Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2025 18:52 Arnar Pétursson sést hér fagna sigri í hlaupinu í gær eftir endasprett á móti þeim Stefáni Pálssyni og Þorsteini Roy Jóhannssyni. Hann útskýrði sitt mál eftir að hafa verið dæmdur úr leik. @armannfrjalsar/@arnarpeturs Ármenningar hafa nú svarað gagnrýndi margfalds Íslandsmeistara sem var dæmdur úr leik í Íslandsmeistarahlaupi í gærkvöldi. Blikinn Arnar Pétursson kom fyrstur í mark Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi í gær en það fór fram samhliða Aukakrónuhlaupi Ármanns. Sigurgleði Arnars var þó skammvinn því hann var dæmdur úr leik við komuna í mark. Arnar var mjög ósáttur og sagði sína hlið á málinu á samfélagsmiðlum í gær. Fór á staðinn þar sem hann var dæmdur fyrir að hlaupa út úr brautinni. Frjálsíþróttadeild Ármanns hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna Aukakrónuhlaups Ármanns 2025. „Í hlaupinu kom upp atvik þar sem hlaupari steig út af auglýstri hlaupaleið, sem lá um malbikaðan göngustíg, inn á gras og stytti sér þar með leið. Yfirdómari hlaupsins, sem var á vegum FRÍ, varð vitni að atvikinu og dæmdi umræddan hlaupara úr leik. Dómarinn er ekki á vegum frjálsíþróttadeildar Ármanns heldur FRÍ þar sem málið er nú tekið fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að það ætti ekki að fara framhjá reyndum hlaupara að hlaupið færi fram á göngustíg og að hlaupahaldara bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Arnar skaut á Ármenninga og rifjaði upp mistök í fyrra þegar hlaup var dæmt ógilt þar sem vegalengdin var ekki rétt. „Frjálsíþróttadeild Ármanns harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur átt sér stað í garð hlaupsins og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum deildarinnar sem koma að hlaupinu. Verkferlum verður hér eftir sem hingað til fylgt í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands,“ segir í yfirlýsingunni sem má sjá alla hér fyrir neðan. Fréttatilkynning frá Frjálsíþróttadeild Ármanns vegna Aukakrónuhlaups Ármanns 2025 Frjálsíþróttadeild Ármanns hélt sitt árlega götuhlaup í gær þar sem almenn ánægja var með hlaupið meðal þeirra u.þ.b. 500 hlaupara, sem tóku þátt. Hlaupið var vottað af Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ) og um leið Meistaramót Íslands í 10 km hlaupi. Í hlaupinu kom upp atvik þar sem hlaupari steig út af auglýstri hlaupaleið, sem lá um malbikaðan göngustíg, inn á gras og stytti sér þar með leið. Yfirdómari hlaupsins, sem var á vegum FRÍ, varð vitni að atvikinu og dæmdi umræddan hlaupara úr leik. Dómarinn er ekki á vegum frjálsíþróttadeildar Ármanns heldur FRÍ þar sem málið er nú tekið fyrir. Í brautarlýsingunni var skýrt tekið fram að hlaupið færi fram á göngustíg, á þeim stað sem atvikið átti sér stað, og er reyndum hlaupurum vel kunnugt um slíkt fyrirkomulag. Hlaupahaldara bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Í kjölfar dómsins sá fyrrnefndur hlaupari ástæðu til að rifja upp miður skemmtilegt atvik í sama hlaupi í fyrra þar sem mistök urðu við mælingu á hlaupaleið. Þá sem nú, var mælingin keypt af sérfræðingi í mælingum hlaupa, leiðin vottuð af FRÍ og lögð í samræmi við það. Frjálsíþróttadeild Ármanns harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur átt sér stað í garð hlaupsins og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum deildarinnar sem koma að hlaupinu. Verkferlum verður hér eftir sem hingað til fylgt í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands. F.h. Frjálsíþróttadeildar Ármanns, Oddný Kristinsdóttir, formaður Björn Margeirsson, mótsstjóri Leó Gunnar Víðisson Gunnar Guðmundsson Frjálsar íþróttir Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Sjá meira
