Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2025 13:01 Halldór Árnason, þjálfari Blika, er spenntur fyrir leik kvöldsins er Evrópuvertíð Blika þetta árið fer af stað. vísir/sigurjón „Það fer ljómandi vel um okkur. Við erum í strandbæ sem heitir Durres á mjög huggulegu hóteli í sól og hita,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Hans menn hefja Evrópuvertíð sína er liðið mætir Egnatia í Albaníu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikur Breiðabliks og Egnatia hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport. „Menn þurfa að láta útsýnið duga í þetta skiptið,“ segir Halldór en Blikar eru ekki þar ytra til að njóta sólar og hita. Þeir mega í raun fara sem minnst út í hitann, sem er rúmlega 30 gráður. „Nei, bara ekki neitt. Þetta eru bara örstuttir göngutúrar eftir máltíðir. Annars eru þetta bara fundir í stærri og smærri hópum og menn eru fyrst og fremst að hugsa um sig, andlega og líkamlega. Menn eru orðnir reyndir í þessu, hvernig dagurinn er nýttur. Menn vita að það tekur sinn toll að vera úti í sólinni í þessum hita,“ segir Halldór. Það er eflaust freistandi að kíkja á ströndina í Durres, en það er hreinlega ekki í boði.Getty Menn horfa þá öfundaraugum á vatnsrennibrautirnar við hlið hótelsins, eða hvað? „Það er vatnsrennibrautagarður öðru megin við okkur og ströndin hinu megin. Það er bara fínt að vera með freistingar, smá prófraun á agann. Menn hafa sannarlega staðist öll próf hingað til. Menn eru svo einbeittir að það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Sama félag en allt annað lið Andstæðingur dagsins hefur orðið albanskur meistari tvö ár í röð. Víkingur mætti liðinu í forkeppni Sambandsdeildarinnar síðasta sumar og vann samanlagðan 2-1 sigur. Eftir 1-0 tap heima fyrir unnu Víkingar 2-0 sigur ytra. Egnatia er þó með gjörbreytt lið frá því þá og geta Blikar lítið miðað við þá leiki. „Þetta eru tveir eða þrír leikmenn sem eru enn í lykilhlutverki. Aðrir eru nýir og svo hafa enn fleiri bæst við í sumar, þannig að við horfum lítið í leiki þeirra við Víkings. Þetta er sama félag en allt aðrir leikmenn,“ segir Halldór. Víkingur mætti liðinu þá liggur við á hlutlausum velli þar sem heimavöllur Egnatia uppfyllti ekki kröfur. Bót hefur verið gerð þar á, sem ætti að veita heimamönnum styrk fyrir kvöldið. „Þeir fá núna að spila á sínum heimavelli í fyrsta skipti í Evrópu. Þeir hafa þurft að spila á völlum annarsstaðar með fáa á vellinum. Þetta verður annað andrúmsloft í kvöld með fullan völl og komin smá pressa á þá að ná árangri í Evrópu,“ segir Halldór. Kokhraustir Albanir Albanskir fjölmiðlar virðast ekki hafa miklar áhyggjur af einvíginu við Breiðablik. Egnatia er með sterkan leikmannahóp og töluvert verðmætari en Blikar, samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. „Ég sá að það væru 150 prósent líkur á að þeir komist áfram frá einhverjum blaðamanni og annan sem sagði 90 prósent. Þeir eru mjög kokhraustir. Þeir vísa mikið í virði leikmanna á Transfermarkt sem er áhugaverð leið til að meta þetta.“ En er það ekki bensín á ykkar eld? „Ekki spurning. Að vera með fullan völl og allt þetta, við spiluðum í Kósóvó í fyrra þar sem andstæðingurinn var ekki á sínum heimavelli og það var smá eins og æfingaleikur. Þetta hækkar orkustigið á öllu,“ segir Halldór. Líkt og áður segir hefst leikur kvöldsins klukkan 19:00 og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:50. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Egnatia hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport. „Menn þurfa að láta útsýnið duga í þetta skiptið,“ segir Halldór en Blikar eru ekki þar ytra til að njóta sólar og hita. Þeir mega í raun fara sem minnst út í hitann, sem er rúmlega 30 gráður. „Nei, bara ekki neitt. Þetta eru bara örstuttir göngutúrar eftir máltíðir. Annars eru þetta bara fundir í stærri og smærri hópum og menn eru fyrst og fremst að hugsa um sig, andlega og líkamlega. Menn eru orðnir reyndir í þessu, hvernig dagurinn er nýttur. Menn vita að það tekur sinn toll að vera úti í sólinni í þessum hita,“ segir Halldór. Það er eflaust freistandi að kíkja á ströndina í Durres, en það er hreinlega ekki í boði.Getty Menn horfa þá öfundaraugum á vatnsrennibrautirnar við hlið hótelsins, eða hvað? „Það er vatnsrennibrautagarður öðru megin við okkur og ströndin hinu megin. Það er bara fínt að vera með freistingar, smá prófraun á agann. Menn hafa sannarlega staðist öll próf hingað til. Menn eru svo einbeittir að það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Sama félag en allt annað lið Andstæðingur dagsins hefur orðið albanskur meistari tvö ár í röð. Víkingur mætti liðinu í forkeppni Sambandsdeildarinnar síðasta sumar og vann samanlagðan 2-1 sigur. Eftir 1-0 tap heima fyrir unnu Víkingar 2-0 sigur ytra. Egnatia er þó með gjörbreytt lið frá því þá og geta Blikar lítið miðað við þá leiki. „Þetta eru tveir eða þrír leikmenn sem eru enn í lykilhlutverki. Aðrir eru nýir og svo hafa enn fleiri bæst við í sumar, þannig að við horfum lítið í leiki þeirra við Víkings. Þetta er sama félag en allt aðrir leikmenn,“ segir Halldór. Víkingur mætti liðinu þá liggur við á hlutlausum velli þar sem heimavöllur Egnatia uppfyllti ekki kröfur. Bót hefur verið gerð þar á, sem ætti að veita heimamönnum styrk fyrir kvöldið. „Þeir fá núna að spila á sínum heimavelli í fyrsta skipti í Evrópu. Þeir hafa þurft að spila á völlum annarsstaðar með fáa á vellinum. Þetta verður annað andrúmsloft í kvöld með fullan völl og komin smá pressa á þá að ná árangri í Evrópu,“ segir Halldór. Kokhraustir Albanir Albanskir fjölmiðlar virðast ekki hafa miklar áhyggjur af einvíginu við Breiðablik. Egnatia er með sterkan leikmannahóp og töluvert verðmætari en Blikar, samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. „Ég sá að það væru 150 prósent líkur á að þeir komist áfram frá einhverjum blaðamanni og annan sem sagði 90 prósent. Þeir eru mjög kokhraustir. Þeir vísa mikið í virði leikmanna á Transfermarkt sem er áhugaverð leið til að meta þetta.“ En er það ekki bensín á ykkar eld? „Ekki spurning. Að vera með fullan völl og allt þetta, við spiluðum í Kósóvó í fyrra þar sem andstæðingurinn var ekki á sínum heimavelli og það var smá eins og æfingaleikur. Þetta hækkar orkustigið á öllu,“ segir Halldór. Líkt og áður segir hefst leikur kvöldsins klukkan 19:00 og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:50.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira