Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2025 14:02 Einhverjir klifruðu upp og renndu sér niður. Ingólfur Jóhannsson Múmínturninn er nú tilbúinn til notkunar á leiksvæði Skógræktar Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Uppsetningu á turninum lauk fyrir helgi. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Eyfirðinga, segir leiktækin hafa verið afar vinsæl frá því að þau voru tekin í notkun, meðal ungra og aldna. „Þetta er búið að vera rosa vinsælt. Krakkarnir eru glöð með hann. Ég var með eldri borgara sem ganga í skóginum vikulega. Þau voru orðin svo forvitin og þau sem voru sprækust fóru í rennibrautina. Það er smá maus að klifra þarna upp.“ Hann segir hópinn labba um skóginn vikulega og hafi verið orðin mjög spennt. Þau hafi komið 70 saman í morgun og borðuðu popp og léku sér í leiktækjunum. „Krakkarnir þurftu bara að bíða rólegir á meðan,“ segir Ingólfur léttur. Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson Leikturninn sjálfur er framleiddur af Lappset í Finnlandi (Moomin play) og er settur upp með samþykki rétthafa. Ingólfur segir uppsetningu þannig ekki frábrugðna uppsetningu annarra leiktækja. „Þetta er bara mannvirki sem er framleitt með leyfi. Ég hef verið í samskipti við rétthafa og fékk bréf að málinu væri lokið af þeirra hálfu,“ segir Ingólfur. Til stóð að kalla leiksvæðið Múmínlundinn en vegna höfundarréttarmála er það ekki hægt. Ingólfur segir skógræktina, Akureyrarbæ og Moomin Characters enn í viðræðum um það og það verði ekkert gert fyrr en þau komast að niðurstöðu um það. Sumir fengu sér popp á meðan aðrir klifruðu. Ingólfur Jóhannsson „Það er ekkert ákveðið með það. Við erum komin í viðræður um hvað við gerum og hvort og hvernig. Við vinnum það í samráði við framleiðendur og rétthafa. Ef verður af einhverju slíku verður það með fullu leyfi og það er fullur vilji hjá þeim að hjálpa okkur með það ef hlutirnir æxlast þannig.“ Í síðustu viku var greint frá því að verið væri að reisa Múmínlund í Kjarnaskógi á Akureyri með öllu tilheyrandi. Mikill hugur væri í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú ætti að töfra fram ævintýraheiminn sem rammi inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um múmínálfana. Um 70 eldri borgarar á vegum EBAK komu saman í Kjarnaskógi í morgun í vikulegri göngu og skoðuðu múmínturninn. Ingólfur Jóhannsson Eigendur vörumerkisins múmínálfanna sögðu í kjölfarið að lundurinn væri brot á höfundarrétti. Forstjóri Moomin Characters að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Það væri ekki of seint að gera það núna. Það var löng biðröð að komast í kastalann. Ingólfur Jóhannsson Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson Skógrækt og landgræðsla Bókmenntir Eldri borgarar Finnland Akureyri Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. 29. júní 2025 18:32 Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. 27. júní 2025 18:48 „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
„Þetta er búið að vera rosa vinsælt. Krakkarnir eru glöð með hann. Ég var með eldri borgara sem ganga í skóginum vikulega. Þau voru orðin svo forvitin og þau sem voru sprækust fóru í rennibrautina. Það er smá maus að klifra þarna upp.“ Hann segir hópinn labba um skóginn vikulega og hafi verið orðin mjög spennt. Þau hafi komið 70 saman í morgun og borðuðu popp og léku sér í leiktækjunum. „Krakkarnir þurftu bara að bíða rólegir á meðan,“ segir Ingólfur léttur. Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson Leikturninn sjálfur er framleiddur af Lappset í Finnlandi (Moomin play) og er settur upp með samþykki rétthafa. Ingólfur segir uppsetningu þannig ekki frábrugðna uppsetningu annarra leiktækja. „Þetta er bara mannvirki sem er framleitt með leyfi. Ég hef verið í samskipti við rétthafa og fékk bréf að málinu væri lokið af þeirra hálfu,“ segir Ingólfur. Til stóð að kalla leiksvæðið Múmínlundinn en vegna höfundarréttarmála er það ekki hægt. Ingólfur segir skógræktina, Akureyrarbæ og Moomin Characters enn í viðræðum um það og það verði ekkert gert fyrr en þau komast að niðurstöðu um það. Sumir fengu sér popp á meðan aðrir klifruðu. Ingólfur Jóhannsson „Það er ekkert ákveðið með það. Við erum komin í viðræður um hvað við gerum og hvort og hvernig. Við vinnum það í samráði við framleiðendur og rétthafa. Ef verður af einhverju slíku verður það með fullu leyfi og það er fullur vilji hjá þeim að hjálpa okkur með það ef hlutirnir æxlast þannig.“ Í síðustu viku var greint frá því að verið væri að reisa Múmínlund í Kjarnaskógi á Akureyri með öllu tilheyrandi. Mikill hugur væri í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú ætti að töfra fram ævintýraheiminn sem rammi inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um múmínálfana. Um 70 eldri borgarar á vegum EBAK komu saman í Kjarnaskógi í morgun í vikulegri göngu og skoðuðu múmínturninn. Ingólfur Jóhannsson Eigendur vörumerkisins múmínálfanna sögðu í kjölfarið að lundurinn væri brot á höfundarrétti. Forstjóri Moomin Characters að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Það væri ekki of seint að gera það núna. Það var löng biðröð að komast í kastalann. Ingólfur Jóhannsson Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson
Skógrækt og landgræðsla Bókmenntir Eldri borgarar Finnland Akureyri Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. 29. júní 2025 18:32 Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. 27. júní 2025 18:48 „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. 29. júní 2025 18:32
Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. 27. júní 2025 18:48
„Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27