Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júlí 2025 06:45 Mikil eyðilegging blasir við. AP/Julio Cortez Tala látinna í hamfaraflóðum sem dunið hafa á Texas-ríki undanfarna eftir mikla og skyndilega vatnavexti hefur náð 81. Fleiri tuga manns er enn saknað og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar standa í ströngu við að finna týnda ástvini. Kerr-sýsla hefur farið einna verst út úr flóðunum en þar hækkaði vatnsborð Guadalupe-ár um rúma sex metra á innan við tveimur klukkustundum síðastliðinn föstudag. Þar, á bakka Guadalupe-ár, eru kristnar sumarbúðir stúlkna sem heita Camp Mystic. Ellefu stúlkna sem dvöldu í sumarbúðunum er enn saknað og eins starfsmanns. New York Times greinir frá því að á meðal hinna látnu er menntaskólakennari og fjölskylda hans sem fóru í útilegu við bakka Guadalupe-ár. Þau komust ekki undan í tæka tíð þegar vatnavextirnir hófust. Kona á leið til vinnu í verslun Walmart lést einnig þegar hækkandi vatnsborðið gleypti bíl hennar. Eins og fyrr segir er tuga manns enn saknað og stórt viðbragðsteymi björgunarsveita, lögreglumanna og sjálfboðaliða leitar að þeim sem enn er saknað í rústunum. Í gær var talsverð úrkoma á þeim svæðum sem verst hafa komið úr vatnavöxtunum en engin frekari flóð urðu. 28 þeirra látnu eru börn. Sum voru í sumarbúðum og önnur í útileguferðum við bakka árinnar. Mörg hundruð manns taka nú þátt í björgunarstarfi og enn er fólk fundið sem rígheldur sér á trjám eða flýtur á mubblum. Ólíklegra verður með hverri klukkustund að þeir sem fundnir eru séu á lífi. Tengdar fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Texas eftir gríðarleg flóð sem riðu yfir í gær. Minnst 43 eru látnir, þar af 15 börn, og fjölmargra er enn saknað. 6. júlí 2025 00:17 Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í alla nótt í Texas þar sem umfangsmesta flóð síðari ára hafa riðið yfir. Úrhellisrigning hafa valdið mikilli hækkun og fjölmargra er saknað. Sumarbúðir stelpna urðu einna verst fyrir flóðinu og er 25 stelpna saknað. 24 hið minnsta eru látnir og fleirra saknað. 5. júlí 2025 09:53 Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fjarlægt lögbundnar skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á landið af opinberum vefsíðum. Þingmenn flokksins eru við það að samþykkja að útrýma einnig framlögum til rannsókna á loftslagi jarðar. 1. júlí 2025 10:44 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Kerr-sýsla hefur farið einna verst út úr flóðunum en þar hækkaði vatnsborð Guadalupe-ár um rúma sex metra á innan við tveimur klukkustundum síðastliðinn föstudag. Þar, á bakka Guadalupe-ár, eru kristnar sumarbúðir stúlkna sem heita Camp Mystic. Ellefu stúlkna sem dvöldu í sumarbúðunum er enn saknað og eins starfsmanns. New York Times greinir frá því að á meðal hinna látnu er menntaskólakennari og fjölskylda hans sem fóru í útilegu við bakka Guadalupe-ár. Þau komust ekki undan í tæka tíð þegar vatnavextirnir hófust. Kona á leið til vinnu í verslun Walmart lést einnig þegar hækkandi vatnsborðið gleypti bíl hennar. Eins og fyrr segir er tuga manns enn saknað og stórt viðbragðsteymi björgunarsveita, lögreglumanna og sjálfboðaliða leitar að þeim sem enn er saknað í rústunum. Í gær var talsverð úrkoma á þeim svæðum sem verst hafa komið úr vatnavöxtunum en engin frekari flóð urðu. 28 þeirra látnu eru börn. Sum voru í sumarbúðum og önnur í útileguferðum við bakka árinnar. Mörg hundruð manns taka nú þátt í björgunarstarfi og enn er fólk fundið sem rígheldur sér á trjám eða flýtur á mubblum. Ólíklegra verður með hverri klukkustund að þeir sem fundnir eru séu á lífi.
Tengdar fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Texas eftir gríðarleg flóð sem riðu yfir í gær. Minnst 43 eru látnir, þar af 15 börn, og fjölmargra er enn saknað. 6. júlí 2025 00:17 Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í alla nótt í Texas þar sem umfangsmesta flóð síðari ára hafa riðið yfir. Úrhellisrigning hafa valdið mikilli hækkun og fjölmargra er saknað. Sumarbúðir stelpna urðu einna verst fyrir flóðinu og er 25 stelpna saknað. 24 hið minnsta eru látnir og fleirra saknað. 5. júlí 2025 09:53 Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fjarlægt lögbundnar skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á landið af opinberum vefsíðum. Þingmenn flokksins eru við það að samþykkja að útrýma einnig framlögum til rannsókna á loftslagi jarðar. 1. júlí 2025 10:44 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Texas eftir gríðarleg flóð sem riðu yfir í gær. Minnst 43 eru látnir, þar af 15 börn, og fjölmargra er enn saknað. 6. júlí 2025 00:17
Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í alla nótt í Texas þar sem umfangsmesta flóð síðari ára hafa riðið yfir. Úrhellisrigning hafa valdið mikilli hækkun og fjölmargra er saknað. Sumarbúðir stelpna urðu einna verst fyrir flóðinu og er 25 stelpna saknað. 24 hið minnsta eru látnir og fleirra saknað. 5. júlí 2025 09:53
Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fjarlægt lögbundnar skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á landið af opinberum vefsíðum. Þingmenn flokksins eru við það að samþykkja að útrýma einnig framlögum til rannsókna á loftslagi jarðar. 1. júlí 2025 10:44