Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2025 11:29 Þorgerður Katrín fór ekki leynt með óánægju sína með framferði stjórnarandstöðunnar. Vísir/Ívar Fannar Starfsaldursforseti Alþingis segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand í þinginu og uppi er núna. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hafi kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi óvænt í gærkvöldi, sem sitjandi forseti þingsins. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og starfsaldursforseti þingsins, gerði það að umræðuefni sínu í umræðum um óvænt ávarp forsætisráðherra á þingfundi í morgun. „Í ljósi þess að ég hef lengstu þingreynsluna, langlengstu þingreynsluna, ætla ég að leyfa mér að fullyrða að ég hef aldrei aldrei, aldrei, aldrei upplifað það ástand sem er í þinginu núna akkúrat. Þetta snýst einmitt um virðingu fyrir lýðræðinu, virðingu fyrir þingræðinu, virðingu fyrir þeim leikreglum sem við höfum komið okkur saman um,“ sagði hún. Sjálfstæðisflokkur sé að verða jaðarflokkur Hún sagðist vilja koma þeim skilaboðum til eina formanns stjórnarandstöðuflokks sem var viðstaddur, sem urðu reyndar tveir þegar hún hafði sleppt orðinu, að Hildur hefði kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi án nokkurs samráðs við forseta þingsins. „Það er verið að ganga á svig við leikreglurnar en það er alveg í samræmi við það hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða. Því miður er það þannig. Það er mjög mikilvægt að þingmenn nýti málfrelsið, það er mikilvægt að við virðum málfrelsið en það er líka jafnmikilvægt að stoppa misnotkun á málfrelsi þingmanna, sem er notað til þess eins að koma í veg fyrir að ég og allir þingmennirnir sem eru hér inni geti notað stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að greiða atkvæði um mál. Hafa skuli í huga út á hvað þingið gangi, mál séu lögð fram, þau rædd, skoðuð í nefnd, rædd aftur og lokapunkturinn á afgreiðslu þingsins sé að þingmenn greiði atkvæði um mál. Út á það gangi lýðræðið. „En við erum búin að vera föst í málþófi í meira en mánuð, það var byrjað á bókuninni [35]. Svo er komið með veiðigjöldin. Svo er komið með veiðigjöldin, sterkustu birtingarmynd varnar um sérhagsmuni af hálfu stjórnarandstöðunnar.“ Stjórnarandstaðan hafi komið með eigið veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín segir formenn stjórnarflokkanna sannarlega hafa lagt fram tillögur að þinglokum. „Stjórnarandstaðan hefur náðarsamlegast í samtali við þingflokksformenn og síðan formenn sagt: Heyrðu, við ætlum bara að slátra eiginlega öllum ykkar málum. Aðalmálunum. Hér eru tíu mál, þið fáið eiginlega flestöll ekki. Við ætlum að gera nokkrar breytingar á tveimur málum og svo erum við með hérna reyndar, virðulegi forseti, við erum hérna með mál um veiðigjöld, sem er okkar mál, mál sem við semjum, að mínu mati reyndar samið hjá SFS, en hér er mál sem þið í stjórnarmeirihlutanum megið náðarsamlegast leggja fram.“ „Að ríkisstjórnarmeirihlutinn megi leggja fram þingmál stjórnarandstöðunnar. Það sjá allir að þetta er skrumskæling á lýðræðinu. Þetta er misnotkun á leikreglum lýðræðisins og það er það sem er undir. Þessi ríkisstjórn mun ekki láta undan kröfum sérhagsmunaafla og þau eru hér inni í formi stjórnarandstöðunnar,“ sagði Þorgerður Katrín og uppskar kröftugt „heyr, heyr“, eins og búast mátti við af stjórnarþingmönnum. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og starfsaldursforseti þingsins, gerði það að umræðuefni sínu í umræðum um óvænt ávarp forsætisráðherra á þingfundi í morgun. „Í ljósi þess að ég hef lengstu þingreynsluna, langlengstu þingreynsluna, ætla ég að leyfa mér að fullyrða að ég hef aldrei aldrei, aldrei, aldrei upplifað það ástand sem er í þinginu núna akkúrat. Þetta snýst einmitt um virðingu fyrir lýðræðinu, virðingu fyrir þingræðinu, virðingu fyrir þeim leikreglum sem við höfum komið okkur saman um,“ sagði hún. Sjálfstæðisflokkur sé að verða jaðarflokkur Hún sagðist vilja koma þeim skilaboðum til eina formanns stjórnarandstöðuflokks sem var viðstaddur, sem urðu reyndar tveir þegar hún hafði sleppt orðinu, að Hildur hefði kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi án nokkurs samráðs við forseta þingsins. „Það er verið að ganga á svig við leikreglurnar en það er alveg í samræmi við það hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða. Því miður er það þannig. Það er mjög mikilvægt að þingmenn nýti málfrelsið, það er mikilvægt að við virðum málfrelsið en það er líka jafnmikilvægt að stoppa misnotkun á málfrelsi þingmanna, sem er notað til þess eins að koma í veg fyrir að ég og allir þingmennirnir sem eru hér inni geti notað stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að greiða atkvæði um mál. Hafa skuli í huga út á hvað þingið gangi, mál séu lögð fram, þau rædd, skoðuð í nefnd, rædd aftur og lokapunkturinn á afgreiðslu þingsins sé að þingmenn greiði atkvæði um mál. Út á það gangi lýðræðið. „En við erum búin að vera föst í málþófi í meira en mánuð, það var byrjað á bókuninni [35]. Svo er komið með veiðigjöldin. Svo er komið með veiðigjöldin, sterkustu birtingarmynd varnar um sérhagsmuni af hálfu stjórnarandstöðunnar.“ Stjórnarandstaðan hafi komið með eigið veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín segir formenn stjórnarflokkanna sannarlega hafa lagt fram tillögur að þinglokum. „Stjórnarandstaðan hefur náðarsamlegast í samtali við þingflokksformenn og síðan formenn sagt: Heyrðu, við ætlum bara að slátra eiginlega öllum ykkar málum. Aðalmálunum. Hér eru tíu mál, þið fáið eiginlega flestöll ekki. Við ætlum að gera nokkrar breytingar á tveimur málum og svo erum við með hérna reyndar, virðulegi forseti, við erum hérna með mál um veiðigjöld, sem er okkar mál, mál sem við semjum, að mínu mati reyndar samið hjá SFS, en hér er mál sem þið í stjórnarmeirihlutanum megið náðarsamlegast leggja fram.“ „Að ríkisstjórnarmeirihlutinn megi leggja fram þingmál stjórnarandstöðunnar. Það sjá allir að þetta er skrumskæling á lýðræðinu. Þetta er misnotkun á leikreglum lýðræðisins og það er það sem er undir. Þessi ríkisstjórn mun ekki láta undan kröfum sérhagsmunaafla og þau eru hér inni í formi stjórnarandstöðunnar,“ sagði Þorgerður Katrín og uppskar kröftugt „heyr, heyr“, eins og búast mátti við af stjórnarþingmönnum.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira