Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Íþróttadeild Sýnar skrifar 10. júlí 2025 21:31 Íslenska liðið þjappaði sér saman í restina en stærstur hluti leiksins var ekki góður Vísir/Anton Brink Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. Sveindís Jane skoraði fyrsta mark leiksins og var langbesti leikmaður Íslands í kvöld. Það gekk illa að tengja saman á milli varnar og sóknar í kvöld og miðja Íslands var algjörlega ósýnileg á köflum en góður lokasprettur hjá Íslandi lagaði stöðuna aðeins til. Það breytir þó ekki svekkelsinu og Ísland er úr leik með núll stig. Einkunnir liðsins má sjá hér að neðan. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [4] Hefði mögulega átt að gera betur bæði í öðru og fjórða marki Noregs. Var svo skilin eftir varnarlaus í þriðja markinu þegar íslenska vörnin var spiluð sundur og saman. Greip ágætlega inn í inn á milli en heilt yfir ekki góð frammistaða. Sædís Rún Heiðarsdóttir vinstri bakvörður [4] Uppspilið var ýmist á leið til vinstri eða í gegnum Ingibjörgu og það gekk ekki vel. Varnarlína Íslands leit einfaldlega mjög illa út á löngum köflum í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [4] Fyrirliðinn reyndi greinilega að hvetja sínar konur áfram í kvöld en línan öll á hælunum oft og Glódís engin undantekning. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [3] Uppspilið átti greinilega oft að byrja hjá Ingibjörgu sem gekk brösulega. Komst aldrei í sinn takt í kvöld. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Mjög ólík sjálfri sér í þessum leik, óörugg, stundum illa staðsett og skilaði boltanum illa frá sér. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] Alveg týnd á miðjunni á löngum köflum en átti skallann sem datt fyrir Sveindísi í fyrsta markinu. Fór af velli á 82. mínútu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [3] Alveg týnd á miðjunni og skipt útaf á 57. mínútu fyrir Hildi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [3] Svo til alveg týnd á miðjunni. Átti hornspyrnuna sem gaf af sér fyrsta mark Íslands. Katla Tryggvadóttir, vinstri vængmaður [3] Sást lítið í leiknum, kannski vegna þess að boltinn fór oftar en ekki í gegnum hinn vænginn hjá Sveindísi. Skipt útaf á 57. mínútu fyrir Öglu Maríu. Sandra María Jessen, framherji [5] Var oft alein að kljást við tvo til þrjá varnarmenn meðan að íslenska liðið reyndi að koma sér í stöðu. Erfitt hlutverk í leik þar sem miðjan var ekki að tengja á milli sóknar og varnar. Fékk hálfgert dauðafæri á 70. mínútu sem endaði í hliðarnetinu. Fór af velli á 71. mínútu fyrir Hlín. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri vængmaður [8] Hljóp og vann val allan leikinn. Skoraði fyrsta mark Íslands og lagði upp næsta sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Langbesti leikmaður Íslands í dag. Varamenn Agla María Albertsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Kom inn á með baráttu og djöfulgang í erfiðri stöðu. Dagný Brynjarsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Líkt og Agla þá kom Dagný inn á þegar liðið var í brekku en kom með smá festu inn á miðjuna. Skellti svo í vitlaust innkast í blálokin þegar Ísland hefði getað brunað í síðustu sókn leiksins í uppbótartíma. Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu á 71 . mínútu. [7] Mjög flott innkoma hjá Hlín. Skoraði mark með öruggri afgreiðslu og fiskaði svo vítaspyrnu í uppbótartíma Amanda Andradóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu á 71 . mínútu [5] Við skoruðum tvö mörk eftir að Amanda kom inn á, svo eitthvað gerði hún rétt. Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á fyrir Alexöndru Jóhannsdóttir á 82. mínútu. [Spilaði of lítið] EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Sveindís Jane skoraði fyrsta mark leiksins og var langbesti leikmaður Íslands í kvöld. Það gekk illa að tengja saman á milli varnar og sóknar í kvöld og miðja Íslands var algjörlega ósýnileg á köflum en góður lokasprettur hjá Íslandi lagaði stöðuna aðeins til. Það breytir þó ekki svekkelsinu og Ísland er úr leik með núll stig. Einkunnir liðsins má sjá hér að neðan. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [4] Hefði mögulega átt að gera betur bæði í öðru og fjórða marki Noregs. Var svo skilin eftir varnarlaus í þriðja markinu þegar íslenska vörnin var spiluð sundur og saman. Greip ágætlega inn í inn á milli en heilt yfir ekki góð frammistaða. Sædís Rún Heiðarsdóttir vinstri bakvörður [4] Uppspilið var ýmist á leið til vinstri eða í gegnum Ingibjörgu og það gekk ekki vel. Varnarlína Íslands leit einfaldlega mjög illa út á löngum köflum í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [4] Fyrirliðinn reyndi greinilega að hvetja sínar konur áfram í kvöld en línan öll á hælunum oft og Glódís engin undantekning. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [3] Uppspilið átti greinilega oft að byrja hjá Ingibjörgu sem gekk brösulega. Komst aldrei í sinn takt í kvöld. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Mjög ólík sjálfri sér í þessum leik, óörugg, stundum illa staðsett og skilaði boltanum illa frá sér. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] Alveg týnd á miðjunni á löngum köflum en átti skallann sem datt fyrir Sveindísi í fyrsta markinu. Fór af velli á 82. mínútu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [3] Alveg týnd á miðjunni og skipt útaf á 57. mínútu fyrir Hildi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [3] Svo til alveg týnd á miðjunni. Átti hornspyrnuna sem gaf af sér fyrsta mark Íslands. Katla Tryggvadóttir, vinstri vængmaður [3] Sást lítið í leiknum, kannski vegna þess að boltinn fór oftar en ekki í gegnum hinn vænginn hjá Sveindísi. Skipt útaf á 57. mínútu fyrir Öglu Maríu. Sandra María Jessen, framherji [5] Var oft alein að kljást við tvo til þrjá varnarmenn meðan að íslenska liðið reyndi að koma sér í stöðu. Erfitt hlutverk í leik þar sem miðjan var ekki að tengja á milli sóknar og varnar. Fékk hálfgert dauðafæri á 70. mínútu sem endaði í hliðarnetinu. Fór af velli á 71. mínútu fyrir Hlín. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri vængmaður [8] Hljóp og vann val allan leikinn. Skoraði fyrsta mark Íslands og lagði upp næsta sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Langbesti leikmaður Íslands í dag. Varamenn Agla María Albertsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Kom inn á með baráttu og djöfulgang í erfiðri stöðu. Dagný Brynjarsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Líkt og Agla þá kom Dagný inn á þegar liðið var í brekku en kom með smá festu inn á miðjuna. Skellti svo í vitlaust innkast í blálokin þegar Ísland hefði getað brunað í síðustu sókn leiksins í uppbótartíma. Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu á 71 . mínútu. [7] Mjög flott innkoma hjá Hlín. Skoraði mark með öruggri afgreiðslu og fiskaði svo vítaspyrnu í uppbótartíma Amanda Andradóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu á 71 . mínútu [5] Við skoruðum tvö mörk eftir að Amanda kom inn á, svo eitthvað gerði hún rétt. Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á fyrir Alexöndru Jóhannsdóttir á 82. mínútu. [Spilaði of lítið]
EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn