Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Lovísa Arnardóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 3. júlí 2025 22:21 Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, segir koma til greina að flagga fánum fleiri stríðshrjáðra ríkja, en Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks er ekki hrifinn af því. Vísir/Sigurjón Palestínski fáninn var dreginn að húni við ráðhús Reykjavíkur í morgun eftir að borgarráð samþykkti að flagga fánanum til marks um samstöðu með palestínsku þjóðinni. „Samúð mín er með fórnarlömbum stríðsátaka hvar sem þau er að finna en þessi fáni er fáni ríkis sem er undir stjórn hryðjuverkasamtaka sem heita Hamas. Hamas hafa unnið margvísleg óhæfuverk, allt frá því að senda tugi þúsunda eldflauga yfir til Ísraels og stóðu líka fyrir árásinni 7. október,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og að öll þau óhæfuverk hafi verið framin undir stjórn ríkis sem eigi þennan fána. Rætt var við Kjartan í kvöldfréttum Sýnar. Sjá einnig: Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Líf Magneudóttir, formaður borgarráðs og oddviti Vinstri grænna í borginni, segir fánann eiga að senda þau skilaboð að Reykjavíkurborg standi með palestínsku þjóðinni. „Börnum, konum og almennum borgunum sem hafa þurft að þola óbærilega og hörmulegar þjáningar. Þetta er ekki þannig að við séum að standa gegn einhverju öðru og sannarlega ekki með hryðjuverkum því við fordæmum allt slíkt,“ segir Líf en einnig var rætt við hana í kvöldfréttum. Táknrænn stuðningur Hún segir stuðninginn táknrænan og þau séu stolt af því að geta sýnt hann með því að draga fánann að húni. „Mér finnst óábyrgt að vera afstöðulaus,“ segir Líf um bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar um málið. Að hennar mati eigi að taka afstöðu með mannréttindum og mannúð. „Við eigum alltaf að taka afstöðu með fólki þegar það er ofsótt og þjáð. Það er það sem við erum að gera í dag. Mér finnst það gunguskapur og mér finnst það getuleysi að geta ekki tekið afstöðu, eins og Sjálfstæðisflokkurinn kaus að gera ekki, með mannréttindum fólks, þó það búi ekki hér.“ Kjartan segist álíta svo að þessi táknræni stuðningur sé stuðningur við þá stjórn sem er við völd í Palestínu, hryðjuverkasamtakanna Hamas, og að það dragi fram hvað öfgaöfl eru við völd í meirihlutanum í ráðhúsinu. „Ég myndi vilja fá hann niður og auðvitað má deila um hvað eiga að flagga víða,“ segir hann og að ef borgin vilji taka afstöðu gegn stríðsátökum um allan heim verði að reisa fánaborg. Fáninn var dreginn að hún í dag við hlið þess úkraínska sem hefur verið dreginn að húni stuttu eftir að átök hófust þar 2022.Vísir/Sigurjón Komi til greina að flagga fánum fleiri ríkja „Ég vil minna á að það eru hræðilegir hlutir að gerast í Súdan, þar sem eru raunverulega þjóðernishreinsanir í gangi, og ég hef ekki heyrt neinn í meirihlutanum, allra síst Líf, tjá sig um það.“ Líf segir vel koma til greina að gera það en það eigi eftir að semja þær reglur. Borgarstjórn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
„Samúð mín er með fórnarlömbum stríðsátaka hvar sem þau er að finna en þessi fáni er fáni ríkis sem er undir stjórn hryðjuverkasamtaka sem heita Hamas. Hamas hafa unnið margvísleg óhæfuverk, allt frá því að senda tugi þúsunda eldflauga yfir til Ísraels og stóðu líka fyrir árásinni 7. október,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og að öll þau óhæfuverk hafi verið framin undir stjórn ríkis sem eigi þennan fána. Rætt var við Kjartan í kvöldfréttum Sýnar. Sjá einnig: Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Líf Magneudóttir, formaður borgarráðs og oddviti Vinstri grænna í borginni, segir fánann eiga að senda þau skilaboð að Reykjavíkurborg standi með palestínsku þjóðinni. „Börnum, konum og almennum borgunum sem hafa þurft að þola óbærilega og hörmulegar þjáningar. Þetta er ekki þannig að við séum að standa gegn einhverju öðru og sannarlega ekki með hryðjuverkum því við fordæmum allt slíkt,“ segir Líf en einnig var rætt við hana í kvöldfréttum. Táknrænn stuðningur Hún segir stuðninginn táknrænan og þau séu stolt af því að geta sýnt hann með því að draga fánann að húni. „Mér finnst óábyrgt að vera afstöðulaus,“ segir Líf um bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar um málið. Að hennar mati eigi að taka afstöðu með mannréttindum og mannúð. „Við eigum alltaf að taka afstöðu með fólki þegar það er ofsótt og þjáð. Það er það sem við erum að gera í dag. Mér finnst það gunguskapur og mér finnst það getuleysi að geta ekki tekið afstöðu, eins og Sjálfstæðisflokkurinn kaus að gera ekki, með mannréttindum fólks, þó það búi ekki hér.“ Kjartan segist álíta svo að þessi táknræni stuðningur sé stuðningur við þá stjórn sem er við völd í Palestínu, hryðjuverkasamtakanna Hamas, og að það dragi fram hvað öfgaöfl eru við völd í meirihlutanum í ráðhúsinu. „Ég myndi vilja fá hann niður og auðvitað má deila um hvað eiga að flagga víða,“ segir hann og að ef borgin vilji taka afstöðu gegn stríðsátökum um allan heim verði að reisa fánaborg. Fáninn var dreginn að hún í dag við hlið þess úkraínska sem hefur verið dreginn að húni stuttu eftir að átök hófust þar 2022.Vísir/Sigurjón Komi til greina að flagga fánum fleiri ríkja „Ég vil minna á að það eru hræðilegir hlutir að gerast í Súdan, þar sem eru raunverulega þjóðernishreinsanir í gangi, og ég hef ekki heyrt neinn í meirihlutanum, allra síst Líf, tjá sig um það.“ Líf segir vel koma til greina að gera það en það eigi eftir að semja þær reglur.
Borgarstjórn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira