Innlent

Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Súgandafjörður á Vestfjörðum.
Súgandafjörður á Vestfjörðum. Vísir/Vilhelm

Ökumaður ók bíl sínum af veginum í Súgandafirði, velti honum og hafnaði úti í sjó um þrjúleytið í dag.

Að sögn Hlyns Snorrasonar, yfirlögregluþjóns á Ísafirði, var ökumaður einn í bílnum og komst hann af sjálfsdáðum út úr honum og á þurrt land.

Maðurinn var síðan fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði og er ekki talinn vera með lífshættulega áverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×