„Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. júlí 2025 12:22 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, og Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir segir að forseti Alþingis hafi ekki upplýst um lengd þingfundar í gær, og spurði forseta af hverju ekkert samtal hefði átt sér stað milli forseta og varaforseta þess efnis. Kristrún Frostadóttir segir að allir sem þekki til þingstarfa eigi að vita að varaforsetar slíti ekki fundi nema eftir samtal við forseta. Guðrún og Kristrún tókust á í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag, en heitar umræður hafa átt sér stað þar á bæ frá því Kristrún Frostadóttir hélt óvænt ávarp í upphafi þingfundar í dag. „Pólitík er málamiðlun“ Guðrún Hafsteinsdóttir segir að pólitík sé málamiðlun, og málamiðlun eigi að vera leiðarljós í þingstörfum. „Lýðræði snýst ekki bara um það að meirihlutinn ráði. Lýðræði snýst líka um að minnihlutinn fái að tjá sig og minnihlutinn fái að hafa áhrif,“ sagði Guðrún og kliður heyrðist í salnum. „Alþingi byggir á þeirri hugsun, enda hafa fulltrúar í meiri- og minnihluta alveg jafnt lýðræðislegt umboð.“ Þá sagði hún að í þinginu væri orðið fordæmalaust ástand, og það skrifaðist á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. „Hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga, í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minnihlutanum, allt þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við.“ Alvarleg yfirlýsing frá formanni Sjálfstæðisflokksins Kristrún Frostadóttir segir að henni þyki það ótrúlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins komi inn og lýsi því yfir að það sem gerðist í gærkvöldi af hálfu þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins sé eðlilegt. „Allir sem þekkja til þingstarfa vita að varaforsetar slíta ekki fundi, nema eftir samtal við forseta.“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks sem hefur í gegnum tíðina talið sig vera ábyrgan, stjórntækan flokk, sem hægt er að treysta á á lýðræðislegum grunni.“ Þá sagði Kristrún að hlutirnir virkuðu ekki þannig að formenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, og Framsóknar geti ákveðið hvar línan er dregin og segi hingað en ekki lengra, þegar ný ríkisstjórn er tekin við. „Það sem háttvirtur þingmaður er að verða vitni að, er ríkisstjórn sem treystir sér til að stýra landinu, treystir sér til að virða lýðræðislegt umboð, og veit sannarlega hvar línan liggur. Og sú lína er ekki dregin af formanni Sjálfstæðisflokksins,“ segir Kristrún Frostadóttir. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Guðrún og Kristrún tókust á í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag, en heitar umræður hafa átt sér stað þar á bæ frá því Kristrún Frostadóttir hélt óvænt ávarp í upphafi þingfundar í dag. „Pólitík er málamiðlun“ Guðrún Hafsteinsdóttir segir að pólitík sé málamiðlun, og málamiðlun eigi að vera leiðarljós í þingstörfum. „Lýðræði snýst ekki bara um það að meirihlutinn ráði. Lýðræði snýst líka um að minnihlutinn fái að tjá sig og minnihlutinn fái að hafa áhrif,“ sagði Guðrún og kliður heyrðist í salnum. „Alþingi byggir á þeirri hugsun, enda hafa fulltrúar í meiri- og minnihluta alveg jafnt lýðræðislegt umboð.“ Þá sagði hún að í þinginu væri orðið fordæmalaust ástand, og það skrifaðist á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. „Hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga, í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minnihlutanum, allt þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við.“ Alvarleg yfirlýsing frá formanni Sjálfstæðisflokksins Kristrún Frostadóttir segir að henni þyki það ótrúlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins komi inn og lýsi því yfir að það sem gerðist í gærkvöldi af hálfu þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins sé eðlilegt. „Allir sem þekkja til þingstarfa vita að varaforsetar slíta ekki fundi, nema eftir samtal við forseta.“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks sem hefur í gegnum tíðina talið sig vera ábyrgan, stjórntækan flokk, sem hægt er að treysta á á lýðræðislegum grunni.“ Þá sagði Kristrún að hlutirnir virkuðu ekki þannig að formenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, og Framsóknar geti ákveðið hvar línan er dregin og segi hingað en ekki lengra, þegar ný ríkisstjórn er tekin við. „Það sem háttvirtur þingmaður er að verða vitni að, er ríkisstjórn sem treystir sér til að stýra landinu, treystir sér til að virða lýðræðislegt umboð, og veit sannarlega hvar línan liggur. Og sú lína er ekki dregin af formanni Sjálfstæðisflokksins,“ segir Kristrún Frostadóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira