„Pabbi minn vakir yfir mér“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 07:02 Ásdís María Viðarsdóttir tónlistarkona hefur marga fjöruna sopið. Vísir „Fyrir réttu manneskjuna getur rétta snertingin á réttum tíma verið frábær,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir, eða Ásdís, þegar hún lýsir laginu sínu Touch Me sem hefur klifið upp vinsældarlista Bylgjunnar síðustu vikur. Ásdís hefur búið í Berlín síðustu tíu árin og er með rúmlega tvær milljónir mánaðarlegra spilana á Spotify. Fæstir aðdáendur hennar eru samt sem áður frá Íslandi og örugglega margir Íslendingar sem gera sér ekki grein fyrir að íslensk tónlistarkona syngi lagið Touch Me þegar þeir heyra það í útvarpinu. Ásdís vann Söngkeppni framhaldsskólanna þegar hún var yngri, keppti sem söngkona í Söngvakeppninni árið 2014 með lagið Amor, og flutti síðar til Berlínar í tónlistarnám. Hún hefur gert garðinn frægan á erlendri grundu og troðið upp víða um heim. Þá hefur hún sent frá sér lög með Daða Frey og þekktum, þýskum tónlistarmönnum. Óhætt er að segja að hún sé að lifa draum föður síns sem lést þegar Ásdís var aðeins 22 ára. „Pabbi minn vakir yfir mér. Þetta var hans draumur að ég yrði fræg söngkona og færi út um allan heim. Ég held að hann fleyti mér áfram þegar mig langar að gefast upp,“ segir Ásdís. Ásdís samdi líka lagið sem Hera Björk söng í Söngvakeppninni í fyrra og fór með sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Ásdís fylgdi Heru Björk ekki út til að mótmæla þátttöku Ísrael í Eurovision. Hún ber engan kala til aðstandenda keppninnar né Heru Bjarkar fyrir að hafa farið út en segir að það eina sem virki í slíkum aðstæðum sé sniðganga. „Þetta var ógeðslega ömurleg reynsla en ógeðslega frábær líka,“ segir Ásdís. Í Íslandi í dag ræddi Ásdís nánar um tónlistarferilinn, fatastílinn, fjölskylduna og lífið. Þá segir Ásdís nokkrar sprenghlægilegar bransasögur eins og henni einni er lagið. Tónlist Ísland í dag Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Ásdís hefur búið í Berlín síðustu tíu árin og er með rúmlega tvær milljónir mánaðarlegra spilana á Spotify. Fæstir aðdáendur hennar eru samt sem áður frá Íslandi og örugglega margir Íslendingar sem gera sér ekki grein fyrir að íslensk tónlistarkona syngi lagið Touch Me þegar þeir heyra það í útvarpinu. Ásdís vann Söngkeppni framhaldsskólanna þegar hún var yngri, keppti sem söngkona í Söngvakeppninni árið 2014 með lagið Amor, og flutti síðar til Berlínar í tónlistarnám. Hún hefur gert garðinn frægan á erlendri grundu og troðið upp víða um heim. Þá hefur hún sent frá sér lög með Daða Frey og þekktum, þýskum tónlistarmönnum. Óhætt er að segja að hún sé að lifa draum föður síns sem lést þegar Ásdís var aðeins 22 ára. „Pabbi minn vakir yfir mér. Þetta var hans draumur að ég yrði fræg söngkona og færi út um allan heim. Ég held að hann fleyti mér áfram þegar mig langar að gefast upp,“ segir Ásdís. Ásdís samdi líka lagið sem Hera Björk söng í Söngvakeppninni í fyrra og fór með sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Ásdís fylgdi Heru Björk ekki út til að mótmæla þátttöku Ísrael í Eurovision. Hún ber engan kala til aðstandenda keppninnar né Heru Bjarkar fyrir að hafa farið út en segir að það eina sem virki í slíkum aðstæðum sé sniðganga. „Þetta var ógeðslega ömurleg reynsla en ógeðslega frábær líka,“ segir Ásdís. Í Íslandi í dag ræddi Ásdís nánar um tónlistarferilinn, fatastílinn, fjölskylduna og lífið. Þá segir Ásdís nokkrar sprenghlægilegar bransasögur eins og henni einni er lagið.
Tónlist Ísland í dag Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira