Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júlí 2025 07:48 Arnar Pétursson steig ekki feilspor á Akureyri. FRÍ Eftir að hafa verið dæmdur úr leik í Ármannshlaupinu í fyrradag hélt Arnar Pétursson sér innan brautarinnar í Akureyrarhlaupinu í gærkvöldi og hampaði Íslandsmeistaratitlinum í hálfmaraþoni. Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:09,33 klukkustund og varð Íslandsmeistari í karlaflokki. Degi áður hafði hann komið fyrstur í mark á Íslandsmótinu í tíu kílómetra götuhlaupi, en var dæmdur úr leik fyrir að stíga þrjú skref á gras utan brautarinnar. Stefáni Pálssyni var þá dæmdur Íslandsmeistaratitillinn. Sjá einnig: Stefán vann í stað Arnars Arnar var mjög ósáttur og fór mikinn þegar hann sagði sögu sína á Instagram eftir hlaupið í fyrradag. Hann gagnrýndi skort á girðingum og vandaði skipuleggjendum Ármannshlaupsins ekki kveðjurnar, sagði félagið „eiginlega ekki kunna að halda hlaup.“ Ármenningar svöruðu gagnrýni Arnars í gærkvöldi. Þar segir að reyndur hlaupari ætti að vita að hlaupið færi fram á göngustíg. Skipuleggjendum bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Arnar hafi þannig þekkt reglurnar, en stigið út af brautinni. Arnar hélt áfram að skjóta skotum á Ármenninga í sögu sinni á Instagram eftir hálfmaraþonið á Akureyri í gær og sýndi annars vegar dæmi um hvernig á að girða brautir af og hins vegar dæmi um aðra hlaupara sem hafa stigið utanbrautar þegar slík girðing er ekki til staðar. „Hefur engin áhrif og allir halda áfram“ skrifaði Arnar á Instagram. Arnar sýndi dæmi þar sem aðrir hlauparar stigu utan brautar. skjáskot / @arnarpeturs Svívirðilegt segir systirin Systir Arnars, varaþingmaðurinn Jóna Þórey Pétursdóttur úr Suðvesturkjördæmi fyrir Samfylkinguna, kom bróður sínum síðan til varnar seint í gærkvöldi. Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið og segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Svívirðilegt sé að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti. Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:09,33 klukkustund og varð Íslandsmeistari í karlaflokki. Degi áður hafði hann komið fyrstur í mark á Íslandsmótinu í tíu kílómetra götuhlaupi, en var dæmdur úr leik fyrir að stíga þrjú skref á gras utan brautarinnar. Stefáni Pálssyni var þá dæmdur Íslandsmeistaratitillinn. Sjá einnig: Stefán vann í stað Arnars Arnar var mjög ósáttur og fór mikinn þegar hann sagði sögu sína á Instagram eftir hlaupið í fyrradag. Hann gagnrýndi skort á girðingum og vandaði skipuleggjendum Ármannshlaupsins ekki kveðjurnar, sagði félagið „eiginlega ekki kunna að halda hlaup.“ Ármenningar svöruðu gagnrýni Arnars í gærkvöldi. Þar segir að reyndur hlaupari ætti að vita að hlaupið færi fram á göngustíg. Skipuleggjendum bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Arnar hafi þannig þekkt reglurnar, en stigið út af brautinni. Arnar hélt áfram að skjóta skotum á Ármenninga í sögu sinni á Instagram eftir hálfmaraþonið á Akureyri í gær og sýndi annars vegar dæmi um hvernig á að girða brautir af og hins vegar dæmi um aðra hlaupara sem hafa stigið utanbrautar þegar slík girðing er ekki til staðar. „Hefur engin áhrif og allir halda áfram“ skrifaði Arnar á Instagram. Arnar sýndi dæmi þar sem aðrir hlauparar stigu utan brautar. skjáskot / @arnarpeturs Svívirðilegt segir systirin Systir Arnars, varaþingmaðurinn Jóna Þórey Pétursdóttur úr Suðvesturkjördæmi fyrir Samfylkinguna, kom bróður sínum síðan til varnar seint í gærkvöldi. Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið og segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Svívirðilegt sé að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti.
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira