Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2025 12:02 Hildur segist ekki hafa reynt að fremja valdarán í gærkvöldi. Vísir/Einar „Mér þykir innilega leiðinlegt að fundarstjórn mín sem varaforseti í gærkvöldi sé túlkuð sem tilraun til valdaráns eða hvað það er sem ég heyri víða þennan morguninn. Í stuttu máli var það að sjálfsögðu alls ekki ætlun mín,“ segir Hildur Sverrisdóttir. Ákvörðun hennar um að slíta þingfundi klukkan 23:39 í gærkvöldi olli miklu fjaðrafoki á þingi í morgun. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti óvænt ávarp í upphafi þingfundar í morgun vegna þessa og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fór hörðum orðum um ákvörðun Hildar og framgöngu stjórnarandstöðunnar almennt. „Það er verið að ganga á svig við leikreglurnar en það er alveg í samræmi við það hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða. Því miður er það þannig,“ sagði hún til að mynda. Þingfundir almennt ekki fram yfir miðnætti Hildur hefur ritað færslu á Facebook þar sem hún svarar þeirri holskeflu gagnrýni sem hún fékk yfir sig í morgun. Hún var meðal annars sökuð um að hafa reynt að fremja valdarán af Guðmundi Inga Kristinssyni mennta- og barnamálaráðherra. Það hafi að sjálfsögðu ekki verið ætlun hennar að fremja valdarán. „Fyrir áhugasama um þetta fyrirkomulag þá eru langir þingfundir almennt til miðnættis. Varaforseti á ekki að gefa ræðumanni orðið heldur slíta fundi þegar fullur ræðutími hans með andsvörum myndi ekki nást fyrir þann tíma. Forsætisnefnd hefur ekki verið kölluð saman í vikunni og forseti hefur ekki haft samráð við varaforseta um lengd þingfunda. Hvorki forseti né nokkur annar hafði tjáð mér í gær að til stæði að halda fund lengur en til miðnætti,“ segir hún. Því hafi hún talið sig hafa verið að fylgja réttu fyrirkomulagi með því að slíta fundi í stað þess að gefa ræðumanni orðið, sem hefði verið lengra en til miðnættis. Engin fyrirmæli um annað „Ég sumsé taldi mig vera að fylgja venjum þar sem næturfundir eru algjör undantekning og ég var ekki með neinar upplýsingar eða fyrirmæli forseta um annað. En ég hefði eftir á að hyggja að spyrjast fyrir í ljósi aðstæðna og þykir leitt að hafa valdið öllu þessu uppnámi.“ Þá hafi hún heyrt talað um það að Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, hefði rétt henni blað með fyrirmælum um að slíta þingfundi. Á því blaði hafi hins vegar verið dagskrártillaga stjórnarandstöðunnar um óundirbúnar fyrirspurnir, svo stjórnarandstaðan gæti sinnt eftirlitshlutverki sínu. „Ég ótrúlegt en satt tek ekki við fyrirmælum frá Bergþóri Ólasyni, eins ágætur og hann er, heldur tek mínar ákvarðanir sjálf - sem eru svo misfarsælar eins og gengur.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti óvænt ávarp í upphafi þingfundar í morgun vegna þessa og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fór hörðum orðum um ákvörðun Hildar og framgöngu stjórnarandstöðunnar almennt. „Það er verið að ganga á svig við leikreglurnar en það er alveg í samræmi við það hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða. Því miður er það þannig,“ sagði hún til að mynda. Þingfundir almennt ekki fram yfir miðnætti Hildur hefur ritað færslu á Facebook þar sem hún svarar þeirri holskeflu gagnrýni sem hún fékk yfir sig í morgun. Hún var meðal annars sökuð um að hafa reynt að fremja valdarán af Guðmundi Inga Kristinssyni mennta- og barnamálaráðherra. Það hafi að sjálfsögðu ekki verið ætlun hennar að fremja valdarán. „Fyrir áhugasama um þetta fyrirkomulag þá eru langir þingfundir almennt til miðnættis. Varaforseti á ekki að gefa ræðumanni orðið heldur slíta fundi þegar fullur ræðutími hans með andsvörum myndi ekki nást fyrir þann tíma. Forsætisnefnd hefur ekki verið kölluð saman í vikunni og forseti hefur ekki haft samráð við varaforseta um lengd þingfunda. Hvorki forseti né nokkur annar hafði tjáð mér í gær að til stæði að halda fund lengur en til miðnætti,“ segir hún. Því hafi hún talið sig hafa verið að fylgja réttu fyrirkomulagi með því að slíta fundi í stað þess að gefa ræðumanni orðið, sem hefði verið lengra en til miðnættis. Engin fyrirmæli um annað „Ég sumsé taldi mig vera að fylgja venjum þar sem næturfundir eru algjör undantekning og ég var ekki með neinar upplýsingar eða fyrirmæli forseta um annað. En ég hefði eftir á að hyggja að spyrjast fyrir í ljósi aðstæðna og þykir leitt að hafa valdið öllu þessu uppnámi.“ Þá hafi hún heyrt talað um það að Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, hefði rétt henni blað með fyrirmælum um að slíta þingfundi. Á því blaði hafi hins vegar verið dagskrártillaga stjórnarandstöðunnar um óundirbúnar fyrirspurnir, svo stjórnarandstaðan gæti sinnt eftirlitshlutverki sínu. „Ég ótrúlegt en satt tek ekki við fyrirmælum frá Bergþóri Ólasyni, eins ágætur og hann er, heldur tek mínar ákvarðanir sjálf - sem eru svo misfarsælar eins og gengur.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira