Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2025 14:02 Einhverjir klifruðu upp og renndu sér niður. Ingólfur Jóhannsson Múmínturninn er nú tilbúinn til notkunar á leiksvæði Skógræktar Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Uppsetningu á turninum lauk fyrir helgi. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Eyfirðinga, segir leiktækin hafa verið afar vinsæl frá því að þau voru tekin í notkun, meðal ungra og aldna. „Þetta er búið að vera rosa vinsælt. Krakkarnir eru glöð með hann. Ég var með eldri borgara sem ganga í skóginum vikulega. Þau voru orðin svo forvitin og þau sem voru sprækust fóru í rennibrautina. Það er smá maus að klifra þarna upp.“ Hann segir hópinn labba um skóginn vikulega og hafi verið orðin mjög spennt. Þau hafi komið 70 saman í morgun og borðuðu popp og léku sér í leiktækjunum. „Krakkarnir þurftu bara að bíða rólegir á meðan,“ segir Ingólfur léttur. Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson Leikturninn sjálfur er framleiddur af Lappset í Finnlandi (Moomin play) og er settur upp með samþykki rétthafa. Ingólfur segir uppsetningu þannig ekki frábrugðna uppsetningu annarra leiktækja. „Þetta er bara mannvirki sem er framleitt með leyfi. Ég hef verið í samskipti við rétthafa og fékk bréf að málinu væri lokið af þeirra hálfu,“ segir Ingólfur. Til stóð að kalla leiksvæðið Múmínlundinn en vegna höfundarréttarmála er það ekki hægt. Ingólfur segir skógræktina, Akureyrarbæ og Moomin Characters enn í viðræðum um það og það verði ekkert gert fyrr en þau komast að niðurstöðu um það. Sumir fengu sér popp á meðan aðrir klifruðu. Ingólfur Jóhannsson „Það er ekkert ákveðið með það. Við erum komin í viðræður um hvað við gerum og hvort og hvernig. Við vinnum það í samráði við framleiðendur og rétthafa. Ef verður af einhverju slíku verður það með fullu leyfi og það er fullur vilji hjá þeim að hjálpa okkur með það ef hlutirnir æxlast þannig.“ Í síðustu viku var greint frá því að verið væri að reisa Múmínlund í Kjarnaskógi á Akureyri með öllu tilheyrandi. Mikill hugur væri í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú ætti að töfra fram ævintýraheiminn sem rammi inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um múmínálfana. Um 70 eldri borgarar á vegum EBAK komu saman í Kjarnaskógi í morgun í vikulegri göngu og skoðuðu múmínturninn. Ingólfur Jóhannsson Eigendur vörumerkisins múmínálfanna sögðu í kjölfarið að lundurinn væri brot á höfundarrétti. Forstjóri Moomin Characters að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Það væri ekki of seint að gera það núna. Það var löng biðröð að komast í kastalann. Ingólfur Jóhannsson Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson Skógrækt og landgræðsla Bókmenntir Eldri borgarar Finnland Akureyri Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. 29. júní 2025 18:32 Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. 27. júní 2025 18:48 „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
„Þetta er búið að vera rosa vinsælt. Krakkarnir eru glöð með hann. Ég var með eldri borgara sem ganga í skóginum vikulega. Þau voru orðin svo forvitin og þau sem voru sprækust fóru í rennibrautina. Það er smá maus að klifra þarna upp.“ Hann segir hópinn labba um skóginn vikulega og hafi verið orðin mjög spennt. Þau hafi komið 70 saman í morgun og borðuðu popp og léku sér í leiktækjunum. „Krakkarnir þurftu bara að bíða rólegir á meðan,“ segir Ingólfur léttur. Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson Leikturninn sjálfur er framleiddur af Lappset í Finnlandi (Moomin play) og er settur upp með samþykki rétthafa. Ingólfur segir uppsetningu þannig ekki frábrugðna uppsetningu annarra leiktækja. „Þetta er bara mannvirki sem er framleitt með leyfi. Ég hef verið í samskipti við rétthafa og fékk bréf að málinu væri lokið af þeirra hálfu,“ segir Ingólfur. Til stóð að kalla leiksvæðið Múmínlundinn en vegna höfundarréttarmála er það ekki hægt. Ingólfur segir skógræktina, Akureyrarbæ og Moomin Characters enn í viðræðum um það og það verði ekkert gert fyrr en þau komast að niðurstöðu um það. Sumir fengu sér popp á meðan aðrir klifruðu. Ingólfur Jóhannsson „Það er ekkert ákveðið með það. Við erum komin í viðræður um hvað við gerum og hvort og hvernig. Við vinnum það í samráði við framleiðendur og rétthafa. Ef verður af einhverju slíku verður það með fullu leyfi og það er fullur vilji hjá þeim að hjálpa okkur með það ef hlutirnir æxlast þannig.“ Í síðustu viku var greint frá því að verið væri að reisa Múmínlund í Kjarnaskógi á Akureyri með öllu tilheyrandi. Mikill hugur væri í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú ætti að töfra fram ævintýraheiminn sem rammi inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um múmínálfana. Um 70 eldri borgarar á vegum EBAK komu saman í Kjarnaskógi í morgun í vikulegri göngu og skoðuðu múmínturninn. Ingólfur Jóhannsson Eigendur vörumerkisins múmínálfanna sögðu í kjölfarið að lundurinn væri brot á höfundarrétti. Forstjóri Moomin Characters að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Það væri ekki of seint að gera það núna. Það var löng biðröð að komast í kastalann. Ingólfur Jóhannsson Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson
Skógrækt og landgræðsla Bókmenntir Eldri borgarar Finnland Akureyri Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. 29. júní 2025 18:32 Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. 27. júní 2025 18:48 „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. 29. júní 2025 18:32
Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. 27. júní 2025 18:48
„Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27