Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2025 09:57 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flytur óvænt ávarp í þinginu í dag. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Þingfundur dagsins hófst á ávarpi forsætisráðherra en samkvæmt dagskrá átti hann að hefjast á áframhaldandi umræðu um veiðigjöld. Ávarpið og umræður í kjölfarið má sjá í spilaranum hér að neðan: „Það er komin upp ný staða í íslenskum stjórnmálum, sem er fordæmalaus í sögu lýðveldisins Íslands. Minnihlutinn á Alþingi viðurkennir ekki umboð meirihlutans til að fylgja sinni stefnu og stendur í vegi fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála á Alþingi,“ sagði Kristrún í upphafi ávarpsins. Aldrei lengra gengið í málþófi Framferði minnihlutans eigi sér engin fordæmi og stjórnarandstaðan hafi gengið lengra í málþófi en hafi nokkurn tímann verið gert á Alþingi Íslendinga. Sú staða sem upp er komin sé alvarleg fyrir lýðræðið og stjórnskipan landsins og þýðir í raun að minnihlutinn viðurkenni ekki niðurstöður kosninga heldur freisti þess að stýra þinginu þrátt fyrir að vera ekki með meirihluta á Alþingi. „Lýðræðið er dýrmætt en viðkvæmt. Það veltur ekki aðeins á skrifuðum reglum, stjórnarskrá og þingsköpum, heldur einnig óskráðum reglum og virðingu fyrir lýðræðislegum leikreglum. Hvernig við umgöngumst lýðræðið skiptir máli, hvernig við umgöngumst vald, réttindi og skyldur skiptir máli. Og ábyrgð okkar sem sitjum á Alþingi er mikil. Nú er verkefni okkar að sýna að lýðræðið virki, að það geti átt sér stað valdaskipti hér á Íslandi, þegar þjóðin kýs nýtt upphaf í kosningum. Þetta er það sem er í húfi, að lýðræðið virki, fyrir fólkið.“ Muni verja lýðveldið Ísland Loks sagði Kristrún það skyldu sína sem forsætisráðherra að standa vörð um lýðræðið í landinu. Því lýsti hún eftirfarandi yfir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og meirihlutans á Alþingi: „Við munum verja lýðveldið Ísland. Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis.“ Fréttin hefur verið uppfærð Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Þingfundur dagsins hófst á ávarpi forsætisráðherra en samkvæmt dagskrá átti hann að hefjast á áframhaldandi umræðu um veiðigjöld. Ávarpið og umræður í kjölfarið má sjá í spilaranum hér að neðan: „Það er komin upp ný staða í íslenskum stjórnmálum, sem er fordæmalaus í sögu lýðveldisins Íslands. Minnihlutinn á Alþingi viðurkennir ekki umboð meirihlutans til að fylgja sinni stefnu og stendur í vegi fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála á Alþingi,“ sagði Kristrún í upphafi ávarpsins. Aldrei lengra gengið í málþófi Framferði minnihlutans eigi sér engin fordæmi og stjórnarandstaðan hafi gengið lengra í málþófi en hafi nokkurn tímann verið gert á Alþingi Íslendinga. Sú staða sem upp er komin sé alvarleg fyrir lýðræðið og stjórnskipan landsins og þýðir í raun að minnihlutinn viðurkenni ekki niðurstöður kosninga heldur freisti þess að stýra þinginu þrátt fyrir að vera ekki með meirihluta á Alþingi. „Lýðræðið er dýrmætt en viðkvæmt. Það veltur ekki aðeins á skrifuðum reglum, stjórnarskrá og þingsköpum, heldur einnig óskráðum reglum og virðingu fyrir lýðræðislegum leikreglum. Hvernig við umgöngumst lýðræðið skiptir máli, hvernig við umgöngumst vald, réttindi og skyldur skiptir máli. Og ábyrgð okkar sem sitjum á Alþingi er mikil. Nú er verkefni okkar að sýna að lýðræðið virki, að það geti átt sér stað valdaskipti hér á Íslandi, þegar þjóðin kýs nýtt upphaf í kosningum. Þetta er það sem er í húfi, að lýðræðið virki, fyrir fólkið.“ Muni verja lýðveldið Ísland Loks sagði Kristrún það skyldu sína sem forsætisráðherra að standa vörð um lýðræðið í landinu. Því lýsti hún eftirfarandi yfir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og meirihlutans á Alþingi: „Við munum verja lýðveldið Ísland. Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis.“ Fréttin hefur verið uppfærð
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira