Fannst látinn í hótelherbergi sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 06:33 Pedro Antonio Rodriguez sést hér til vinstri á myndinni eftir að hafa tapað bardaganum á móti Phillip Vela. Nokkrum klukkutímum seinna var hann látinn. @delsolboxing Eiginkonan talaði við hann eftir bardagann en heyrði svo ekkert meira fyrr en lögreglan hafði samband og lét hana vita af því að eiginmaðurinn væri allur. Mexíkóski hnefaleikakappinn Pedro Antonio Rodriguez var staddur í Bandaríkjunum þar sem hann steig inn í hnefaleikahringinn á móti Phillip Vela. Daginn eftir var þessi 37 ára gamli bardagamaður látinn. Bardaginn, sem fékk nafnið „Brawl in the Barrio“ eða „Barrio bardaginn“, fór fram í Phoenix í Ariziona fylki og Phillip Vela hafði betur. Samkvæmt frétt hjá spænska blaðinu Marca þá fór Rodriguez upp á hótelherbergið sitt eftir bardagann. Rodriguez ætlaði að fara út til að fá sér að borða en fannst svo látinn af hótelstarfsmanni á sunnudagsmorgninum. Leigubíllinn beið fyrir utan Starfsmaðurinn braust inn í hótelherbergið þegar hann fékk engin viðbrögð en þá var leigubíll að bíða eftir hnefaleikakappanum til að flytja hann út á flugvöll. Engin dánarorsök var gefin upp en lögreglurannsókn stendur yfir. Það er því ekki ljóst hvort bardaginn hafi eitthvað með það að segja hvernig fór fyrir Rodriguez. Eiginkona Rodriguez hefur komið fram og tjáð sig um fráfall eiginmannsins. Veit ekki hvað kom fyrir hann „Ég veit ekki hvað gerðist, einhvers konar áfall. Ég veit ekki hvað kom fyrir hann. Ég er mjög ringluð. Við verðum að bíða eftir niðurstöðum úr rannsókninni,“ hafði Marca eftir eiginkonu Rodriguez, Karla Valenzuela. „Hann hringdi í mig eftir bardagann og ég sá hann þá í mynd. Hann sagðist ætla að fara út að ná sér í mat en hann kæmi fljótt til baka því hann væri að fara út á flugvöll klukkan 3.30. Við ræddum ekki saman um annað,“ sagði Valenzuela. Andstæðingur Rodriguez, Phillip Vela, sagðist vera algjörlega niðurbrotinn eftir að hafa fengið fréttirnar af örlögum mótherja síns. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport) Box Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Mexíkóski hnefaleikakappinn Pedro Antonio Rodriguez var staddur í Bandaríkjunum þar sem hann steig inn í hnefaleikahringinn á móti Phillip Vela. Daginn eftir var þessi 37 ára gamli bardagamaður látinn. Bardaginn, sem fékk nafnið „Brawl in the Barrio“ eða „Barrio bardaginn“, fór fram í Phoenix í Ariziona fylki og Phillip Vela hafði betur. Samkvæmt frétt hjá spænska blaðinu Marca þá fór Rodriguez upp á hótelherbergið sitt eftir bardagann. Rodriguez ætlaði að fara út til að fá sér að borða en fannst svo látinn af hótelstarfsmanni á sunnudagsmorgninum. Leigubíllinn beið fyrir utan Starfsmaðurinn braust inn í hótelherbergið þegar hann fékk engin viðbrögð en þá var leigubíll að bíða eftir hnefaleikakappanum til að flytja hann út á flugvöll. Engin dánarorsök var gefin upp en lögreglurannsókn stendur yfir. Það er því ekki ljóst hvort bardaginn hafi eitthvað með það að segja hvernig fór fyrir Rodriguez. Eiginkona Rodriguez hefur komið fram og tjáð sig um fráfall eiginmannsins. Veit ekki hvað kom fyrir hann „Ég veit ekki hvað gerðist, einhvers konar áfall. Ég veit ekki hvað kom fyrir hann. Ég er mjög ringluð. Við verðum að bíða eftir niðurstöðum úr rannsókninni,“ hafði Marca eftir eiginkonu Rodriguez, Karla Valenzuela. „Hann hringdi í mig eftir bardagann og ég sá hann þá í mynd. Hann sagðist ætla að fara út að ná sér í mat en hann kæmi fljótt til baka því hann væri að fara út á flugvöll klukkan 3.30. Við ræddum ekki saman um annað,“ sagði Valenzuela. Andstæðingur Rodriguez, Phillip Vela, sagðist vera algjörlega niðurbrotinn eftir að hafa fengið fréttirnar af örlögum mótherja síns. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport)
Box Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira