Viðskipti innlent

Trausti Sigurður og Jóhanna nýir for­stöðu­menn hjá VÍS

Atli Ísleifsson skrifar
Trausti Sigurður Hilmisson og Jóhanna Hauksdóttir.
Trausti Sigurður Hilmisson og Jóhanna Hauksdóttir. VÍS

Trausti Sigurður Hilmisson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála og upplifana og Jóhanna Hauksdóttir verið ráðin forstöðumaður einstaklingsviðskipta. Þau hafa þegar hafið störf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá VÍS. Þar segir að Trausti Sigurður muni bera ábyrgð á markaðsstarfi og áframhaldandi uppbyggingu vörumerkis VÍS. 

„Trausti hefur áralanga reynslu af markaðsmálum, sinnt markaðsherferðum síðustu ára, borið ábyrgð á vörumerkjarannsóknum og vöruþróun.

Trausti hefur starfað síðustu átta ár hjá VÍS en þar áður var hann hjá VERT markaðsstofu,“ segir í tilkynningunni. 

Þá segir að Jóhanna muni bera ábyrgð á sölu og þjónustu til einstaklinga um land allt og hafa yfirumsjón með öllum þjónustuskrifstofum VÍS. 

„Hún mun leiða áframhaldandi vöxt á einstaklingsmarkaði og samhliða því tryggja framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina.

Jóhanna hefur síðastliðin fjögur ár starfað sem verkefnastjóri hjá VÍS og leitt fjölda lykilverkefna sem tengjast stafrænni umbreytingu fyrirtækisins. Áður starfaði hún hjá Arion banka, bæði að verkefnum í stafrænni þróun og þjónustu við viðskiptavini,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×