Blikinn Arnar Pétursson kom fyrstur í mark Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi í gær en það fór fram samhliða Aukakrónuhlaupi Ármanns. Sigurgleði Arnars var þó skammvinn því hann var dæmdur úr leik við komuna í mark. Arnar var mjög ósáttur og sagði sína hlið á málinu á samfélagsmiðlum í gær. Fór á staðinn þar sem hann var dæmdur fyrir að hlaupa út úr brautinni. Frjálsíþróttadeild Ármanns hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna Aukakrónuhlaups Ármanns 2025. „Í hlaupinu kom upp atvik þar sem hlaupari steig út af auglýstri hlaupaleið, sem lá um malbikaðan göngustíg, inn á gras og stytti sér þar með leið. Yfirdómari hlaupsins, sem var á vegum FRÍ, varð vitni að atvikinu og dæmdi umræddan hlaupara úr leik. Dómarinn er ekki á vegum frjálsíþróttadeildar Ármanns heldur FRÍ þar sem málið er nú tekið fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að það ætti ekki að fara framhjá reyndum hlaupara að hlaupið færi fram á göngustíg og að hlaupahaldara bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Arnar skaut á Ármenninga og rifjaði upp mistök í fyrra þegar hlaup var dæmt ógilt þar sem vegalengdin var ekki rétt. „Frjálsíþróttadeild Ármanns harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur átt sér stað í garð hlaupsins og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum deildarinnar sem koma að hlaupinu. Verkferlum verður hér eftir sem hingað til fylgt í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands,“ segir í yfirlýsingunni sem má sjá alla hér fyrir neðan. Fréttatilkynning frá Frjálsíþróttadeild Ármanns vegna Aukakrónuhlaups Ármanns 2025 Frjálsíþróttadeild Ármanns hélt sitt árlega götuhlaup í gær þar sem almenn ánægja var með hlaupið meðal þeirra u.þ.b. 500 hlaupara, sem tóku þátt. Hlaupið var vottað af Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ) og um leið Meistaramót Íslands í 10 km hlaupi. Í hlaupinu kom upp atvik þar sem hlaupari steig út af auglýstri hlaupaleið, sem lá um malbikaðan göngustíg, inn á gras og stytti sér þar með leið. Yfirdómari hlaupsins, sem var á vegum FRÍ, varð vitni að atvikinu og dæmdi umræddan hlaupara úr leik. Dómarinn er ekki á vegum frjálsíþróttadeildar Ármanns heldur FRÍ þar sem málið er nú tekið fyrir. Í brautarlýsingunni var skýrt tekið fram að hlaupið færi fram á göngustíg, á þeim stað sem atvikið átti sér stað, og er reyndum hlaupurum vel kunnugt um slíkt fyrirkomulag. Hlaupahaldara bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Í kjölfar dómsins sá fyrrnefndur hlaupari ástæðu til að rifja upp miður skemmtilegt atvik í sama hlaupi í fyrra þar sem mistök urðu við mælingu á hlaupaleið. Þá sem nú, var mælingin keypt af sérfræðingi í mælingum hlaupa, leiðin vottuð af FRÍ og lögð í samræmi við það. Frjálsíþróttadeild Ármanns harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur átt sér stað í garð hlaupsins og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum deildarinnar sem koma að hlaupinu. Verkferlum verður hér eftir sem hingað til fylgt í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands. F.h. Frjálsíþróttadeildar Ármanns, Oddný Kristinsdóttir, formaður Björn Margeirsson, mótsstjóri Leó Gunnar Víðisson Gunnar Guðmundsson
Fréttatilkynning frá Frjálsíþróttadeild Ármanns vegna Aukakrónuhlaups Ármanns 2025 Frjálsíþróttadeild Ármanns hélt sitt árlega götuhlaup í gær þar sem almenn ánægja var með hlaupið meðal þeirra u.þ.b. 500 hlaupara, sem tóku þátt. Hlaupið var vottað af Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ) og um leið Meistaramót Íslands í 10 km hlaupi. Í hlaupinu kom upp atvik þar sem hlaupari steig út af auglýstri hlaupaleið, sem lá um malbikaðan göngustíg, inn á gras og stytti sér þar með leið. Yfirdómari hlaupsins, sem var á vegum FRÍ, varð vitni að atvikinu og dæmdi umræddan hlaupara úr leik. Dómarinn er ekki á vegum frjálsíþróttadeildar Ármanns heldur FRÍ þar sem málið er nú tekið fyrir. Í brautarlýsingunni var skýrt tekið fram að hlaupið færi fram á göngustíg, á þeim stað sem atvikið átti sér stað, og er reyndum hlaupurum vel kunnugt um slíkt fyrirkomulag. Hlaupahaldara bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Í kjölfar dómsins sá fyrrnefndur hlaupari ástæðu til að rifja upp miður skemmtilegt atvik í sama hlaupi í fyrra þar sem mistök urðu við mælingu á hlaupaleið. Þá sem nú, var mælingin keypt af sérfræðingi í mælingum hlaupa, leiðin vottuð af FRÍ og lögð í samræmi við það. Frjálsíþróttadeild Ármanns harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur átt sér stað í garð hlaupsins og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum deildarinnar sem koma að hlaupinu. Verkferlum verður hér eftir sem hingað til fylgt í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands. F.h. Frjálsíþróttadeildar Ármanns, Oddný Kristinsdóttir, formaður Björn Margeirsson, mótsstjóri Leó Gunnar Víðisson Gunnar Guðmundsson
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Sjá meira