Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Agnar Már Másson skrifar 8. júlí 2025 15:24 Fáninn var dreginn að hún á fimmtudagdag við hlið þess úkraínska sem hefur verið dreginn að húni stuttu eftir að átök hófust þar 2022. Vísir/Sigurjón Skorið hefur verið á fánaböndin þar sem þjóðfánar Palestínu og Úkraínu hafa blakt við ráðhús Reykjavíkur. Gerist þetta aðeins um fjórum dögum eftir að hinum palestínska var flaggað á fimmtudag. Borgin ætlar að draga þá aftur að húni þegar búið er að gera við fánaböndin. Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá. Skorið var á fánaböndin seinni partinn í gær, að sögn samskiptastjórans, en fánarnir eru venjulega dregnir niður þegar húsið lokar um klukkan 18.00. „Þeir voru ekki komnir niður. Þeir lufsuðust þarna enn í böndunum,“ lýsir Eva Bergþóra aðkomunni við flaggstangirnar við Tjarnagötu. Ekki er vitað til þess að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu, að sögn Evu. Engin vitni séu heldur þekkt að atvikinu. Hún segir að gera þurfi við fánaspennurnar áður en hægt verði að flagga fánunum aftur. „Það gæti tekið einhverja daga,“ bætir hún við. Fjórir dagar Í síðustu viku var greint frá því að borgarráð hefði samþykkt að draga palestínskan fána að húni fyrir utan ráðhúsið til að sýna samstöðu með Palestínumönnum á Gasaströndinni, sem hafa nú setið undir loftárásum Ísraelsmanna í rúmlega tvö og hálft ár. Palestínufáninn hefur þannig fengið að blakta í um fjóra daga við hlið úkraínska þjóðfánans við Tjarnargötu en sá úkraínski var fyrst dreginn að húni við ráðhúsið árið 2022, þegar innrásarstríð Rússa í Úkraínu hófst. Flöggun palestínska fánans er talsvert umdeildari innan borgarstjórnarinnar en hins úkraínska, þar sem allir borgarstjórnarflokkar studdu tillöguna um að draga Úkraínufánann að húni, en í tilfelli Palestínufánans voru það aðeins flokkar í meirihluta sem studdu tillöguna. Oddviti Sjálfstæðisflokksins skrifaði á Facebook að það væri „óábyrgt að taka afstöðu með þessum hætti“. Í fundargerð borgarráðs frá fimmtudeginum 3. júní er greint frá ákvörðuninni en þar kemur fram að lagt hafi verið fram trúnaðarbréf „varðandi áhættumat“ á flöggun palestínska fánans. Í bókun frá fulltrúa Framsóknar er það aftur á móti „gagnrýnt harðlega“ að áhættumat hafi „ekki verið unnið“ áður en ákvörðun var tekin. Reykjavík Borgarstjórn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá. Skorið var á fánaböndin seinni partinn í gær, að sögn samskiptastjórans, en fánarnir eru venjulega dregnir niður þegar húsið lokar um klukkan 18.00. „Þeir voru ekki komnir niður. Þeir lufsuðust þarna enn í böndunum,“ lýsir Eva Bergþóra aðkomunni við flaggstangirnar við Tjarnagötu. Ekki er vitað til þess að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu, að sögn Evu. Engin vitni séu heldur þekkt að atvikinu. Hún segir að gera þurfi við fánaspennurnar áður en hægt verði að flagga fánunum aftur. „Það gæti tekið einhverja daga,“ bætir hún við. Fjórir dagar Í síðustu viku var greint frá því að borgarráð hefði samþykkt að draga palestínskan fána að húni fyrir utan ráðhúsið til að sýna samstöðu með Palestínumönnum á Gasaströndinni, sem hafa nú setið undir loftárásum Ísraelsmanna í rúmlega tvö og hálft ár. Palestínufáninn hefur þannig fengið að blakta í um fjóra daga við hlið úkraínska þjóðfánans við Tjarnargötu en sá úkraínski var fyrst dreginn að húni við ráðhúsið árið 2022, þegar innrásarstríð Rússa í Úkraínu hófst. Flöggun palestínska fánans er talsvert umdeildari innan borgarstjórnarinnar en hins úkraínska, þar sem allir borgarstjórnarflokkar studdu tillöguna um að draga Úkraínufánann að húni, en í tilfelli Palestínufánans voru það aðeins flokkar í meirihluta sem studdu tillöguna. Oddviti Sjálfstæðisflokksins skrifaði á Facebook að það væri „óábyrgt að taka afstöðu með þessum hætti“. Í fundargerð borgarráðs frá fimmtudeginum 3. júní er greint frá ákvörðuninni en þar kemur fram að lagt hafi verið fram trúnaðarbréf „varðandi áhættumat“ á flöggun palestínska fánans. Í bókun frá fulltrúa Framsóknar er það aftur á móti „gagnrýnt harðlega“ að áhættumat hafi „ekki verið unnið“ áður en ákvörðun var tekin.
Reykjavík Borgarstjórn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira