná því aftur. Það verður gaman að sjá hvernig þetta verður hjá okkur í sumar og næstu ár líka,“ segir Guðbjörg sem mun etja kappi við Eir í 200 metrum á Meistaramóti Íslands síðar í sumar. Treystum við ekki á að það sé búið að klára meiðslapakkann fyrir lífstíð? „Ég vona það. Ég held það sé alveg komið gott með þessi meiðsli. Auðvitað veit maður aldrei. Ég er búinn að gera allskonar æfingar sem vonandi fyrirbyggja það. Ég ætla bara að taka þetta tímabil í að njóta, en svo er næsta tímabil, ef ég held með heilli, þá má fólk fara að passa sig,“ segir Guðbjörg létt að endingu. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Guðbjörgu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Klippa: Guðbjörg ræðir erfið fimm ár, barnastjörnustimpilinn og breytingu á aðal grein Frjálsar íþróttir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira
Guðbjörg Jóna var mikil barnastjarna. Hún sló heimsmet í sínum aldursflokki 14 ára gömul, met sem stendur enn. Auk þess vann hún gull á EM U18 og á Ólympíuleikum æskunnar samhliða því sem hún raðaði inn Íslandsmetum, og var raunar sprettharðasta kona Íslandssögunnar fyrir lögræðisaldur. Hún hefur aftur á móti lent í töluverðum meiðslum síðan. Þá var henni mikið áfall þegar þjálfari hennar Brynjar Gunnarsson lést úr krabbameini aðeins 31 árs gamall árið 2021. „Það var mjög erfitt áfall að vinna úr sem ég þurfti að vinna úr með sálfræðingi. Svo var maður mikið meiddur eftir það. Þetta ár eftir að hann lést vildi ég líka komast á Ólympíuleika, og gera það fyrir hann, en endaði með því að meiðast. Ég held ég hafi sjaldan verið jafn langt niðri eins og þá, og það var mjög erfitt að vinna sig upp úr því,“ segir Guðbjörg Jóna. Vildi hætta í febrúar Guðbjörg hefur verið meiðslum hrjáð nánast allar götur síðan og þurfti að breyta um umhverfi. Hún flutti til Svíþjóðar og hefur æft þar síðan í fyrra. Þegar hún var að komast aftur ról meiddist hún aftur illa er hún reif lærvöðva illa í febrúar. Hún þurfti því að sitja með 24 sentímetra rifu í lærinu uppi í stúku þegar Íslandsmótið innanhúss fór fram í vor. „Það var alls ekki auðvelt. Ég sagði við Guðna (Val Guðnason) kærasta minn að ég væri bara hætt. Ég hringdi í hann og sagðist ætla að hringja í þjálfarann minn í Svíþjóð og segja: „Ég er bara hætt og ég nenni þessu ekki.“ En hvernig fer maður að því að vinna sig upp úr enn einu áfallinu? „Þú saknar svo mikið þessarar tilfinningar; að geta komið í mark og verið sátt við það sem þú ert að gera. Ég held áfram að æfa í gegnum þessa erfiðleika út af því að ég vil geta fundið þessa tilfinningu aftur,“ „Ég fann hana aftur í Andorra þegar ég fékk þetta brons. Ég hef vissulega fengið gull og silfur á þessu móti áður, en fyrir mig persónulega er þetta brons eins og að vinna Ólympíuleika,“ segir Guðbjörg Jóna og bætir við: „Þessi tilfinning að vera stoltur af sjálfum þér, sem sýnir líka hvað þú ert sterk, finnst mér. Stundum þarf maður bara að halda áfram. Ég vil ekki líta til baka og sjá eftir því að hafa hætt.“ Lætur metið ekki eftir svo glatt Eir Chang Hlésdóttir sló Íslandsmet Guðbjargar í 200 metrum í Andorra. Guðbjörg á einnig met í 60 og 100 metrum en vegna meiðslanna undanfarin ár hefur hún þurft að færa sig úr styttri hlaupunum í 400 metra hlaup. Hún segir hins vegar árangur Eirar hvetja sig áfram. „Ég mun klárlega stefna á að setja Íslandsmetið í 400 metrum. Þó ég hafi verið að missa Íslandsmetið mitt í 200 núna þá langar mann alltaf ná því aftur. Það verður gaman að sjá hvernig þetta verður hjá okkur í sumar og næstu ár líka,“ segir Guðbjörg sem mun etja kappi við Eir í 200 metrum á Meistaramóti Íslands síðar í sumar. Treystum við ekki á að það sé búið að klára meiðslapakkann fyrir lífstíð? „Ég vona það. Ég held það sé alveg komið gott með þessi meiðsli. Auðvitað veit maður aldrei. Ég er búinn að gera allskonar æfingar sem vonandi fyrirbyggja það. Ég ætla bara að taka þetta tímabil í að njóta, en svo er næsta tímabil, ef ég held með heilli, þá má fólk fara að passa sig,“ segir Guðbjörg létt að endingu. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Guðbjörgu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Klippa: Guðbjörg ræðir erfið fimm ár, barnastjörnustimpilinn og breytingu á aðal grein
Frjálsar íþróttir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira