Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Siggeir Ævarsson skrifar 6. júlí 2025 08:00 Sölvi Snær mundar skotfótinn Facebook Knattspyrnudeild Grindavíkur UMFG - Petra Rós Grindvíkingar hafa orðið fyrir blóðtöku í Lengjudeild karla en liðið tilkynnti í gær að hinn efnilegi Sölvi Snær Ásgeirsson væri á leið til LASK í Austurríki á láni næstu 12 mánuði. LASK, sem varð í 7. sæti í austurrísku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, mun hafa forkaupsrétt á Sölva á meðan að lánssamningurinn er í gildi og þá hefur Sölva einnig framlengt samning sinn við Grindavík út sumarið 2027. Sölvi Snær, sem fæddur er árið 2008 kom við sögu í sjö leikjum Grindavíkur í Lengjudeildinni í fyrra og hefur verið að festa sig í sessi sem byrjunarliðsleikmaður í sumar. Hann leikur oftast sem varnarmaður og þykir afar mikið efni en hann á að 12 landsleiki með U15, U16 og U17 landsliðum Íslands . Sölvi tjáir sig um þessi vistaskipti í fréttatilkynningu Grindavíkur þar sem hann segir að það sé ekki auðvelt að yfirgefa Grindavík á þessum tímapunkti en Grindavík hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum í deildinni og er aðeins tveimur stigum frá fallsæti. „Þetta er stórt tækifæri fyrir mig og ég er mjög spenntur fyrir því að reyna fyrir mér í sterku atvinnumannaumhverfi hjá liði eins og LASK. Það er ekki auðvelt að yfirgefa Grindavík á þessum tímapunkti. Ég er afar þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef fengið frá félaginu í gegnum allt þetta ferli.“ Sölvi Snær er annar leikmaðurinn úr 2008 árgangi Grindavíkur sem leggur í víking erlendis en Helgi Hafsteinn Jóhannsson samdi á síðasta ári við danska félagið AaB Aalborg. Lengjudeild karla UMF Grindavík Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Sjá meira
LASK, sem varð í 7. sæti í austurrísku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, mun hafa forkaupsrétt á Sölva á meðan að lánssamningurinn er í gildi og þá hefur Sölva einnig framlengt samning sinn við Grindavík út sumarið 2027. Sölvi Snær, sem fæddur er árið 2008 kom við sögu í sjö leikjum Grindavíkur í Lengjudeildinni í fyrra og hefur verið að festa sig í sessi sem byrjunarliðsleikmaður í sumar. Hann leikur oftast sem varnarmaður og þykir afar mikið efni en hann á að 12 landsleiki með U15, U16 og U17 landsliðum Íslands . Sölvi tjáir sig um þessi vistaskipti í fréttatilkynningu Grindavíkur þar sem hann segir að það sé ekki auðvelt að yfirgefa Grindavík á þessum tímapunkti en Grindavík hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum í deildinni og er aðeins tveimur stigum frá fallsæti. „Þetta er stórt tækifæri fyrir mig og ég er mjög spenntur fyrir því að reyna fyrir mér í sterku atvinnumannaumhverfi hjá liði eins og LASK. Það er ekki auðvelt að yfirgefa Grindavík á þessum tímapunkti. Ég er afar þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef fengið frá félaginu í gegnum allt þetta ferli.“ Sölvi Snær er annar leikmaðurinn úr 2008 árgangi Grindavíkur sem leggur í víking erlendis en Helgi Hafsteinn Jóhannsson samdi á síðasta ári við danska félagið AaB Aalborg.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Sjá meira