„Pabbi minn vakir yfir mér“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 07:02 Ásdís María Viðarsdóttir tónlistarkona hefur marga fjöruna sopið. Vísir „Fyrir réttu manneskjuna getur rétta snertingin á réttum tíma verið frábær,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir, eða Ásdís, þegar hún lýsir laginu sínu Touch Me sem hefur klifið upp vinsældarlista Bylgjunnar síðustu vikur. Ásdís hefur búið í Berlín síðustu tíu árin og er með rúmlega tvær milljónir mánaðarlegra spilana á Spotify. Fæstir aðdáendur hennar eru samt sem áður frá Íslandi og örugglega margir Íslendingar sem gera sér ekki grein fyrir að íslensk tónlistarkona syngi lagið Touch Me þegar þeir heyra það í útvarpinu. Ásdís vann Söngkeppni framhaldsskólanna þegar hún var yngri, keppti sem söngkona í Söngvakeppninni árið 2014 með lagið Amor, og flutti síðar til Berlínar í tónlistarnám. Hún hefur gert garðinn frægan á erlendri grundu og troðið upp víða um heim. Þá hefur hún sent frá sér lög með Daða Frey og þekktum, þýskum tónlistarmönnum. Óhætt er að segja að hún sé að lifa draum föður síns sem lést þegar Ásdís var aðeins 22 ára. „Pabbi minn vakir yfir mér. Þetta var hans draumur að ég yrði fræg söngkona og færi út um allan heim. Ég held að hann fleyti mér áfram þegar mig langar að gefast upp,“ segir Ásdís. Ásdís samdi líka lagið sem Hera Björk söng í Söngvakeppninni í fyrra og fór með sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Ásdís fylgdi Heru Björk ekki út til að mótmæla þátttöku Ísrael í Eurovision. Hún ber engan kala til aðstandenda keppninnar né Heru Bjarkar fyrir að hafa farið út en segir að það eina sem virki í slíkum aðstæðum sé sniðganga. „Þetta var ógeðslega ömurleg reynsla en ógeðslega frábær líka,“ segir Ásdís. Í Íslandi í dag ræddi Ásdís nánar um tónlistarferilinn, fatastílinn, fjölskylduna og lífið. Þá segir Ásdís nokkrar sprenghlægilegar bransasögur eins og henni einni er lagið. Tónlist Ísland í dag Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fleiri fréttir Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Sjá meira
Ásdís hefur búið í Berlín síðustu tíu árin og er með rúmlega tvær milljónir mánaðarlegra spilana á Spotify. Fæstir aðdáendur hennar eru samt sem áður frá Íslandi og örugglega margir Íslendingar sem gera sér ekki grein fyrir að íslensk tónlistarkona syngi lagið Touch Me þegar þeir heyra það í útvarpinu. Ásdís vann Söngkeppni framhaldsskólanna þegar hún var yngri, keppti sem söngkona í Söngvakeppninni árið 2014 með lagið Amor, og flutti síðar til Berlínar í tónlistarnám. Hún hefur gert garðinn frægan á erlendri grundu og troðið upp víða um heim. Þá hefur hún sent frá sér lög með Daða Frey og þekktum, þýskum tónlistarmönnum. Óhætt er að segja að hún sé að lifa draum föður síns sem lést þegar Ásdís var aðeins 22 ára. „Pabbi minn vakir yfir mér. Þetta var hans draumur að ég yrði fræg söngkona og færi út um allan heim. Ég held að hann fleyti mér áfram þegar mig langar að gefast upp,“ segir Ásdís. Ásdís samdi líka lagið sem Hera Björk söng í Söngvakeppninni í fyrra og fór með sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Ásdís fylgdi Heru Björk ekki út til að mótmæla þátttöku Ísrael í Eurovision. Hún ber engan kala til aðstandenda keppninnar né Heru Bjarkar fyrir að hafa farið út en segir að það eina sem virki í slíkum aðstæðum sé sniðganga. „Þetta var ógeðslega ömurleg reynsla en ógeðslega frábær líka,“ segir Ásdís. Í Íslandi í dag ræddi Ásdís nánar um tónlistarferilinn, fatastílinn, fjölskylduna og lífið. Þá segir Ásdís nokkrar sprenghlægilegar bransasögur eins og henni einni er lagið.
Tónlist Ísland í dag Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fleiri fréttir Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Sjá meira