Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Agnar Már Másson skrifar 8. júlí 2025 15:24 Fáninn var dreginn að hún á fimmtudagdag við hlið þess úkraínska sem hefur verið dreginn að húni stuttu eftir að átök hófust þar 2022. Vísir/Sigurjón Skorið hefur verið á fánaböndin þar sem þjóðfánar Palestínu og Úkraínu hafa blakt við ráðhús Reykjavíkur. Gerist þetta aðeins um fjórum dögum eftir að hinum palestínska var flaggað á fimmtudag. Borgin ætlar að draga þá aftur að húni þegar búið er að gera við fánaböndin. Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá. Skorið var á fánaböndin seinni partinn í gær, að sögn samskiptastjórans, en fánarnir eru venjulega dregnir niður þegar húsið lokar um klukkan 18.00. „Þeir voru ekki komnir niður. Þeir lufsuðust þarna enn í böndunum,“ lýsir Eva Bergþóra aðkomunni við flaggstangirnar við Tjarnagötu. Ekki er vitað til þess að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu, að sögn Evu. Engin vitni séu heldur þekkt að atvikinu. Hún segir að gera þurfi við fánaspennurnar áður en hægt verði að flagga fánunum aftur. „Það gæti tekið einhverja daga,“ bætir hún við. Fjórir dagar Í síðustu viku var greint frá því að borgarráð hefði samþykkt að draga palestínskan fána að húni fyrir utan ráðhúsið til að sýna samstöðu með Palestínumönnum á Gasaströndinni, sem hafa nú setið undir loftárásum Ísraelsmanna í rúmlega tvö og hálft ár. Palestínufáninn hefur þannig fengið að blakta í um fjóra daga við hlið úkraínska þjóðfánans við Tjarnargötu en sá úkraínski var fyrst dreginn að húni við ráðhúsið árið 2022, þegar innrásarstríð Rússa í Úkraínu hófst. Flöggun palestínska fánans er talsvert umdeildari innan borgarstjórnarinnar en hins úkraínska, þar sem allir borgarstjórnarflokkar studdu tillöguna um að draga Úkraínufánann að húni, en í tilfelli Palestínufánans voru það aðeins flokkar í meirihluta sem studdu tillöguna. Oddviti Sjálfstæðisflokksins skrifaði á Facebook að það væri „óábyrgt að taka afstöðu með þessum hætti“. Í fundargerð borgarráðs frá fimmtudeginum 3. júní er greint frá ákvörðuninni en þar kemur fram að lagt hafi verið fram trúnaðarbréf „varðandi áhættumat“ á flöggun palestínska fánans. Í bókun frá fulltrúa Framsóknar er það aftur á móti „gagnrýnt harðlega“ að áhættumat hafi „ekki verið unnið“ áður en ákvörðun var tekin. Reykjavík Borgarstjórn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá. Skorið var á fánaböndin seinni partinn í gær, að sögn samskiptastjórans, en fánarnir eru venjulega dregnir niður þegar húsið lokar um klukkan 18.00. „Þeir voru ekki komnir niður. Þeir lufsuðust þarna enn í böndunum,“ lýsir Eva Bergþóra aðkomunni við flaggstangirnar við Tjarnagötu. Ekki er vitað til þess að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu, að sögn Evu. Engin vitni séu heldur þekkt að atvikinu. Hún segir að gera þurfi við fánaspennurnar áður en hægt verði að flagga fánunum aftur. „Það gæti tekið einhverja daga,“ bætir hún við. Fjórir dagar Í síðustu viku var greint frá því að borgarráð hefði samþykkt að draga palestínskan fána að húni fyrir utan ráðhúsið til að sýna samstöðu með Palestínumönnum á Gasaströndinni, sem hafa nú setið undir loftárásum Ísraelsmanna í rúmlega tvö og hálft ár. Palestínufáninn hefur þannig fengið að blakta í um fjóra daga við hlið úkraínska þjóðfánans við Tjarnargötu en sá úkraínski var fyrst dreginn að húni við ráðhúsið árið 2022, þegar innrásarstríð Rússa í Úkraínu hófst. Flöggun palestínska fánans er talsvert umdeildari innan borgarstjórnarinnar en hins úkraínska, þar sem allir borgarstjórnarflokkar studdu tillöguna um að draga Úkraínufánann að húni, en í tilfelli Palestínufánans voru það aðeins flokkar í meirihluta sem studdu tillöguna. Oddviti Sjálfstæðisflokksins skrifaði á Facebook að það væri „óábyrgt að taka afstöðu með þessum hætti“. Í fundargerð borgarráðs frá fimmtudeginum 3. júní er greint frá ákvörðuninni en þar kemur fram að lagt hafi verið fram trúnaðarbréf „varðandi áhættumat“ á flöggun palestínska fánans. Í bókun frá fulltrúa Framsóknar er það aftur á móti „gagnrýnt harðlega“ að áhættumat hafi „ekki verið unnið“ áður en ákvörðun var tekin.
Reykjavík Borgarstjórn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira