Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. júlí 2025 11:22 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að beiting margumrædds ákvæðis þingskaparlaga til þess að takmarka umræður um veiðigjaldafrumvarpið muni lita allt kjörtímabilið. Vísir/Anton brink Alþingi lýkur störfum í dag með fjórum þingfundum og sögulegar umræður um veiðigjöld verða að óbreyttu leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu. Formenn stjórnarandstöðuflokka saka ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spá því að málið verði henni að lokum að falli. Forseti Alþingis vonar að þingheimur nái að starfa betur saman næsta vetur. Fyrsti þingfundur dagsins hófst klukkan tíu í morgun með þriðju umræðu um veiðigjöld. Þar tóku einungis formenn stjórnarandstöðuflokka til máls fyrir utan þingflokksformann Miðflokksins sem mælti fyrir breytingartillögu á veiðigjaldafrumvarpinu. Þung orð voru látin falla og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, sakaði ríkisstjórnina um þöggunartilburði. „Það sem hér hefur átt sér stað er ekki lengur umræða. Þetta er sviðsetning, leikrit sem sett var upp af ríkisstjórn sem hafði í hyggju að þröngva í gegn eigin niðurstöðu frá upphafi. Af þeim sökum hefur Sjálfstæðisflokkurinn lokið máli sínu,“ sagði Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Ívar Fannar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, sagði að ákvörðunin um að beita þingskaparlögum til að takmarka umræður um veiðigjaldafrumvarpið muni hafa ófyrirséðar afleiðingar. „Þar sem málfrelsi okkar í Framsókn hefur nú verið skert, þaggað niður í okkur, höfum við í Framsókn engu við að bæta. Ofríki, óbilgirni og drambsemi eru ekki heppilegir meðreiðarsveinar.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.vísir Við svipaðan tón kvað hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, sem boðar erfitt kjörtímabil. „Þingstörf verða ekki söm eftir þetta mál og hvernig komið var hér fram gagnvart Alþingi þegar þaggað var niður í háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðu frekar en að svara þeim,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þegar öllu verður á botninn hvolft, að þá mun þetta mál og hvernig á því var haldið á Alþingi verða þessari ríkisstjórn að falli.“ Fjórir þingfundir eru á dagskrá til þess að koma að umræðum og atkvæðagreiðslum um veiðigjöld, fjármálaáætlun, jöfnunarsjóð og tillögu allsherjarnefndar um veitingu ríkisborgararéttar, líkt og samið var um. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonar að þingstörfin gangi betur næsta vetur.Vísir/Ívar Fannar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust í þeim málum sem sitja eftir. Hún skilur við þingveturinn með blendnar tilfinningar; sumt hafi gengið vel en annað ekki. „Ég vona að við náum að starfa betur saman næsta vetur og hygg að allir þingmenn hafi metnað til þess.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Fyrsti þingfundur dagsins hófst klukkan tíu í morgun með þriðju umræðu um veiðigjöld. Þar tóku einungis formenn stjórnarandstöðuflokka til máls fyrir utan þingflokksformann Miðflokksins sem mælti fyrir breytingartillögu á veiðigjaldafrumvarpinu. Þung orð voru látin falla og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, sakaði ríkisstjórnina um þöggunartilburði. „Það sem hér hefur átt sér stað er ekki lengur umræða. Þetta er sviðsetning, leikrit sem sett var upp af ríkisstjórn sem hafði í hyggju að þröngva í gegn eigin niðurstöðu frá upphafi. Af þeim sökum hefur Sjálfstæðisflokkurinn lokið máli sínu,“ sagði Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Ívar Fannar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, sagði að ákvörðunin um að beita þingskaparlögum til að takmarka umræður um veiðigjaldafrumvarpið muni hafa ófyrirséðar afleiðingar. „Þar sem málfrelsi okkar í Framsókn hefur nú verið skert, þaggað niður í okkur, höfum við í Framsókn engu við að bæta. Ofríki, óbilgirni og drambsemi eru ekki heppilegir meðreiðarsveinar.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.vísir Við svipaðan tón kvað hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, sem boðar erfitt kjörtímabil. „Þingstörf verða ekki söm eftir þetta mál og hvernig komið var hér fram gagnvart Alþingi þegar þaggað var niður í háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðu frekar en að svara þeim,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þegar öllu verður á botninn hvolft, að þá mun þetta mál og hvernig á því var haldið á Alþingi verða þessari ríkisstjórn að falli.“ Fjórir þingfundir eru á dagskrá til þess að koma að umræðum og atkvæðagreiðslum um veiðigjöld, fjármálaáætlun, jöfnunarsjóð og tillögu allsherjarnefndar um veitingu ríkisborgararéttar, líkt og samið var um. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonar að þingstörfin gangi betur næsta vetur.Vísir/Ívar Fannar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust í þeim málum sem sitja eftir. Hún skilur við þingveturinn með blendnar tilfinningar; sumt hafi gengið vel en annað ekki. „Ég vona að við náum að starfa betur saman næsta vetur og hygg að allir þingmenn hafi metnað til þess.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira