Viðskipti innlent

Harpa og Linda ráðnar for­stöðu­menn

Árni Sæberg skrifar
Harpa, til vinstri, og Linda, til hægri.
Harpa, til vinstri, og Linda, til hægri. Íslandsbanki

Linda Kristinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður lánastýringar Einstaklingssviðs Íslandsbanka og Harpa Baldursdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns fjármála og reksturs á Einstaklingssviði bankans.

Í fréttatilkynningu þess efnis segir að breytingarnar séu hluti af þjónustuvegferð einstaklingssviðs bankans þar sem lögð sé áhersla á að efla upplifun og þjónustu til viðskiptavina.

Linda sé viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Hún hafi starfað hjá Íslandsbanka frá árinu 2004 og hafi víðtæka reynslu í útlánamálum einstaklinga og hafi stýrt útlánaeiningum innan bankans undanfarin ár.

Harpa sé með B.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í Mathematical Modelling frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU). Hún hafi starfað hjá Íslandsbanka frá árinu 2021, fyrst sem vörueigandi útlána og síðar sem verkefnastjóri á einstaklingssviði. Áður hafi hún starfað sem ráðgjafi hjá Accenture í Danmörku og hjá Danske Bank í sjálfvirknivæðingu útlána til fyrirtækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×