Íslenski boltinn

Ás­geir og Hrannar heiðruðu Jota í gær

Valur Páll Eiríksson skrifar
Jota tók reglulega fagn sem má tengja við lagið Baby Shark. Þeir Hrannar og Ásgeir heiðruðu minningu hans með álíka fögnum eftir mörk sín í gærkvöld.
Jota tók reglulega fagn sem má tengja við lagið Baby Shark. Þeir Hrannar og Ásgeir heiðruðu minningu hans með álíka fögnum eftir mörk sín í gærkvöld. Samsett/Getty/Sýn Sport

Þeir Ásgeir Helgi Orrason, leikmaður Breiðabliks, og Hrannar Snær Magnússon, leikmaður Aftureldingar, fögnuðu báðir að hætti Diogo Jota í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Jota féll frá aðfaranótt fimmtudags.

Leik Aftureldingar og Breiðabliks á Malbiksstöðinni í Mosfellsbæ lauk með 2-2 jafntefli í Bestu deild karla í gærkvöld. Ásgeir Helgi skoraði annað mark Blika í leiknum á 37. mínútu, hans fyrsta mark í sumar, og eftir gleðileg fagnaðarlæti með félögunum klappaði hann höndunum saman og virtist segja nafn Jota við liðsfélaga sinn áður en hann benti til himins.

Klippa: Andstæðingarnir fögnuðu eins og Jota

Hrannar Snær Magnússon minnkaði muninn fyrir Aftureldingu örfáum mínútum síðar og var ekki minni maður en Ásgeir Helgi. Hann tók sama Baby Shark-klapp til heiðurs Jota sem lést í bílslysi ásamt bróður hans André Silva aðfaranótt fimmtudags.

Fótboltaheimurinn syrgir þá bræður sem voru aðeins 28 ára og 26 ára gamlir. Samúðarkveðjum og minningarorðum rigndi inn í gær.


Tengdar fréttir

Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga

Portúgölsku bræðurnir og knattspyrnumennirnir Diogo Jota og André Silva létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur.

Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta segir fráfall fótboltamannsins Diogo Jota sorglegar fréttir að fá. Þær setji lífið í stærra samhengi.

„Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“

Portúgalska knattspyrnusambandið birti yfirlýsingu á miðlum þess í morgun vegna skyndilegs fráfalls Diogo Jota, landsliðsmanns Portúgal, og bróður hans André Silva. Portúgölsk knattspyrnuhreyfing sé í áfalli og syrgi mæta menn.

Diogo Jota lést í bílslysi

Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. 

Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld

Minning portúgalska landsliðsmannsins Diogo Jota og bróður hans Andre Silva verður heiðruð fyrir leik kvennalandsliðs Portúgals við Spán á EM í kvöld. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×