Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júlí 2025 14:51 Halla Vilhjálms rak upp stór augu þegar hún sá emúann fyrir utan útidyrnar sínar. Hann reyndist vera frá Drunk Rabbit. Tusku-emúi sem birtist fyrir utan heimili leikkonunnar Höllu Vilhjálmsdóttur í Vesturbænum á aðfaranótt þriðjudags hafði verið numinn á brott af barnum Drunk Rabbit á mánudagskvöldið. Halla Vilhjálms birti færslu á Facebook-hópnum Vesturbærinn um hádegi í gær með tveimur myndum af stóru tuskudýri sem leit út eins og emúi, ófleygi ástralski fulginn sem minnir um margt á strút. „Kannast einhver við þennan sem mætti fyrir utan hjá mér í nótt…?“ skrifaði Halla við færsluna. Viðbrögðin stóðu ekki á sér, fjöldi fólks skrifaði ummæli við færsluna til að svara spurningunni eða grínast með atvikið. Emúinn beið fyrir utan hjá Höllu. „Fara heim með einhvern furðufugl og þykjast svo ekki vita neitt“ „Náði einhver mynd af svipnum á þér þegar þú opnaðir fyrir þessum?“ skrifaði Haukur Magnússon við færsluna. „Hann Finnur er alltaf að sleppa úr garðinum. Hann ratar samt heim. Gefðu honum 2-3 fíkjur og segðu honum að koma sér heim. Jesús!“ grínaðist Hilmar Þór Norðfjörð. „Þegar þú ert barfugl og vaknar á tröppum í hverfinu... þá veistu að kvöldið var gott,“ bætti Edda Júlía Alfreðsdóttir við og Andri Hrannar Einarsson tók í svipaðan grínstreng: „Að vera helluð á djamminu og fara heim með einhvern furðufugl og þykjast svo ekki vita neitt!“ Elísabet Bettý Sigurðardóttir hafði greinilega rekist á fuglinn, eða allavega tvífara hans, í miðbænum því hún birti mynd af emúa versla við listamann í miðborginni: „Þessi var að sjoppa í bænum.“ Emúinn að versla við sölumann í miðbænum. Svo voru nokkrir sem töldu sig vita hvaðan fuglinn kæmi. „Þessi var í anddyrirnu á Dillon,“ skrifaði hjólahvíslarinn Bjartmar Leósson og Bjarni Jónsson var á sama máli þó hann væri ekki alveg viss: „Lol ég held að hann sé frá Dillon gæti verið að ruglast samt“ Dóra Björt var á öðru máli, skrifaði „Hann á heima á Dubliner“ og birti mynd af sér með emúa. Emúar virðast hafa dreift sér um miðbæinn. Einn þeirra sem skrifaði ummæli við færsluna virtist þó vissari í sinni sök en hinir. „Drunk Rabbit á hann!“ skrifaði Snæfríður Björg Jónsdóttir, rekstrarstjóri og meðeigandi Drunk Rabbit, í ummælum. Vísir bjallaði í Snæfríði til að komast að því hvort fuglinn væri frá Drunk Rabbit eða einhverjum öðrum. Vakstjórinn tók emúinn í bíltúr Er þetta ykkar fugl? „Þetta er okkar fugl,“ sagði Snæfríður Björg um emúinn sem er um einn og hálfur metri á hæð. Emúinn í bílnum. Hafið þið saknað hans í einhvern tíma? „Neinei, það var stuð á mánudagskvöldið og hann hefur farið heim með einhverjum sem skildi hann eftir fyrir utan hjá íbúa í Vesturbænum,“ segir Snæfríður en Drunken Rabbit er opinn til eitt virka daga. „Ég reyndar tók ekkert eftir því að hann væri farinn fyrst um sinn. Ég er svo lengi í gang á morgnana þannig ég varð ekkert var við þetta. Í sömu andrá og ég tók eftir þessu þá sendi vinkona mín mér skjáskot af færslunni á Vesturbæjarhópnum,“ sagði Snæfríður. Eruð þið búin að endurheimta hann? „Vaktstjórinn á barnum á heiðurinn að því, hún fór og náði í hann og keyrði hann aftur heim,“ sagði Snæfríður. Á Facebook-síðu Drunk Rabbit má sjá úr ferðasögunni aftur heim. Emúinn skemmti sér á leiðinni heim. Emúinn er írskt lukkudýr Hvað ætli útskýri þennan rugling með hina staðina. Eru svona fuglar víða eða hvað? „Þetta er svona lukkudýr fyrir írskan líkkjör þannig að birginn sem selur þetta á Íslandi hefur dreift þeim á staðina sem selja þennan líkkjör,“ segir Snæfríður. Líkkjörinn sem um ræðir er Shanky's Whip, írskt líkkjörsmerki sem var stofnað árið 2021 og virðist njóta vinsælda. Hefur þetta gerst áður að fuglinum sé stolið? „Ekki svo ég viti. Við erum nýbúin að taka við rekstrinum frá fyrri eiganda þannig við erum bara búin að vera með hann opinn í mánuð. Þetta er allavega í fyrsta sinn sem honum er stolið á okkar vakt,“ sagði Snæfríður. Og vonandi í síðasta sinn. „Vonandi, nema þetta æsi upp lýðinn,“ sagði Snæfríður. Emúinn í sínu náttúrulega umhverfi. Reykjavík Grín og gaman Næturlíf Styttur og útilistaverk Fuglar Tengdar fréttir Bíræfnir blómaþjófar í bænum Fjölda blómapotta í Miðborginni hefur verið stolið á undanförnum vikum. Bæði íbúar og veitingastaður hafa lent í því að blómapottar hverfi. Hvort um er að ræða markvissan þjófnað eða handahófskennd fíflalæti er ekki víst. 26. júní 2023 12:13 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fleiri fréttir Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Sjá meira
Halla Vilhjálms birti færslu á Facebook-hópnum Vesturbærinn um hádegi í gær með tveimur myndum af stóru tuskudýri sem leit út eins og emúi, ófleygi ástralski fulginn sem minnir um margt á strút. „Kannast einhver við þennan sem mætti fyrir utan hjá mér í nótt…?“ skrifaði Halla við færsluna. Viðbrögðin stóðu ekki á sér, fjöldi fólks skrifaði ummæli við færsluna til að svara spurningunni eða grínast með atvikið. Emúinn beið fyrir utan hjá Höllu. „Fara heim með einhvern furðufugl og þykjast svo ekki vita neitt“ „Náði einhver mynd af svipnum á þér þegar þú opnaðir fyrir þessum?“ skrifaði Haukur Magnússon við færsluna. „Hann Finnur er alltaf að sleppa úr garðinum. Hann ratar samt heim. Gefðu honum 2-3 fíkjur og segðu honum að koma sér heim. Jesús!“ grínaðist Hilmar Þór Norðfjörð. „Þegar þú ert barfugl og vaknar á tröppum í hverfinu... þá veistu að kvöldið var gott,“ bætti Edda Júlía Alfreðsdóttir við og Andri Hrannar Einarsson tók í svipaðan grínstreng: „Að vera helluð á djamminu og fara heim með einhvern furðufugl og þykjast svo ekki vita neitt!“ Elísabet Bettý Sigurðardóttir hafði greinilega rekist á fuglinn, eða allavega tvífara hans, í miðbænum því hún birti mynd af emúa versla við listamann í miðborginni: „Þessi var að sjoppa í bænum.“ Emúinn að versla við sölumann í miðbænum. Svo voru nokkrir sem töldu sig vita hvaðan fuglinn kæmi. „Þessi var í anddyrirnu á Dillon,“ skrifaði hjólahvíslarinn Bjartmar Leósson og Bjarni Jónsson var á sama máli þó hann væri ekki alveg viss: „Lol ég held að hann sé frá Dillon gæti verið að ruglast samt“ Dóra Björt var á öðru máli, skrifaði „Hann á heima á Dubliner“ og birti mynd af sér með emúa. Emúar virðast hafa dreift sér um miðbæinn. Einn þeirra sem skrifaði ummæli við færsluna virtist þó vissari í sinni sök en hinir. „Drunk Rabbit á hann!“ skrifaði Snæfríður Björg Jónsdóttir, rekstrarstjóri og meðeigandi Drunk Rabbit, í ummælum. Vísir bjallaði í Snæfríði til að komast að því hvort fuglinn væri frá Drunk Rabbit eða einhverjum öðrum. Vakstjórinn tók emúinn í bíltúr Er þetta ykkar fugl? „Þetta er okkar fugl,“ sagði Snæfríður Björg um emúinn sem er um einn og hálfur metri á hæð. Emúinn í bílnum. Hafið þið saknað hans í einhvern tíma? „Neinei, það var stuð á mánudagskvöldið og hann hefur farið heim með einhverjum sem skildi hann eftir fyrir utan hjá íbúa í Vesturbænum,“ segir Snæfríður en Drunken Rabbit er opinn til eitt virka daga. „Ég reyndar tók ekkert eftir því að hann væri farinn fyrst um sinn. Ég er svo lengi í gang á morgnana þannig ég varð ekkert var við þetta. Í sömu andrá og ég tók eftir þessu þá sendi vinkona mín mér skjáskot af færslunni á Vesturbæjarhópnum,“ sagði Snæfríður. Eruð þið búin að endurheimta hann? „Vaktstjórinn á barnum á heiðurinn að því, hún fór og náði í hann og keyrði hann aftur heim,“ sagði Snæfríður. Á Facebook-síðu Drunk Rabbit má sjá úr ferðasögunni aftur heim. Emúinn skemmti sér á leiðinni heim. Emúinn er írskt lukkudýr Hvað ætli útskýri þennan rugling með hina staðina. Eru svona fuglar víða eða hvað? „Þetta er svona lukkudýr fyrir írskan líkkjör þannig að birginn sem selur þetta á Íslandi hefur dreift þeim á staðina sem selja þennan líkkjör,“ segir Snæfríður. Líkkjörinn sem um ræðir er Shanky's Whip, írskt líkkjörsmerki sem var stofnað árið 2021 og virðist njóta vinsælda. Hefur þetta gerst áður að fuglinum sé stolið? „Ekki svo ég viti. Við erum nýbúin að taka við rekstrinum frá fyrri eiganda þannig við erum bara búin að vera með hann opinn í mánuð. Þetta er allavega í fyrsta sinn sem honum er stolið á okkar vakt,“ sagði Snæfríður. Og vonandi í síðasta sinn. „Vonandi, nema þetta æsi upp lýðinn,“ sagði Snæfríður. Emúinn í sínu náttúrulega umhverfi.
Reykjavík Grín og gaman Næturlíf Styttur og útilistaverk Fuglar Tengdar fréttir Bíræfnir blómaþjófar í bænum Fjölda blómapotta í Miðborginni hefur verið stolið á undanförnum vikum. Bæði íbúar og veitingastaður hafa lent í því að blómapottar hverfi. Hvort um er að ræða markvissan þjófnað eða handahófskennd fíflalæti er ekki víst. 26. júní 2023 12:13 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fleiri fréttir Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Sjá meira
Bíræfnir blómaþjófar í bænum Fjölda blómapotta í Miðborginni hefur verið stolið á undanförnum vikum. Bæði íbúar og veitingastaður hafa lent í því að blómapottar hverfi. Hvort um er að ræða markvissan þjófnað eða handahófskennd fíflalæti er ekki víst. 26. júní 2023 12:13