Sport

Marcus Rashford neitar til­boði frá Sádí-Arabíu

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Marcus Rashford hefur líkast til spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United.
Marcus Rashford hefur líkast til spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United. Shaun Botterill/Getty

Marcus Rashford er á leiðinni frá uppeldisfélagi sínu Manchester United. Honum bauðst að fara til Sádí-Arabíu og fá þar mjög há laun en hann hefur hafnað þeim valmöguleika.

Rashford er sagður vilja fara til Barcelona en hann er ekki í plönunum hjá Ruben Amorim, stjóra Manchester United.

Rashford var á láni hjá Aston Villa á liðnu tímabili en hann tók þátt í 17 leikjum með þeim og skoraði í þeim fjögur mörk og lagði upp sex.

Samningur Rashford við United virðist vera að flækja málin fyrir Barcelona. Hann er á 325 þúsund pundum á viku og samningurinn gildir til ársins 2028.

Barcelona hefur ekki bolmagn til þess að borga slík laun undir ströngu reglunum sem gilda um laun í spænsku úrvalsdeildinni.

Manchester United hefur sett 40 milljón punda verðmiða á Rashford og vill selja leikmanninn til þeirra sem geta borgað þá upphæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×