Fótbolti

Aldrei fleiri mætt í stuðnings­mannagöngu fyrir leik

Siggeir Ævarsson skrifar
Um 2.000 Íslendingar voru mættir til að hita upp fyrir leikinn í dag
Um 2.000 Íslendingar voru mættir til að hita upp fyrir leikinn í dag Vísir/Anton Brink

Áhugavert met var sett í aðdraganda leik Íslands og Sviss á Evrópumeistaramóti kvenna í dag en aldrei hafa fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik og mættu í dag, eða um 14.000 manns.

Um 2.000 íslenskir stuðningsmenn fylgdu íslenska liðinu á leikinn í dag og láta vel í sér heyra á leiknum. Heimenn í Sviss hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja í stuðningi við sitt lið og mikil stemming myndaðist á götum Bern og á aðdáendasvæðum þar sem stuðningsfólk hitaði upp fyrir leikinn í kvöld. 

Íslenska fánanum veifaðVísir/Anton Brink
Mikill mannfjöldi safnaðist saman fyrir leik.Vísir/Anton Brink



Fleiri fréttir

Sjá meira


×