Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júlí 2025 14:51 Halla Vilhjálms rak upp stór augu þegar hún sá emúann fyrir utan útidyrnar sínar. Hann reyndist vera frá Drunk Rabbit. Tusku-emúi sem birtist fyrir utan heimili leikkonunnar Höllu Vilhjálmsdóttur í Vesturbænum á aðfaranótt þriðjudags hafði verið numinn á brott af barnum Drunk Rabbit á mánudagskvöldið. Halla Vilhjálms birti færslu á Facebook-hópnum Vesturbærinn um hádegi í gær með tveimur myndum af stóru tuskudýri sem leit út eins og emúi, ófleygi ástralski fulginn sem minnir um margt á strút. „Kannast einhver við þennan sem mætti fyrir utan hjá mér í nótt…?“ skrifaði Halla við færsluna. Viðbrögðin stóðu ekki á sér, fjöldi fólks skrifaði ummæli við færsluna til að svara spurningunni eða grínast með atvikið. Emúinn beið fyrir utan hjá Höllu. „Fara heim með einhvern furðufugl og þykjast svo ekki vita neitt“ „Náði einhver mynd af svipnum á þér þegar þú opnaðir fyrir þessum?“ skrifaði Haukur Magnússon við færsluna. „Hann Finnur er alltaf að sleppa úr garðinum. Hann ratar samt heim. Gefðu honum 2-3 fíkjur og segðu honum að koma sér heim. Jesús!“ grínaðist Hilmar Þór Norðfjörð. „Þegar þú ert barfugl og vaknar á tröppum í hverfinu... þá veistu að kvöldið var gott,“ bætti Edda Júlía Alfreðsdóttir við og Andri Hrannar Einarsson tók í svipaðan grínstreng: „Að vera helluð á djamminu og fara heim með einhvern furðufugl og þykjast svo ekki vita neitt!“ Elísabet Bettý Sigurðardóttir hafði greinilega rekist á fuglinn, eða allavega tvífara hans, í miðbænum því hún birti mynd af emúa versla við listamann í miðborginni: „Þessi var að sjoppa í bænum.“ Emúinn að versla við sölumann í miðbænum. Svo voru nokkrir sem töldu sig vita hvaðan fuglinn kæmi. „Þessi var í anddyrirnu á Dillon,“ skrifaði hjólahvíslarinn Bjartmar Leósson og Bjarni Jónsson var á sama máli þó hann væri ekki alveg viss: „Lol ég held að hann sé frá Dillon gæti verið að ruglast samt“ Dóra Björt var á öðru máli, skrifaði „Hann á heima á Dubliner“ og birti mynd af sér með emúa. Emúar virðast hafa dreift sér um miðbæinn. Einn þeirra sem skrifaði ummæli við færsluna virtist þó vissari í sinni sök en hinir. „Drunk Rabbit á hann!“ skrifaði Snæfríður Björg Jónsdóttir, rekstrarstjóri og meðeigandi Drunk Rabbit, í ummælum. Vísir bjallaði í Snæfríði til að komast að því hvort fuglinn væri frá Drunk Rabbit eða einhverjum öðrum. Vakstjórinn tók emúinn í bíltúr Er þetta ykkar fugl? „Þetta er okkar fugl,“ sagði Snæfríður Björg um emúinn sem er um einn og hálfur metri á hæð. Emúinn í bílnum. Hafið þið saknað hans í einhvern tíma? „Neinei, það var stuð á mánudagskvöldið og hann hefur farið heim með einhverjum sem skildi hann eftir fyrir utan hjá íbúa í Vesturbænum,“ segir Snæfríður en Drunken Rabbit er opinn til eitt virka daga. „Ég reyndar tók ekkert eftir því að hann væri farinn fyrst um sinn. Ég er svo lengi í gang á morgnana þannig ég varð ekkert var við þetta. Í sömu andrá og ég tók eftir þessu þá sendi vinkona mín mér skjáskot af færslunni á Vesturbæjarhópnum,“ sagði Snæfríður. Eruð þið búin að endurheimta hann? „Vaktstjórinn á barnum á heiðurinn að því, hún fór og náði í hann og keyrði hann aftur heim,“ sagði Snæfríður. Á Facebook-síðu Drunk Rabbit má sjá úr ferðasögunni aftur heim. Emúinn skemmti sér á leiðinni heim. Emúinn er írskt lukkudýr Hvað ætli útskýri þennan rugling með hina staðina. Eru svona fuglar víða eða hvað? „Þetta er svona lukkudýr fyrir írskan líkkjör þannig að birginn sem selur þetta á Íslandi hefur dreift þeim á staðina sem selja þennan líkkjör,“ segir Snæfríður. Líkkjörinn sem um ræðir er Shanky's Whip, írskt líkkjörsmerki sem var stofnað árið 2021 og virðist njóta vinsælda. Hefur þetta gerst áður að fuglinum sé stolið? „Ekki svo ég viti. Við erum nýbúin að taka við rekstrinum frá fyrri eiganda þannig við erum bara búin að vera með hann opinn í mánuð. Þetta er allavega í fyrsta sinn sem honum er stolið á okkar vakt,“ sagði Snæfríður. Og vonandi í síðasta sinn. „Vonandi, nema þetta æsi upp lýðinn,“ sagði Snæfríður. Emúinn í sínu náttúrulega umhverfi. Reykjavík Grín og gaman Næturlíf Styttur og útilistaverk Fuglar Tengdar fréttir Bíræfnir blómaþjófar í bænum Fjölda blómapotta í Miðborginni hefur verið stolið á undanförnum vikum. Bæði íbúar og veitingastaður hafa lent í því að blómapottar hverfi. Hvort um er að ræða markvissan þjófnað eða handahófskennd fíflalæti er ekki víst. 26. júní 2023 12:13 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Halla Vilhjálms birti færslu á Facebook-hópnum Vesturbærinn um hádegi í gær með tveimur myndum af stóru tuskudýri sem leit út eins og emúi, ófleygi ástralski fulginn sem minnir um margt á strút. „Kannast einhver við þennan sem mætti fyrir utan hjá mér í nótt…?“ skrifaði Halla við færsluna. Viðbrögðin stóðu ekki á sér, fjöldi fólks skrifaði ummæli við færsluna til að svara spurningunni eða grínast með atvikið. Emúinn beið fyrir utan hjá Höllu. „Fara heim með einhvern furðufugl og þykjast svo ekki vita neitt“ „Náði einhver mynd af svipnum á þér þegar þú opnaðir fyrir þessum?“ skrifaði Haukur Magnússon við færsluna. „Hann Finnur er alltaf að sleppa úr garðinum. Hann ratar samt heim. Gefðu honum 2-3 fíkjur og segðu honum að koma sér heim. Jesús!“ grínaðist Hilmar Þór Norðfjörð. „Þegar þú ert barfugl og vaknar á tröppum í hverfinu... þá veistu að kvöldið var gott,“ bætti Edda Júlía Alfreðsdóttir við og Andri Hrannar Einarsson tók í svipaðan grínstreng: „Að vera helluð á djamminu og fara heim með einhvern furðufugl og þykjast svo ekki vita neitt!“ Elísabet Bettý Sigurðardóttir hafði greinilega rekist á fuglinn, eða allavega tvífara hans, í miðbænum því hún birti mynd af emúa versla við listamann í miðborginni: „Þessi var að sjoppa í bænum.“ Emúinn að versla við sölumann í miðbænum. Svo voru nokkrir sem töldu sig vita hvaðan fuglinn kæmi. „Þessi var í anddyrirnu á Dillon,“ skrifaði hjólahvíslarinn Bjartmar Leósson og Bjarni Jónsson var á sama máli þó hann væri ekki alveg viss: „Lol ég held að hann sé frá Dillon gæti verið að ruglast samt“ Dóra Björt var á öðru máli, skrifaði „Hann á heima á Dubliner“ og birti mynd af sér með emúa. Emúar virðast hafa dreift sér um miðbæinn. Einn þeirra sem skrifaði ummæli við færsluna virtist þó vissari í sinni sök en hinir. „Drunk Rabbit á hann!“ skrifaði Snæfríður Björg Jónsdóttir, rekstrarstjóri og meðeigandi Drunk Rabbit, í ummælum. Vísir bjallaði í Snæfríði til að komast að því hvort fuglinn væri frá Drunk Rabbit eða einhverjum öðrum. Vakstjórinn tók emúinn í bíltúr Er þetta ykkar fugl? „Þetta er okkar fugl,“ sagði Snæfríður Björg um emúinn sem er um einn og hálfur metri á hæð. Emúinn í bílnum. Hafið þið saknað hans í einhvern tíma? „Neinei, það var stuð á mánudagskvöldið og hann hefur farið heim með einhverjum sem skildi hann eftir fyrir utan hjá íbúa í Vesturbænum,“ segir Snæfríður en Drunken Rabbit er opinn til eitt virka daga. „Ég reyndar tók ekkert eftir því að hann væri farinn fyrst um sinn. Ég er svo lengi í gang á morgnana þannig ég varð ekkert var við þetta. Í sömu andrá og ég tók eftir þessu þá sendi vinkona mín mér skjáskot af færslunni á Vesturbæjarhópnum,“ sagði Snæfríður. Eruð þið búin að endurheimta hann? „Vaktstjórinn á barnum á heiðurinn að því, hún fór og náði í hann og keyrði hann aftur heim,“ sagði Snæfríður. Á Facebook-síðu Drunk Rabbit má sjá úr ferðasögunni aftur heim. Emúinn skemmti sér á leiðinni heim. Emúinn er írskt lukkudýr Hvað ætli útskýri þennan rugling með hina staðina. Eru svona fuglar víða eða hvað? „Þetta er svona lukkudýr fyrir írskan líkkjör þannig að birginn sem selur þetta á Íslandi hefur dreift þeim á staðina sem selja þennan líkkjör,“ segir Snæfríður. Líkkjörinn sem um ræðir er Shanky's Whip, írskt líkkjörsmerki sem var stofnað árið 2021 og virðist njóta vinsælda. Hefur þetta gerst áður að fuglinum sé stolið? „Ekki svo ég viti. Við erum nýbúin að taka við rekstrinum frá fyrri eiganda þannig við erum bara búin að vera með hann opinn í mánuð. Þetta er allavega í fyrsta sinn sem honum er stolið á okkar vakt,“ sagði Snæfríður. Og vonandi í síðasta sinn. „Vonandi, nema þetta æsi upp lýðinn,“ sagði Snæfríður. Emúinn í sínu náttúrulega umhverfi.
Reykjavík Grín og gaman Næturlíf Styttur og útilistaverk Fuglar Tengdar fréttir Bíræfnir blómaþjófar í bænum Fjölda blómapotta í Miðborginni hefur verið stolið á undanförnum vikum. Bæði íbúar og veitingastaður hafa lent í því að blómapottar hverfi. Hvort um er að ræða markvissan þjófnað eða handahófskennd fíflalæti er ekki víst. 26. júní 2023 12:13 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Bíræfnir blómaþjófar í bænum Fjölda blómapotta í Miðborginni hefur verið stolið á undanförnum vikum. Bæði íbúar og veitingastaður hafa lent í því að blómapottar hverfi. Hvort um er að ræða markvissan þjófnað eða handahófskennd fíflalæti er ekki víst. 26. júní 2023 12:13