Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar 12. júlí 2025 12:01 Ísland stendur nú frammi fyrir ákvörðun, sem kann að virðast tæknileg og fjarlæg, en sem snertir eitt af helgustu gildi íslenskrar stjórnskipunar: fullveldi þjóðarinnar. Hér er átt við fyrirhugaðar breytingar á Alþjóðlegu heilbrigðisreglugerðinni (IHR) og nýjan heimsfaraldurssamning sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) vinnur að. Breytingarnar taka sjálfkrafa gildi hjá aðildarríkjum 19. júlí næstkomandi, nema þeim sé hafnað með formlegri yfirlýsingu. Ísland er meðal aðildarríkjanna en stjórnvöld hafa ekki tjáð sig opinberlega um málið. Hvers vegna veit nú enginn. Eru það hagsmunir eða heimska? RÚV fjallar ekki málið. Kemur það á óvart? Ógn við fullveldi Íslands Í stjórnarskrá Íslands segir skýrt í 1. grein að Ísland sé fullvalda ríki. Öll valdheimild stjórnvalda á upptök sín hjá íslensku þjóðinni, engum öðrum. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að WHO geti í framtíðinni tekið sér vald til að lýsa yfir alþjóðlegum neyðarástandi og leggja fyrir einstök aðildarríki að framkvæma tilteknar ráðstafanir. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur: Erum við reiðubúin að framselja vald yfir eigin sóttvarnaráætlunum til aðila alþjóðastofnunar sem enginn Íslendingur hefur kosið? Mannréttindi og lýðræði í húfi Hér er ekki bara spurning um fullveldi ríkisins, heldur einnig um grundvallarréttindi borgaranna. Breytingarnar á IHR og nýi samningurinn gætu opnað dyrnar að eftirfarandi ráðstöfunum: a)Ferðatakmörkunum sem ákveðnar eru utan Íslands. b)Upplýsingasöfnun um heilsufar einstaklinga án innlends lýðræðislegs aðhalds eða eftirlits. c)Skyldubundnum bólusetningum, sóttkví eða öðrum aðgerðum sem óvíst er hvort Alþingi hefði samþykkt. d)Heilsufarsrannsóknir á ferðafólki, rafræn heilsuvottorð, skráningu upplýsinga og aukin fjármálaleg aðkoma einkaaðila að starfsemi stofnunarinnar. Við Íslendingar höfum áratugum saman lagt áherslu á mannréttindi, friðhelgi einkalífs og sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Eigum við að leggja þessi verðmæti í hendur ólýðræðislegra embættismanna í Genf? Aðrar þjóðir eru varfærnar – erum við það einnig? Nokkur Evrópuríki hafa þegar vakið athygli á að breytingarnar gangi of langt og geti brotið gegn þeirra eigin stjórnarskrá. Sviss, sem hýsir höfuðstöðvar WHO, hefur kallað eftir skýrum fyrirvörum. Ísland má ekki sýna minni varfærni. Hvað eiga Íslendingar að gera? Við eigum að standa vörð um: Fullveldi þjóðarinnar. Rétt Alþingis til að ákveða aðgerðir á íslensku yfirráðasvæði. Lýðræðislegt aðhald og gagnsæi. Það þarf ekki að þýða að Ísland standi utan alþjóðlegrar samvinnu. En við verðum að tryggja að samvinna við WHO verði á okkar eigin forsendum og skilyrðislaust innan þeirra marka sem stjórnarskráin heimilar. Niðurstaða: Höfum kjark til að segja NEI? Ég skora á íslensk stjórnvöld að hafna þessum breytingum að óbreyttu. Þetta snýst ekki um að vera með eða á móti lýðheilsu – þetta snýst um það hver fær að taka ákvarðanir fyrir íslensku þjóðina.Það er kominn tími til að við spyrjum okkur og lýðræðiskjörna fulltrúa okkar:”Ef ekki við sjálf – hver á þá að verja fullveldi Íslands?” Fresturinn er að renna út Fresturinn til að senda höfnun rennur út 19. júlí 2025. Hafi slík yfirlýsing ekki borist WHO fyrir þann tíma, verða breytingarnar bindandi fyrir Ísland án frekari aðkomu löggjafans. Ljóst er að mikil leynd hvílir yfir málinu á Íslandi, á sama tíma og umræðan hefur farið vaxandi í ýmsum ríkjum sem telja fullveldi sitt í hættu vegna fyrirkomulagsins. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Júlíus Valsson Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ísland stendur nú frammi fyrir ákvörðun, sem kann að virðast tæknileg og fjarlæg, en sem snertir eitt af helgustu gildi íslenskrar stjórnskipunar: fullveldi þjóðarinnar. Hér er átt við fyrirhugaðar breytingar á Alþjóðlegu heilbrigðisreglugerðinni (IHR) og nýjan heimsfaraldurssamning sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) vinnur að. Breytingarnar taka sjálfkrafa gildi hjá aðildarríkjum 19. júlí næstkomandi, nema þeim sé hafnað með formlegri yfirlýsingu. Ísland er meðal aðildarríkjanna en stjórnvöld hafa ekki tjáð sig opinberlega um málið. Hvers vegna veit nú enginn. Eru það hagsmunir eða heimska? RÚV fjallar ekki málið. Kemur það á óvart? Ógn við fullveldi Íslands Í stjórnarskrá Íslands segir skýrt í 1. grein að Ísland sé fullvalda ríki. Öll valdheimild stjórnvalda á upptök sín hjá íslensku þjóðinni, engum öðrum. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að WHO geti í framtíðinni tekið sér vald til að lýsa yfir alþjóðlegum neyðarástandi og leggja fyrir einstök aðildarríki að framkvæma tilteknar ráðstafanir. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur: Erum við reiðubúin að framselja vald yfir eigin sóttvarnaráætlunum til aðila alþjóðastofnunar sem enginn Íslendingur hefur kosið? Mannréttindi og lýðræði í húfi Hér er ekki bara spurning um fullveldi ríkisins, heldur einnig um grundvallarréttindi borgaranna. Breytingarnar á IHR og nýi samningurinn gætu opnað dyrnar að eftirfarandi ráðstöfunum: a)Ferðatakmörkunum sem ákveðnar eru utan Íslands. b)Upplýsingasöfnun um heilsufar einstaklinga án innlends lýðræðislegs aðhalds eða eftirlits. c)Skyldubundnum bólusetningum, sóttkví eða öðrum aðgerðum sem óvíst er hvort Alþingi hefði samþykkt. d)Heilsufarsrannsóknir á ferðafólki, rafræn heilsuvottorð, skráningu upplýsinga og aukin fjármálaleg aðkoma einkaaðila að starfsemi stofnunarinnar. Við Íslendingar höfum áratugum saman lagt áherslu á mannréttindi, friðhelgi einkalífs og sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Eigum við að leggja þessi verðmæti í hendur ólýðræðislegra embættismanna í Genf? Aðrar þjóðir eru varfærnar – erum við það einnig? Nokkur Evrópuríki hafa þegar vakið athygli á að breytingarnar gangi of langt og geti brotið gegn þeirra eigin stjórnarskrá. Sviss, sem hýsir höfuðstöðvar WHO, hefur kallað eftir skýrum fyrirvörum. Ísland má ekki sýna minni varfærni. Hvað eiga Íslendingar að gera? Við eigum að standa vörð um: Fullveldi þjóðarinnar. Rétt Alþingis til að ákveða aðgerðir á íslensku yfirráðasvæði. Lýðræðislegt aðhald og gagnsæi. Það þarf ekki að þýða að Ísland standi utan alþjóðlegrar samvinnu. En við verðum að tryggja að samvinna við WHO verði á okkar eigin forsendum og skilyrðislaust innan þeirra marka sem stjórnarskráin heimilar. Niðurstaða: Höfum kjark til að segja NEI? Ég skora á íslensk stjórnvöld að hafna þessum breytingum að óbreyttu. Þetta snýst ekki um að vera með eða á móti lýðheilsu – þetta snýst um það hver fær að taka ákvarðanir fyrir íslensku þjóðina.Það er kominn tími til að við spyrjum okkur og lýðræðiskjörna fulltrúa okkar:”Ef ekki við sjálf – hver á þá að verja fullveldi Íslands?” Fresturinn er að renna út Fresturinn til að senda höfnun rennur út 19. júlí 2025. Hafi slík yfirlýsing ekki borist WHO fyrir þann tíma, verða breytingarnar bindandi fyrir Ísland án frekari aðkomu löggjafans. Ljóst er að mikil leynd hvílir yfir málinu á Íslandi, á sama tíma og umræðan hefur farið vaxandi í ýmsum ríkjum sem telja fullveldi sitt í hættu vegna fyrirkomulagsins. Höfundur er læknir.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun