Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júlí 2025 19:46 Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir dóm Landsréttar í máli Aðalsteins Kjartanssonar grafa undir fjölmiðlafrelsi og lýðræðislegu hlutverki fjölmiðla. Vísir/Arnar Halldórsson Formaður Blaðamannafélags Íslands segir sýknudóm í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar gegn Páli Vilhjálmssyni áfellisdóm yfir dómskerfinu og að dómurinn grafi undan fjölmiðlafrelsi. Brýnt sé að Hæstiréttur taki málið fyrir. Á dögunum sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við, þar sem ummæli Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara og bloggara um Aðalstein Kjartansson blaðamann voru dæmd ómerk, og sýknaði Pál af kröfum héraðsdóms. Niðurstaða Landsréttar hættuleg Ummælin snerust annars vegar um ásakanir á hendur Aðalsteini og fleiri blaðamönnum um að hafa byrlað Páli Steingrímssyni skipstjóra ólyfjan og stolið af honum gögnum sem síðan urðu umfjöllunarefni í Samherjamálinu svokallaða, sem rekja má til maímánaðar 2021. Hins vegar sneru þau að saksóknari gæfi út ákæru á hendur blaðamönnunum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir fordæmir niðurstöðu Landsréttar í skoðunargrein sem hún birti á Vísi í morgun. Hún segir ummæli Páls um Aðalstein ekki aðeins til þess fallnar að fæla þá frá því að fjalla um tiltekin mál, heldur ætlað að beina athygli frá efni umfjöllunarinnar og grafa þannig undan blaðamennsku og lýðræði. Hún vekur athygli á að ekki hafi verið deilt um það fyrir dómi hvort ummæli Páls hafi verið sönn. „Þau voru það ekki. Þvert á móti voru þau upplogin og féllu vel að ófrægingarherferð sem Samherji hefur um margra ára skeið háð gegn blaðamönnunum Aðalsteini og Helga Seljan sem árið 2019 sviptu hulunni af því er virðast vera stórfelldar mútugreiðslur Samherja til namibískra stjórnmálamanna, skattasniðgöngu og peningaþvætti,“ skrifar Sigríður Dögg. Engin af þeim fullyrðingum sem Páll setti fram í skrifum sínum hafi átt stoð í gögnum lögreglu og það viti hann vel. „Samt lýgur hann alvarlegum lögbrotum upp á nafngreinda blaðamenn. Landsréttur kemst að þeirri hættulegu niðurstöðu að það megi hann gera án afleiðinga.“ Ekki gerst að réttarstaða sakbornings skipti máli Sigríður vekur athygli á að í dóminum segir að Páll hefði mátt vera í góðri trú um sannleiksgildi ummæla sinna og að í fullyrðingum hans, um að Aðalsteinn hafi átt aðkomu að byrluninni og að hann eigi yfir höfði sér ákæru, sé visst svigrúm til túlkunar. „Hvernig má það vera? Páll hefur sjálfur sagt frá því opinberlega að hann hafi öll gögn málsins. Þar er staðreyndir málsins að finna, sem sýna svart á hvítu að allar fullyrðingar hans eru upplognar eða í besta falli teknar úr samhengi með það að markmiði að grafa undan trúverðugleika og æru Aðalsteins.“ Í sýknudómi Landsréttar var litið til þess að þegar ummæli Páls féllu hafi hann sætt rannsókn lögreglu og haft réttarstöðu sakbornings í máli sem varðaði 217. og 218. greinar hegningarlaga, sem fjalla um líkamsárásir, í tengslum við hina meintu byrlun. „Með dómnum veitir Landsréttur niðurfelldri lögreglurannsókn talsvert vægi við mat sitt þrátt fyrir þær alvarlegu athugasemdir sem gerðar höfðu verið við rannsóknina á fyrri stigum. Það er verulega alvarlegt í sjálfu sér að veita slíkt svigrúm til að brigsla mönnum um refsiverða háttsemi sem ekki hefur sannast með dómi. Það er enn alvarlega þegar lögreglurannsóknin var tilefnislaus og ósamrýmanleg tjáningarfrelsi hlutaðeigandi blaðamanna, líkt og Blaðamannafélag Íslands hefur bent á.“ Sigríður fullyrðir í greininni að hingað til hafi það ekki haft áhrif í meiðyrðamálum að sá sem telur sig hafa orðið fyrir ærumeiðingum hafi réttarstöðu sakbornings. Dómstólar hafi til þessa ekki talið aukið svigrúm til að meiða æru manna sem eru sakborningar enda væri þá verið að leggja til grundvallar að sakborningur, sem þó teljist samkvæmt stjórnarskrá saklaus uns sekt er sönnuð, njóti minni friðhelgi en ella af þeirri ástæðu einni að hann sæti rannsókn. „Niðurstaða Landsréttar í máli Aðalsteins er að þessu leyti þveröfugt við það sem til þessa hefur tíðkast og getur haft þær alvarlegu afleiðingar að nú sé skotleyfi á alla þá sem fá réttarstöðu sakbornings í málum sem eru til rannsóknar hjá lögreglu og leyfilegt sé að saka þá um alvarlega glæpi, hvort sem þeir séu grunaðir um að hafa framið þá eða aðrir sakborningar í sama máli. Hvar dregur Landsréttur línuna? Við ærumeiðingar? Eða má mögulega ganga lengra í árásum á blaðamenn? Má berja blaðamann sem hefur réttarstöðu sakbornings í lögreglurannsókn ef sá sem beitir ofbeldinu telur að blaðamaðurinn hafi til þess unnið? Hvað með blaðamann sem hefur ekki réttarstöðu sakbornings? Má hafa æruna af honum? Þetta þarf Hæstiréttur að skera úr um.“ Ef ekki Hæstiréttur þá MDE Í greininni segir Sigríður að þótt niðurstaða dómsins sé að formi til sú að tjáningarfrelsið hafi í þessu tilviki vegið þyngra en friðhelgi einkalífs sé niðurstaða dómsins efnislega sú að heimilt hafi verið að veitast opinberlega að blaðamönnum vegna fréttaskrifa þeirra með ósönnuðum staðhæfingum um alvarlega refsiverða háttsemi af þeirra hálfu. Þá feli dómurinn í sér að heimilt sé að bregðast við réttmætri umfjöllun blaðamanna um samfélagslega mikilvæg málefni byggðum á traustum heimildum, með alvarlegum og órökstuddum árásum á orðspor þeirra og starfsheiður. „Slíkar árásir eru ekki aðeins til þess fallnar að fæla blaðamenn frá því að fjalla um mál þar sem búast má við viðbrögðum sem þessum heldur jafnframt til þess fallnar að draga úr trúverðugleika blaðamanna og fjölmiðla almennt og beina athygli frá efni fjölmiðlaumfjöllunar og að persónum þeirra blaðamanna sem í hlut eiga. Fordæmi þess efnis að viðbrögð af þessu tagi við störfum blaðamanna séu lögmæt er ekki til þess fallið að tryggja tjáningarfrelsi blaðamanna heldur þvert á móti til þess fallið að draga úr því og með því grafa undan blaðamennsku og lýðræði.“ Það sé grundvallaratriði fyrir stöðu blaðamanna og þar með lýðræðis í landinu að Hæstiréttur taki málið fyrir. Geri Hæstiréttur það ekki þurfi að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Dómsmál Samherjaskjölin Tengdar fréttir Má berja blaðamenn? Sýknudómur Landsréttar í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn Páli Vilhjálmssyni bloggara sem féll 26. júní er áfellisdómur yfir dómskerfinu sem skortir grundvallarskilning á hlutverki blaðamanna og fjölmiðla. 7. júlí 2025 08:00 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Á dögunum sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við, þar sem ummæli Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara og bloggara um Aðalstein Kjartansson blaðamann voru dæmd ómerk, og sýknaði Pál af kröfum héraðsdóms. Niðurstaða Landsréttar hættuleg Ummælin snerust annars vegar um ásakanir á hendur Aðalsteini og fleiri blaðamönnum um að hafa byrlað Páli Steingrímssyni skipstjóra ólyfjan og stolið af honum gögnum sem síðan urðu umfjöllunarefni í Samherjamálinu svokallaða, sem rekja má til maímánaðar 2021. Hins vegar sneru þau að saksóknari gæfi út ákæru á hendur blaðamönnunum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir fordæmir niðurstöðu Landsréttar í skoðunargrein sem hún birti á Vísi í morgun. Hún segir ummæli Páls um Aðalstein ekki aðeins til þess fallnar að fæla þá frá því að fjalla um tiltekin mál, heldur ætlað að beina athygli frá efni umfjöllunarinnar og grafa þannig undan blaðamennsku og lýðræði. Hún vekur athygli á að ekki hafi verið deilt um það fyrir dómi hvort ummæli Páls hafi verið sönn. „Þau voru það ekki. Þvert á móti voru þau upplogin og féllu vel að ófrægingarherferð sem Samherji hefur um margra ára skeið háð gegn blaðamönnunum Aðalsteini og Helga Seljan sem árið 2019 sviptu hulunni af því er virðast vera stórfelldar mútugreiðslur Samherja til namibískra stjórnmálamanna, skattasniðgöngu og peningaþvætti,“ skrifar Sigríður Dögg. Engin af þeim fullyrðingum sem Páll setti fram í skrifum sínum hafi átt stoð í gögnum lögreglu og það viti hann vel. „Samt lýgur hann alvarlegum lögbrotum upp á nafngreinda blaðamenn. Landsréttur kemst að þeirri hættulegu niðurstöðu að það megi hann gera án afleiðinga.“ Ekki gerst að réttarstaða sakbornings skipti máli Sigríður vekur athygli á að í dóminum segir að Páll hefði mátt vera í góðri trú um sannleiksgildi ummæla sinna og að í fullyrðingum hans, um að Aðalsteinn hafi átt aðkomu að byrluninni og að hann eigi yfir höfði sér ákæru, sé visst svigrúm til túlkunar. „Hvernig má það vera? Páll hefur sjálfur sagt frá því opinberlega að hann hafi öll gögn málsins. Þar er staðreyndir málsins að finna, sem sýna svart á hvítu að allar fullyrðingar hans eru upplognar eða í besta falli teknar úr samhengi með það að markmiði að grafa undan trúverðugleika og æru Aðalsteins.“ Í sýknudómi Landsréttar var litið til þess að þegar ummæli Páls féllu hafi hann sætt rannsókn lögreglu og haft réttarstöðu sakbornings í máli sem varðaði 217. og 218. greinar hegningarlaga, sem fjalla um líkamsárásir, í tengslum við hina meintu byrlun. „Með dómnum veitir Landsréttur niðurfelldri lögreglurannsókn talsvert vægi við mat sitt þrátt fyrir þær alvarlegu athugasemdir sem gerðar höfðu verið við rannsóknina á fyrri stigum. Það er verulega alvarlegt í sjálfu sér að veita slíkt svigrúm til að brigsla mönnum um refsiverða háttsemi sem ekki hefur sannast með dómi. Það er enn alvarlega þegar lögreglurannsóknin var tilefnislaus og ósamrýmanleg tjáningarfrelsi hlutaðeigandi blaðamanna, líkt og Blaðamannafélag Íslands hefur bent á.“ Sigríður fullyrðir í greininni að hingað til hafi það ekki haft áhrif í meiðyrðamálum að sá sem telur sig hafa orðið fyrir ærumeiðingum hafi réttarstöðu sakbornings. Dómstólar hafi til þessa ekki talið aukið svigrúm til að meiða æru manna sem eru sakborningar enda væri þá verið að leggja til grundvallar að sakborningur, sem þó teljist samkvæmt stjórnarskrá saklaus uns sekt er sönnuð, njóti minni friðhelgi en ella af þeirri ástæðu einni að hann sæti rannsókn. „Niðurstaða Landsréttar í máli Aðalsteins er að þessu leyti þveröfugt við það sem til þessa hefur tíðkast og getur haft þær alvarlegu afleiðingar að nú sé skotleyfi á alla þá sem fá réttarstöðu sakbornings í málum sem eru til rannsóknar hjá lögreglu og leyfilegt sé að saka þá um alvarlega glæpi, hvort sem þeir séu grunaðir um að hafa framið þá eða aðrir sakborningar í sama máli. Hvar dregur Landsréttur línuna? Við ærumeiðingar? Eða má mögulega ganga lengra í árásum á blaðamenn? Má berja blaðamann sem hefur réttarstöðu sakbornings í lögreglurannsókn ef sá sem beitir ofbeldinu telur að blaðamaðurinn hafi til þess unnið? Hvað með blaðamann sem hefur ekki réttarstöðu sakbornings? Má hafa æruna af honum? Þetta þarf Hæstiréttur að skera úr um.“ Ef ekki Hæstiréttur þá MDE Í greininni segir Sigríður að þótt niðurstaða dómsins sé að formi til sú að tjáningarfrelsið hafi í þessu tilviki vegið þyngra en friðhelgi einkalífs sé niðurstaða dómsins efnislega sú að heimilt hafi verið að veitast opinberlega að blaðamönnum vegna fréttaskrifa þeirra með ósönnuðum staðhæfingum um alvarlega refsiverða háttsemi af þeirra hálfu. Þá feli dómurinn í sér að heimilt sé að bregðast við réttmætri umfjöllun blaðamanna um samfélagslega mikilvæg málefni byggðum á traustum heimildum, með alvarlegum og órökstuddum árásum á orðspor þeirra og starfsheiður. „Slíkar árásir eru ekki aðeins til þess fallnar að fæla blaðamenn frá því að fjalla um mál þar sem búast má við viðbrögðum sem þessum heldur jafnframt til þess fallnar að draga úr trúverðugleika blaðamanna og fjölmiðla almennt og beina athygli frá efni fjölmiðlaumfjöllunar og að persónum þeirra blaðamanna sem í hlut eiga. Fordæmi þess efnis að viðbrögð af þessu tagi við störfum blaðamanna séu lögmæt er ekki til þess fallið að tryggja tjáningarfrelsi blaðamanna heldur þvert á móti til þess fallið að draga úr því og með því grafa undan blaðamennsku og lýðræði.“ Það sé grundvallaratriði fyrir stöðu blaðamanna og þar með lýðræðis í landinu að Hæstiréttur taki málið fyrir. Geri Hæstiréttur það ekki þurfi að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.
Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Dómsmál Samherjaskjölin Tengdar fréttir Má berja blaðamenn? Sýknudómur Landsréttar í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn Páli Vilhjálmssyni bloggara sem féll 26. júní er áfellisdómur yfir dómskerfinu sem skortir grundvallarskilning á hlutverki blaðamanna og fjölmiðla. 7. júlí 2025 08:00 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Má berja blaðamenn? Sýknudómur Landsréttar í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn Páli Vilhjálmssyni bloggara sem féll 26. júní er áfellisdómur yfir dómskerfinu sem skortir grundvallarskilning á hlutverki blaðamanna og fjölmiðla. 7. júlí 2025 08:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent