Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 17:17 Spjótkastarinn Arndís Diljá Óskarsdóttir verður fyrst Íslendinga til að keppa á mótinu. @arndisdiljaa Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. Allir fimm íslensku keppendurnir eru konur og tvær þeirra keppa á móti hvorri annarri í hástökki. Keppendur Íslands eru spjótkastarinn Arndís Diljá Óskarsdóttir, grindahlauparinn Júlía Kristín Jóhannesdóttir, kringlukastarinn Hera Christensen og hástökkvararnir Birta María Haraldsdóttir og Eva María Baldursdóttir. Hér fyrir neðan má sjá gott yfirlit um íslensku keppendurna á mótinu sem finna mátti á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Arndís Diljá Óskarsdóttir keppir í spjótkasti, en hún náði lágmarki í byrjun apríl sl. þegar hún kastaði 51,97 m á móti í Bandaríkjunum. Hún er búin að vera á flottri siglingu í spjótkastinu undanfarnar vikur og mánuði og í vor var hún í miklum bætingaham en hún hefur kastað lengst 54,99 m og gerði hún það í lok maí sl. Þannig að hún er bókstaflega alveg við 55 m múrinn, það verður gaman að fylgjast með hvort hann verði rofinn í Bergen. Arndís Diljá verður fyrst íslensku keppendanna inn á völlinn en undankeppnin í spjótkasti kvenna fer fram fimmtudaginn 17. júlí klukkan 16:15 (hópur A) og 17:30 (hópur B) og úrslitin eru svo laugardaginn 19. júlí klukkan 18:55. Júlía Kristín Jóhannesdóttir keppir í 100 m grindahlaupi, en hún náði lágmarki í lok mars sl. þegar hún hljóp á 13,74 sek á móti í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur hún bætt tímann sinn nokkrum sinnum og er hennar besti tími frá því í byrjun apríl sl. en þá hljóp hún á 13,62 sek. Undanriðlar í 100 m grindahlaupi kvenna eru fimmtudaginn 17. júlí klukkan 16:40, undanúrslitin eru á föstudaginn 18. júlí klukkan 16:00 og úrslitin seinna sama dag klukkan 19:45. Birta María Haraldsdóttir keppir í hástökki, en hún náði lágmarki vorið 2024 þegar hún stökk 1,87 á Norðurlandameistaramótinu í Malmö. Þetta er hennar besti árangur en undanfarin tvö ár hefur Birta María farið níu sinnum yfir 1,80 m. Eva María Baldursdóttir keppir einnig í hástökki en hún náði lágmarki í janúar sl. þegar hún stökk 1,80 m á móti í Bandaríkjunum en síðan þá hefur hún gert sér lítið fyrir og stokkið yfir 1,84 m núna um miðjan júní. Undankeppni hástökksins fer fram fimmtudaginn 17. júlí klukkan 19:15 og úrslitin fara svo fram laugardaginn 19. júlí klukkan 17:10. Það er virkilega gaman að sjá hvað við eigum orðið sterka kvenkynshástökkvara en auk þeirra Birtu Maríu og Evu Maríu þá hefur Helga Þóra Sigurjónsdóttir einnig verið að fara mjög reglulega yfir 1,80 m. Það er langt síðan Ísland hefur átt svona marga sterka hástökkvara. Síðust til að keppa er Hera Christensen en hún keppir í kringlukasti. Hún náði lágmarki sumarið 2024 þegar hún kastaði 52,67 m á Bikarkeppni FRÍ. Hera er í góðu formi þessa dagana og bætti hún sig síðast á Evrópubikar þar sem hún kastaði 53,80 m, en það er aðeins tæpum metra frá Íslandsmeti Thelmu Lindar Kristjánsdóttur sem er 54,69 m frá sumrinu 2018. Undankeppni kringlukastsins er fimmtudaginn 19. júlí klukkan 12:10 (hópur A) og 13:20 (hópur B) og úrslitin eru svo sunnudaginn 20. júlí klukkan 18:20. Frjálsar íþróttir Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira
Allir fimm íslensku keppendurnir eru konur og tvær þeirra keppa á móti hvorri annarri í hástökki. Keppendur Íslands eru spjótkastarinn Arndís Diljá Óskarsdóttir, grindahlauparinn Júlía Kristín Jóhannesdóttir, kringlukastarinn Hera Christensen og hástökkvararnir Birta María Haraldsdóttir og Eva María Baldursdóttir. Hér fyrir neðan má sjá gott yfirlit um íslensku keppendurna á mótinu sem finna mátti á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Arndís Diljá Óskarsdóttir keppir í spjótkasti, en hún náði lágmarki í byrjun apríl sl. þegar hún kastaði 51,97 m á móti í Bandaríkjunum. Hún er búin að vera á flottri siglingu í spjótkastinu undanfarnar vikur og mánuði og í vor var hún í miklum bætingaham en hún hefur kastað lengst 54,99 m og gerði hún það í lok maí sl. Þannig að hún er bókstaflega alveg við 55 m múrinn, það verður gaman að fylgjast með hvort hann verði rofinn í Bergen. Arndís Diljá verður fyrst íslensku keppendanna inn á völlinn en undankeppnin í spjótkasti kvenna fer fram fimmtudaginn 17. júlí klukkan 16:15 (hópur A) og 17:30 (hópur B) og úrslitin eru svo laugardaginn 19. júlí klukkan 18:55. Júlía Kristín Jóhannesdóttir keppir í 100 m grindahlaupi, en hún náði lágmarki í lok mars sl. þegar hún hljóp á 13,74 sek á móti í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur hún bætt tímann sinn nokkrum sinnum og er hennar besti tími frá því í byrjun apríl sl. en þá hljóp hún á 13,62 sek. Undanriðlar í 100 m grindahlaupi kvenna eru fimmtudaginn 17. júlí klukkan 16:40, undanúrslitin eru á föstudaginn 18. júlí klukkan 16:00 og úrslitin seinna sama dag klukkan 19:45. Birta María Haraldsdóttir keppir í hástökki, en hún náði lágmarki vorið 2024 þegar hún stökk 1,87 á Norðurlandameistaramótinu í Malmö. Þetta er hennar besti árangur en undanfarin tvö ár hefur Birta María farið níu sinnum yfir 1,80 m. Eva María Baldursdóttir keppir einnig í hástökki en hún náði lágmarki í janúar sl. þegar hún stökk 1,80 m á móti í Bandaríkjunum en síðan þá hefur hún gert sér lítið fyrir og stokkið yfir 1,84 m núna um miðjan júní. Undankeppni hástökksins fer fram fimmtudaginn 17. júlí klukkan 19:15 og úrslitin fara svo fram laugardaginn 19. júlí klukkan 17:10. Það er virkilega gaman að sjá hvað við eigum orðið sterka kvenkynshástökkvara en auk þeirra Birtu Maríu og Evu Maríu þá hefur Helga Þóra Sigurjónsdóttir einnig verið að fara mjög reglulega yfir 1,80 m. Það er langt síðan Ísland hefur átt svona marga sterka hástökkvara. Síðust til að keppa er Hera Christensen en hún keppir í kringlukasti. Hún náði lágmarki sumarið 2024 þegar hún kastaði 52,67 m á Bikarkeppni FRÍ. Hera er í góðu formi þessa dagana og bætti hún sig síðast á Evrópubikar þar sem hún kastaði 53,80 m, en það er aðeins tæpum metra frá Íslandsmeti Thelmu Lindar Kristjánsdóttur sem er 54,69 m frá sumrinu 2018. Undankeppni kringlukastsins er fimmtudaginn 19. júlí klukkan 12:10 (hópur A) og 13:20 (hópur B) og úrslitin eru svo sunnudaginn 20. júlí klukkan 18:20.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira