Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júlí 2025 08:09 Hanna Katrín ætlar að grilla kótilettur til styrktar krabbameinssjúkra barna. Vísir/Ívar Fannar Tæp sjötíu prósent þjóðarinnar eru hlynnt veiðigjaldafrumvarpinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Prósent. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem eru líklegri til að vera andvígir og fleiri Miðflokksmenn eru hlynntir en andvígir. Þátttakendur voru spurðir hve hlynntir þeir væru eða andvígir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 69 prósent vera hlynnt frumvarpinu. Fjórtán prósent hvorki hlynnt né andvíg og sautján prósent andvíg. Afstaða til veiðigjaldafrumvarpsins óháð breytum.Prósent Karlar voru talsvert líklegri til að vera andvígir frumvarpinu en konur en þó var um að ræða lítinn minnihluta í báðum tilfellum. Hlutfall karla sem voru andvígir frumvarpinu var 23 prósent og hlutfall kvenna 12 prósent. Jafnhátt hlutfall karla og kvenna voru hlynnt breytingunum. Afstaða til veiðigjaldafrumvarpsins eftir kyni.Prósent Íbúar á landsbyggðinni voru líklegri til að vera andvígir frumvarpinu, þó aðeins 23 prósent þátttakenda. Það er þó marktækt hærra en í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur þar sem hlutfalllið var 13 prósent og 12 prósent í þeirri röð. Afstaða til veiðigjaldafrumvarpsins eftir búsetu. Eins og gefur að skilja var helsta breytan í könnuninni flokkshollusta og sögðu 63 prósent þátttakenda sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn að þau væru andvíg frumvarpinu. Það er þó athyglisvert að þetta hlutfall nær ekki yfir aðra stjórnarandstöðuflokka. 42 prósent kjósenda Miðflokksins kváðu sig andvíg frumvarpinu og aðeins fimmtán prósent kjósenda hinna stjórnarandstöðuflokkanna. Afstaða til veiðigjaldafrumvarpsins eftir flokkum.Prósent Undir fimm prósentum kjósenda ríkisstjórnarflokkanna sögðust andvíg frumvarpinu og yfir 90 prósent kjósenda Samfylkingar og Viðreisnar sögðust hlynnt því. Gögnum kannanarinnar var safnað á tímabilinu 19. júní til 3. júlí 2025. Netkönnun var send á könnunarhóp Prósents. Könnunarúrtakið nam 1950 manns og var svarhlutfall 50 prósent. Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
Þátttakendur voru spurðir hve hlynntir þeir væru eða andvígir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 69 prósent vera hlynnt frumvarpinu. Fjórtán prósent hvorki hlynnt né andvíg og sautján prósent andvíg. Afstaða til veiðigjaldafrumvarpsins óháð breytum.Prósent Karlar voru talsvert líklegri til að vera andvígir frumvarpinu en konur en þó var um að ræða lítinn minnihluta í báðum tilfellum. Hlutfall karla sem voru andvígir frumvarpinu var 23 prósent og hlutfall kvenna 12 prósent. Jafnhátt hlutfall karla og kvenna voru hlynnt breytingunum. Afstaða til veiðigjaldafrumvarpsins eftir kyni.Prósent Íbúar á landsbyggðinni voru líklegri til að vera andvígir frumvarpinu, þó aðeins 23 prósent þátttakenda. Það er þó marktækt hærra en í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur þar sem hlutfalllið var 13 prósent og 12 prósent í þeirri röð. Afstaða til veiðigjaldafrumvarpsins eftir búsetu. Eins og gefur að skilja var helsta breytan í könnuninni flokkshollusta og sögðu 63 prósent þátttakenda sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn að þau væru andvíg frumvarpinu. Það er þó athyglisvert að þetta hlutfall nær ekki yfir aðra stjórnarandstöðuflokka. 42 prósent kjósenda Miðflokksins kváðu sig andvíg frumvarpinu og aðeins fimmtán prósent kjósenda hinna stjórnarandstöðuflokkanna. Afstaða til veiðigjaldafrumvarpsins eftir flokkum.Prósent Undir fimm prósentum kjósenda ríkisstjórnarflokkanna sögðust andvíg frumvarpinu og yfir 90 prósent kjósenda Samfylkingar og Viðreisnar sögðust hlynnt því. Gögnum kannanarinnar var safnað á tímabilinu 19. júní til 3. júlí 2025. Netkönnun var send á könnunarhóp Prósents. Könnunarúrtakið nam 1950 manns og var svarhlutfall 50 prósent.
Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira