Búið að boða til nýs fundar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júlí 2025 12:09 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Enn bólar ekkert á samkomulagi meiri- og minnihluta um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þingflokksformenn funduðu fram yfir miðnætti í nótt og funda aftur eftir hádegi. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn færast nær endamarkinu. Veiðigjaldafrumvarpið umdeilda frá atvinnuvegaráðherra er ekki á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarliðar hafa gert það ljóst að þeir vilji ekki slíta þingi fyrr en búið er að greiða atkvæði um frumvarpið, en stjórnarandstaðan er mjög ósátt með það, og hefur stundað málþóf til að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn. Funda aftur í dag Þingflokksformenn funduðu fram á nótt en engin niðurstaða náðist í málið. Búið er að boða til annars fundar með formönnunum síðar í dag, að sögn Hildar Sverrisdóttir, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. „Fundurinn var bara fínn, eins og þeir flestir. Það er verið að kasta sjónarmiðum og hugmyndum á milli. Það tekur sinn tíma en allt færist þetta nær endamarkinu í þessu maraþoni,“ segir Hildur. Bjartsýn á að komast á endastöð Hún gerir ráð fyrir því að veiðigjöldin fari ekki aftur á dagskrá nema eitthvað meiriháttar komi upp á. „Það má kannski segja að þrýstingurinn aukist í jöfnu hlutfalli við það sem tíminn líður, að öðru leyti er staðan ekkert viðkvæmari en hefur verið. Ég held við séum öll með vilja og ákveðna bjartsýni á að þetta náist,“ segir Hildur. Hefði viljað skýrari svör Atvinnuveganefnd kom einnig saman í gær og ræddi við Skattinn um útreikninga sem deilt hefur verið um. Hildur segist fagna því að fundurinn hafi loksins verið haldinn, en hefði samt sem áður viljað skýrari svör frá fulltrúum Skattsins. „Ég held að enginn þurfi að velkjast í vafa um að við höfum miklar áhyggjur af uppleggi frumvarpsins. Kerfisbreytingunni og því áhrifamati sem liggur ekki fyrir, eins og sérstaklega gagnvart sveitarfélögunum. Þannig það er eitt af þessu stóru atriðum sem við erum að ræða,“ segir Hildur. Aðrir þingflokksformenn gáfu ekki kost á viðtali. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarpið umdeilda frá atvinnuvegaráðherra er ekki á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarliðar hafa gert það ljóst að þeir vilji ekki slíta þingi fyrr en búið er að greiða atkvæði um frumvarpið, en stjórnarandstaðan er mjög ósátt með það, og hefur stundað málþóf til að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn. Funda aftur í dag Þingflokksformenn funduðu fram á nótt en engin niðurstaða náðist í málið. Búið er að boða til annars fundar með formönnunum síðar í dag, að sögn Hildar Sverrisdóttir, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. „Fundurinn var bara fínn, eins og þeir flestir. Það er verið að kasta sjónarmiðum og hugmyndum á milli. Það tekur sinn tíma en allt færist þetta nær endamarkinu í þessu maraþoni,“ segir Hildur. Bjartsýn á að komast á endastöð Hún gerir ráð fyrir því að veiðigjöldin fari ekki aftur á dagskrá nema eitthvað meiriháttar komi upp á. „Það má kannski segja að þrýstingurinn aukist í jöfnu hlutfalli við það sem tíminn líður, að öðru leyti er staðan ekkert viðkvæmari en hefur verið. Ég held við séum öll með vilja og ákveðna bjartsýni á að þetta náist,“ segir Hildur. Hefði viljað skýrari svör Atvinnuveganefnd kom einnig saman í gær og ræddi við Skattinn um útreikninga sem deilt hefur verið um. Hildur segist fagna því að fundurinn hafi loksins verið haldinn, en hefði samt sem áður viljað skýrari svör frá fulltrúum Skattsins. „Ég held að enginn þurfi að velkjast í vafa um að við höfum miklar áhyggjur af uppleggi frumvarpsins. Kerfisbreytingunni og því áhrifamati sem liggur ekki fyrir, eins og sérstaklega gagnvart sveitarfélögunum. Þannig það er eitt af þessu stóru atriðum sem við erum að ræða,“ segir Hildur. Aðrir þingflokksformenn gáfu ekki kost á viðtali.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira