Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Agnar Már Másson skrifar 9. júlí 2025 22:04 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Getty/Tasos Katopodis Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. Hann tilkynnir áformin í tollabréfi sem hann deilir á samfélagsmiðlum, en í færslunni sakaði han stjórnvöld í Brasilíu um „árásir“ á bandarísk tæknifyrirtæki og sögðu stjórnvöld þar standa fyrir „nornaveiðum“ gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro, sem er bandamaður Trumps of bendlaður við öfga hægrið. Bolsonaro á yfir höfði sér ákæru fyrir meinta tilraun til að snúa við úrslitum kosninga árið 2022 — ekki ólíkt Trump, sem var ákærður fyrir tilraun til að hnekkja úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020, en eins og frægt er var sú ákæra látin niður falla þegar hann steig aftur fæti inn í Hvíta húsið. Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu.AP/Luis Nova Trump hafði þegar átt í orðaskiptum við Luiz Inácio Lula da Silva Brasilíuforseta vegna réttarhalda yfir Bolsonaro fyrr í vikunni. Lula sagði að Brasilía myndi ekki samþykkja „afskipti“ frá neinum og bætti við: „Enginn er hafinn yfir lög.“ Trump hefur sent 22 bréf til landa um allan heim í þessari viku, þar á meðal vinaþjóða eins og Japans, Suður-Kóreu og Srí Lanka, þar sem hann lýsir yfir nýjum tollum á vörur þeirra sem taka gildi 1. ágúst, rétt tollar á Evrópusambandið sem hefðu tekið gildi í dag hefði Trump ekki frestað þeim aftur. Þessar tollayfirlýsingar hafa að mestu þjónað þeim tilgangi að endurvekja áætlanir sem Trump lagði fram í apríl en voru síðan settar á ís eftir að fjármálamarkaðir brugðust illa við og viðræður hófust milli Bandaríkjanna og 90 annarra þjóða um að draga úr tollunum. Skilaboðin til Brasilíu eru þó mun hvassari þar sem Trump hótar verulegri hækkun á tollunum sem hafa hingað til staðið í 10 prósentum, eins og á Íslandi. Donald Trump Brasilía Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Hann tilkynnir áformin í tollabréfi sem hann deilir á samfélagsmiðlum, en í færslunni sakaði han stjórnvöld í Brasilíu um „árásir“ á bandarísk tæknifyrirtæki og sögðu stjórnvöld þar standa fyrir „nornaveiðum“ gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro, sem er bandamaður Trumps of bendlaður við öfga hægrið. Bolsonaro á yfir höfði sér ákæru fyrir meinta tilraun til að snúa við úrslitum kosninga árið 2022 — ekki ólíkt Trump, sem var ákærður fyrir tilraun til að hnekkja úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020, en eins og frægt er var sú ákæra látin niður falla þegar hann steig aftur fæti inn í Hvíta húsið. Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu.AP/Luis Nova Trump hafði þegar átt í orðaskiptum við Luiz Inácio Lula da Silva Brasilíuforseta vegna réttarhalda yfir Bolsonaro fyrr í vikunni. Lula sagði að Brasilía myndi ekki samþykkja „afskipti“ frá neinum og bætti við: „Enginn er hafinn yfir lög.“ Trump hefur sent 22 bréf til landa um allan heim í þessari viku, þar á meðal vinaþjóða eins og Japans, Suður-Kóreu og Srí Lanka, þar sem hann lýsir yfir nýjum tollum á vörur þeirra sem taka gildi 1. ágúst, rétt tollar á Evrópusambandið sem hefðu tekið gildi í dag hefði Trump ekki frestað þeim aftur. Þessar tollayfirlýsingar hafa að mestu þjónað þeim tilgangi að endurvekja áætlanir sem Trump lagði fram í apríl en voru síðan settar á ís eftir að fjármálamarkaðir brugðust illa við og viðræður hófust milli Bandaríkjanna og 90 annarra þjóða um að draga úr tollunum. Skilaboðin til Brasilíu eru þó mun hvassari þar sem Trump hótar verulegri hækkun á tollunum sem hafa hingað til staðið í 10 prósentum, eins og á Íslandi.
Donald Trump Brasilía Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent