Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 13:50 Úkraínskur stórskotaliðsmaður á vígvellinum. Rússar nota nú ólögleg efnavopn gegn úkraínskum hermönnum í auknum mæli, að sögn evrópska leyniþjónustustofnana. Vísir/Getty Evrópskar leyniþjónustustofnanir segja að Rússar noti nú ólögleg efnavopn oftar í hernaði sínum í Úkraínu en áður og hiki ekki við að nota hættulegri efni. Þær telja að herða þurfi á refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna þess. Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925 eftir að þeim var óspart beitt í skotgrafarhernaði fyrri heimstyrjaldarinnar. Samningur um bann við framleiðslu efnavopna árið 1992 bannaði þróun og geymslu slíkra vopna. Engu að síður hafa Rússar meðal annars notað dróna sem dreifa eitrinu klórópíkrín til þess að svæla úkraínska hermenn út úr skotgröfum sínum og gera þá að auðveldari skotmörkum. Klórópíkrín veldur andþrengslum en það getur verið banvænt ef því er beitt í miklu magni. Rússar hafa einnig notað hefðbundið táragas í miklum mæli. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi gert meira en níu þúsund efnavopnaárásir frá upphafi innrásarinnar árið 2022. Þrír hermenn hafi látist vegna eitursins sjálfs en mun fleiri hafi verið drepnir með hefðbundnum vopnum þegar þeir þurftu að fara úr skjóli. Leggja meiri áherslu á þróun efnavopna Hollenska og þýska leyniþjónustan gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem stofnanirnar sögðu Rússa nú grípa oftar til efnavopna og þeir noti sterkari efni en áður, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. „Við höfum orðið vör við vaxandi vilja til þess að nota slík vopn. Ógnin sem stafar af efnavopnaáætlun Rússlands fer fyrir vikið vaxandi,“ sagði Peter Reesink, yfirmaður hollensku leyniþjónustunnar. Stjórnvöld í Kreml hafi fjárfest mikið í efnavopnaáætlun sinni að undanförnu. Hún leggi nú aukna áherslu á þróun efnavopna og hafi ráðið nýja vísindamenn til þess að starfa við hana. Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925 eftir að þeim var óspart beitt í skotgrafarhernaði fyrri heimstyrjaldarinnar. Samningur um bann við framleiðslu efnavopna árið 1992 bannaði þróun og geymslu slíkra vopna. Engu að síður hafa Rússar meðal annars notað dróna sem dreifa eitrinu klórópíkrín til þess að svæla úkraínska hermenn út úr skotgröfum sínum og gera þá að auðveldari skotmörkum. Klórópíkrín veldur andþrengslum en það getur verið banvænt ef því er beitt í miklu magni. Rússar hafa einnig notað hefðbundið táragas í miklum mæli. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi gert meira en níu þúsund efnavopnaárásir frá upphafi innrásarinnar árið 2022. Þrír hermenn hafi látist vegna eitursins sjálfs en mun fleiri hafi verið drepnir með hefðbundnum vopnum þegar þeir þurftu að fara úr skjóli. Leggja meiri áherslu á þróun efnavopna Hollenska og þýska leyniþjónustan gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem stofnanirnar sögðu Rússa nú grípa oftar til efnavopna og þeir noti sterkari efni en áður, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. „Við höfum orðið vör við vaxandi vilja til þess að nota slík vopn. Ógnin sem stafar af efnavopnaáætlun Rússlands fer fyrir vikið vaxandi,“ sagði Peter Reesink, yfirmaður hollensku leyniþjónustunnar. Stjórnvöld í Kreml hafi fjárfest mikið í efnavopnaáætlun sinni að undanförnu. Hún leggi nú aukna áherslu á þróun efnavopna og hafi ráðið nýja vísindamenn til þess að starfa við hana.
Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“