Sport

Lið Arons Einars fær liðs­styrk úr ensku úr­vals­deildinni

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Holgate hefur ekki verið í myndinni hjá Everton síðustu tvö ár.
Holgate hefur ekki verið í myndinni hjá Everton síðustu tvö ár. Charlotte Tattersall/Getty

Lið Arons Einars Gunnarssonar, Al Gharafa, hefur fengið liðsstyrk frá Englandi. Enski miðvörðurinn Mason Holgate hefur skrifað undir samning hjá félaginu.

Holgate er 28 ára gamall en hann hefur einnig spilað sem bakvörður. Hann kemur til félagsins á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Everton hefur runnið út.

Hann hefur ekki spilað hlutverk með liðinu í ensku úrvalsdeildinni síðustu tvö ár þar sem hann hefur verið á láni hjá Southampton, Sheffield United og West Bromwich Albion.

Holgate er Englendingur að uppruna en á rætur til Jamaíka og hefur spilað sjö landsleiki fyrir liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×