Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Jón Þór Stefánsson skrifar 7. júlí 2025 13:38 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Margir keppendur sem tóku þátt í þríþraut við Laugarvatn á laugardag fengu í magann að keppninni lokinni. Einn keppandi setti inn færslu á Facebook-síðu sem sér um skipulag á þríþrautum á Íslandi. Þar sagðist hann hafa fengið talsverða magapest eftir viðburðinn. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um þrjátíu manns birt athugasemd við færsluna og sagst finna fyrir því sama, en rúmlega hundrað manns tóku þátt. Líklega vatnið en ekki borgararnir Páll Geir Bjarnason, sá sem setti færsluna inn, segir í samtali við fréttastofu að hann telji að veikindin séu til komin vegna vatnsins sem fólk synti í. „Þetta er líklega bara mengað vatn og það er náttúrulega ekkert frábært. Það er fínt að fjalla um það svo fólk sé ekki að skemma sumarfríið sitt á Laugarvatni,“ segir Páll. Í athugasemdakerfinu vaknaði einnig sú tilgáta að ástæða magakveisunnar fælist í raun í hamborgurum sem hefðu verið borðaðir eftir keppnina. Páll telur það ólíklegt, enda hefur hann heyrt frá fólki sem fékk sér ekki borgara en synti í vatninu og veiktist. „Það var greinilega ekki málið. Þetta er frekar augljóst. Það var greinilega eitthvað í vatninu,“ segir Páll. Þríþrautin fór fram við og í Laugarvatni.Vísir/Vilhelm Lætur kveisuna ekki stöðva sig Þrátt fyrir magapínuna segist Páll ekki ætla að láta það stoppa sig í að taka þátt aftur. „Þetta var leiðinlegur hálfur sólarhringur og svo gekk þetta yfir,“ segir hann, og bendir á að álíka mál hafi komið upp áður. Hann segir að mögulega megi endurskoða eitthvað varðandi skipulag þrautarinnar og mæla vatnið þegar styttra er í keppni. Allskyns hlutir geti haft áhrif á það, líkt og síbreytilegt hitastig. Páll segist þó vita að skipuleggjendur þríþrautarinnar hafi haft samband við sveitarfélagið fyrir keppni. Miðað við þau svör hafi ekkert bent til að ekki væri öruggt að synda í vatninu. Þríþraut Bláskógabyggð Heilbrigðismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Sjá meira
Einn keppandi setti inn færslu á Facebook-síðu sem sér um skipulag á þríþrautum á Íslandi. Þar sagðist hann hafa fengið talsverða magapest eftir viðburðinn. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um þrjátíu manns birt athugasemd við færsluna og sagst finna fyrir því sama, en rúmlega hundrað manns tóku þátt. Líklega vatnið en ekki borgararnir Páll Geir Bjarnason, sá sem setti færsluna inn, segir í samtali við fréttastofu að hann telji að veikindin séu til komin vegna vatnsins sem fólk synti í. „Þetta er líklega bara mengað vatn og það er náttúrulega ekkert frábært. Það er fínt að fjalla um það svo fólk sé ekki að skemma sumarfríið sitt á Laugarvatni,“ segir Páll. Í athugasemdakerfinu vaknaði einnig sú tilgáta að ástæða magakveisunnar fælist í raun í hamborgurum sem hefðu verið borðaðir eftir keppnina. Páll telur það ólíklegt, enda hefur hann heyrt frá fólki sem fékk sér ekki borgara en synti í vatninu og veiktist. „Það var greinilega ekki málið. Þetta er frekar augljóst. Það var greinilega eitthvað í vatninu,“ segir Páll. Þríþrautin fór fram við og í Laugarvatni.Vísir/Vilhelm Lætur kveisuna ekki stöðva sig Þrátt fyrir magapínuna segist Páll ekki ætla að láta það stoppa sig í að taka þátt aftur. „Þetta var leiðinlegur hálfur sólarhringur og svo gekk þetta yfir,“ segir hann, og bendir á að álíka mál hafi komið upp áður. Hann segir að mögulega megi endurskoða eitthvað varðandi skipulag þrautarinnar og mæla vatnið þegar styttra er í keppni. Allskyns hlutir geti haft áhrif á það, líkt og síbreytilegt hitastig. Páll segist þó vita að skipuleggjendur þríþrautarinnar hafi haft samband við sveitarfélagið fyrir keppni. Miðað við þau svör hafi ekkert bent til að ekki væri öruggt að synda í vatninu.
Þríþraut Bláskógabyggð Heilbrigðismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Sjá meira