Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar 12. júlí 2025 17:31 Ég efast um að mörg kannist við að hafa verið spurð að þessu. Öll teljum við okkur samt skilja og treysta einkunnagjöfinni fyrir bílprófið: annað hvort nær nemandinn bílprófinu eða ekki. Engar prósentur. Bara hæfni náð eða ekki, grænt eða ekki. Grunnskólar eru skyldugir að nota sex stiga bókstafakvarða við lok 10. bekkjar. Að öðru leyti hafa þeir nokkuð frjálsar hendur um hvaða tákn þeir nota. Eftir sem áður hefur borið mjög á þeirri gagnrýni að bókstafakvarðinn sé ónákvæmur og illskiljanlegur. Því er jafnvel haldið fram að fá þrep kvarðans stuðli að meðalmennsku og metnaðarleysi. En ef svo er: Hvers vegna sprettur ekki fram krafa um einkunnir á breiðari skala við lok ökuskólans? Frá sjónarhóli nemandans tengist svarið vafalaust áhuga. Nemandinn hefur sjálfur valið að öðlast bílpróf og fær þann tíma sem hann þarf til að ná settu marki. Námið snýst ekki um að ná tiltekinni einkunn heldur til að öðlast eftirsóknarverða hæfni og réttindi. Frá sjónarhóli fullorðinna ætla ég að kasta fram þeirri tilgátu að ef til vill spili traust þar inn í. Fólk þekkir vel hvaða hæfni er að baki bílprófinu og tekur jafnvel virkan þátt í ökunáminu með æfingaakstri. Foreldrar geta því lýst náminu og leiðbeint nemandanum. Þannig á það að vera. Tengslin milli einkunnar og hæfniviðmiða eru skýr. Spurningin hvað fékkstu í einkunn er því óþörf. Í umræðu um einkunnir við lok 10. bekkjar hafa skilin milli framhaldsskóla og grunnskóla verið áberandi í umræðunni. Þar skiptir mestu máli að nemandinn geti treyst því námsmati sem fylgir honum úr grunnskóla og að hann fái nám við hæfi í viðtökuskólanum. Til þess þarf framhaldskólinn í raun bara að vita hvort nemandinn hafi náð hæfniviðmiðum 10. bekkjar eða hvort hann þurfi lengri tíma til að ná hæfninni. Slíkt námsmat kallar ekki á 10-100 stiga tölukvarða. Annað hvort þarf nemandinn meiri tíma eða getur fært sig á næsta þrep. Bókstafir, tölur, steinvölur, litir eða broskallar eru allt bara tákn, staðfesting á að nemandi hafi tiltekna hæfni og ef til vill upp að hvaða marki. Hvert tákn getur átt vel við á einum stað en ekki öðrum. Eftir sem áður er það í mínum huga algjört aukaatriði hvaða tákn við notum til að draga námsárangur saman á vitnisburðarblaði. Eða erum við öll sammála um hvað 6,5 þýðir? En mannfólkið á miðil sem nýtist því í öllum öðrum félagslegum aðstæðum: tungumálið sjálft. Engin tákn koma í stað blæbrigða orðanna. Tungumálið er besta aðferðin sem við eigum til að miðla upplýsingum og til að veita góða endurgjöf. Það er lykilatriði í öllu námi og námsmati að nemandi geti lýst eigin námi og hvernig það sé metið. Öll þessi framandi hugtök eins og hæfnikort, hæfniviðmið, matsviðmið, árangursviðmið, nú eða öll þessi gulu og grænu box í Mentor, eru skref í þá átt að miðla hæfni hvers nemanda í orðum og um leið veita nemandanum orðin til að lýsa eigin námi. Við ættum að gera sem mest af því að nota tungumálin og hafa það að markmiði að efla hæfni nemenda í að tjá sig um og leggja mat á eigið nám. Við foreldrar höfum þar ríkum skyldum að gegna. Það er okkar að fylgjast með námsframvindu frá upphafi skólaárs og leggja okkur fram um að skilja námsmat skólanna. Nám verður ekki bara til við skólaslit með táknum á vitnisburðarblaði heldur byggist það upp jafnt og þétt allt árið um kring. Þar sem okkur tekst að skapa uppbyggilegt, gagnrýnið og reglulegt samtal milli skóla, nemanda og heimilis ætti traustið að vaxa með gagnkvæmum skilningi á tengslum milli hæfninnar sem krafist er og námsmats. Svona eins og í bílprófinu. Spurningin hvað fékkst þú í einkunn verður óþörf. Hvaða einkunn fékkst þú annars á bílprófinu? Höfundur er faðir barna í grunnskóla og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílpróf Börn og uppeldi Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég efast um að mörg kannist við að hafa verið spurð að þessu. Öll teljum við okkur samt skilja og treysta einkunnagjöfinni fyrir bílprófið: annað hvort nær nemandinn bílprófinu eða ekki. Engar prósentur. Bara hæfni náð eða ekki, grænt eða ekki. Grunnskólar eru skyldugir að nota sex stiga bókstafakvarða við lok 10. bekkjar. Að öðru leyti hafa þeir nokkuð frjálsar hendur um hvaða tákn þeir nota. Eftir sem áður hefur borið mjög á þeirri gagnrýni að bókstafakvarðinn sé ónákvæmur og illskiljanlegur. Því er jafnvel haldið fram að fá þrep kvarðans stuðli að meðalmennsku og metnaðarleysi. En ef svo er: Hvers vegna sprettur ekki fram krafa um einkunnir á breiðari skala við lok ökuskólans? Frá sjónarhóli nemandans tengist svarið vafalaust áhuga. Nemandinn hefur sjálfur valið að öðlast bílpróf og fær þann tíma sem hann þarf til að ná settu marki. Námið snýst ekki um að ná tiltekinni einkunn heldur til að öðlast eftirsóknarverða hæfni og réttindi. Frá sjónarhóli fullorðinna ætla ég að kasta fram þeirri tilgátu að ef til vill spili traust þar inn í. Fólk þekkir vel hvaða hæfni er að baki bílprófinu og tekur jafnvel virkan þátt í ökunáminu með æfingaakstri. Foreldrar geta því lýst náminu og leiðbeint nemandanum. Þannig á það að vera. Tengslin milli einkunnar og hæfniviðmiða eru skýr. Spurningin hvað fékkstu í einkunn er því óþörf. Í umræðu um einkunnir við lok 10. bekkjar hafa skilin milli framhaldsskóla og grunnskóla verið áberandi í umræðunni. Þar skiptir mestu máli að nemandinn geti treyst því námsmati sem fylgir honum úr grunnskóla og að hann fái nám við hæfi í viðtökuskólanum. Til þess þarf framhaldskólinn í raun bara að vita hvort nemandinn hafi náð hæfniviðmiðum 10. bekkjar eða hvort hann þurfi lengri tíma til að ná hæfninni. Slíkt námsmat kallar ekki á 10-100 stiga tölukvarða. Annað hvort þarf nemandinn meiri tíma eða getur fært sig á næsta þrep. Bókstafir, tölur, steinvölur, litir eða broskallar eru allt bara tákn, staðfesting á að nemandi hafi tiltekna hæfni og ef til vill upp að hvaða marki. Hvert tákn getur átt vel við á einum stað en ekki öðrum. Eftir sem áður er það í mínum huga algjört aukaatriði hvaða tákn við notum til að draga námsárangur saman á vitnisburðarblaði. Eða erum við öll sammála um hvað 6,5 þýðir? En mannfólkið á miðil sem nýtist því í öllum öðrum félagslegum aðstæðum: tungumálið sjálft. Engin tákn koma í stað blæbrigða orðanna. Tungumálið er besta aðferðin sem við eigum til að miðla upplýsingum og til að veita góða endurgjöf. Það er lykilatriði í öllu námi og námsmati að nemandi geti lýst eigin námi og hvernig það sé metið. Öll þessi framandi hugtök eins og hæfnikort, hæfniviðmið, matsviðmið, árangursviðmið, nú eða öll þessi gulu og grænu box í Mentor, eru skref í þá átt að miðla hæfni hvers nemanda í orðum og um leið veita nemandanum orðin til að lýsa eigin námi. Við ættum að gera sem mest af því að nota tungumálin og hafa það að markmiði að efla hæfni nemenda í að tjá sig um og leggja mat á eigið nám. Við foreldrar höfum þar ríkum skyldum að gegna. Það er okkar að fylgjast með námsframvindu frá upphafi skólaárs og leggja okkur fram um að skilja námsmat skólanna. Nám verður ekki bara til við skólaslit með táknum á vitnisburðarblaði heldur byggist það upp jafnt og þétt allt árið um kring. Þar sem okkur tekst að skapa uppbyggilegt, gagnrýnið og reglulegt samtal milli skóla, nemanda og heimilis ætti traustið að vaxa með gagnkvæmum skilningi á tengslum milli hæfninnar sem krafist er og námsmats. Svona eins og í bílprófinu. Spurningin hvað fékkst þú í einkunn verður óþörf. Hvaða einkunn fékkst þú annars á bílprófinu? Höfundur er faðir barna í grunnskóla og kennari.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun