Sögulegt sveitaball í hundrað ár Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. júlí 2025 17:01 Þórunn og Helga Snorradætur eru andlit Ögurballsins á Vestfjörðum þetta árið en báðar hafa djúpa tengingu við þetta aldagamla ball. Facebook Ögurballið Hið goðsagnakennda og árlega Ögurball verður haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 19. júlí næstkomandi og fagnar hvorki meira né minna en heillrar aldar afmæli. Því verður nóg um að vera á Vestfjörðum í vikunni. Gestir frá 18-88 ára Í fréttatilkynningu segir: „Upphitunardagskrá hefst 17. júlí en aðgöngumiða fylgir tjaldsvæði, aðgangur að sveitaballinu og samkvæmt hefð heimagerður rabarbaragrautur með rjóma. Gestir ballsins eru frá 18-88 ára og til að höfða til mismunandi aldurshópa er eitt og annað á dagskránni. Samkomuhúsið í Ögri sem hýsir viðburðina og kaffihús var byggt 1925 og er húsið því 100 ára gamalt og í tilefni þess er vegleg dagskrá í boði. Dagskráin hefst með tónleikum með Skúla mennska fimmtudagskvöld 17.júlí. Á föstudegi verður skötuveisla á kaffihúsinu í hádeginu, en um kvöldið verður harmonikuball þar sem Vigdís Jónsdóttir, Marinó Björnsson og Einar Friðgeir Björnsson leika fyrir dansi. Ungir og aldnir fá þarna kjörið tækifæri til að upplifa ball í anda þess tíma þegar Ögurhreppur var blómleg sveit með litríku mannlífi og öflugu menningar- og félagsstarfi. Á laugardagsmorgni verður söguganga um svæðið sem endar með messu í Ögurkirkju, leiksýningin Ariasman. Um miðjan dag verður beer pong mót og Ögurballið sjálft fer svo fram um kvöldið, þar sem hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.“ Hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.Facebook Ögurballið Eiga djúp persónuleg tengsl við Ögurballið Á hverju ári velja systkinin í Ögri einstaklinga sem eiga sérstaka tengingu við Ögurballið til að vera andlit þess og taka þátt í kynningu viðburðarins. Í ár eru það systurnar Þórunn og Helga Snorradætur frá Ísafirði sem gegna því hlutverki og eiga báðar djúp persónuleg tengsl við Ögurballið. Þórunn var hluti af hljómsveitinni Þórunn & Halli, sem spilaði samfellt á ballinu frá 1999 til 2021 og naut mikilla vinsælda meðal gesta. Helga var eiginkona Halla, sem lést á síðasta ári langt fyrir aldur fram. Því þykir bæði fallegt og viðeigandi að systurnar sameinist nú sem andlit Ögurballsins – táknræn þátttaka sem endurspeglar sterk tengsl þeirra við viðburðinn. Enda kvöldið á rabarbaragraut með rjóma Halla María Halldórsdóttir, ein af skipuleggjendum ballsins segir: „Það er gömul hefð að bjóða rabarbaragraut með rjóma á ballinu. Þegar ballið var haldið fyrst fyrir 100 árum kom fólk alls staðar að, úr Djúpinu, flestir sjóleiðina og sumir ríðandi eða gangandi. Svo var dansað til morguns. Til að hjálpa gestum að skerpa athyglina fyrir heimferðina var tekið upp á því að bjóða upp á dísætan rabarbaragraut með hnausþykkum rjóma. Við höldum í hefðina og gerum grautinn eftir uppskrift mömmu minnar Maju í Ögri, rjómann fáum við frá Erpsstöðum. Þetta er í leiðinni hálfgert ættarmót, stórfjölskyldan skipuleggur sumarfríið út frá þessari helgi. Vinir og vandamenn eru farnir að gera það sama til að hjálpa okkur og það er svo frábært að sjá sama fólkið koma ár eftir ár. Einu sinni mætt getur ekki hætt.“ Ögurballið er að hennar sögn einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum. Á ballið er 18 ára aldurstakmark og enginn yngri má koma á svæðið nema í fylgd foreldra eða forráðamanna. Hér má nálgast nánari upplýsingar um ballið. Samkvæmislífið Ísafjarðarbær Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gestir frá 18-88 ára Í fréttatilkynningu segir: „Upphitunardagskrá hefst 17. júlí en aðgöngumiða fylgir tjaldsvæði, aðgangur að sveitaballinu og samkvæmt hefð heimagerður rabarbaragrautur með rjóma. Gestir ballsins eru frá 18-88 ára og til að höfða til mismunandi aldurshópa er eitt og annað á dagskránni. Samkomuhúsið í Ögri sem hýsir viðburðina og kaffihús var byggt 1925 og er húsið því 100 ára gamalt og í tilefni þess er vegleg dagskrá í boði. Dagskráin hefst með tónleikum með Skúla mennska fimmtudagskvöld 17.júlí. Á föstudegi verður skötuveisla á kaffihúsinu í hádeginu, en um kvöldið verður harmonikuball þar sem Vigdís Jónsdóttir, Marinó Björnsson og Einar Friðgeir Björnsson leika fyrir dansi. Ungir og aldnir fá þarna kjörið tækifæri til að upplifa ball í anda þess tíma þegar Ögurhreppur var blómleg sveit með litríku mannlífi og öflugu menningar- og félagsstarfi. Á laugardagsmorgni verður söguganga um svæðið sem endar með messu í Ögurkirkju, leiksýningin Ariasman. Um miðjan dag verður beer pong mót og Ögurballið sjálft fer svo fram um kvöldið, þar sem hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.“ Hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.Facebook Ögurballið Eiga djúp persónuleg tengsl við Ögurballið Á hverju ári velja systkinin í Ögri einstaklinga sem eiga sérstaka tengingu við Ögurballið til að vera andlit þess og taka þátt í kynningu viðburðarins. Í ár eru það systurnar Þórunn og Helga Snorradætur frá Ísafirði sem gegna því hlutverki og eiga báðar djúp persónuleg tengsl við Ögurballið. Þórunn var hluti af hljómsveitinni Þórunn & Halli, sem spilaði samfellt á ballinu frá 1999 til 2021 og naut mikilla vinsælda meðal gesta. Helga var eiginkona Halla, sem lést á síðasta ári langt fyrir aldur fram. Því þykir bæði fallegt og viðeigandi að systurnar sameinist nú sem andlit Ögurballsins – táknræn þátttaka sem endurspeglar sterk tengsl þeirra við viðburðinn. Enda kvöldið á rabarbaragraut með rjóma Halla María Halldórsdóttir, ein af skipuleggjendum ballsins segir: „Það er gömul hefð að bjóða rabarbaragraut með rjóma á ballinu. Þegar ballið var haldið fyrst fyrir 100 árum kom fólk alls staðar að, úr Djúpinu, flestir sjóleiðina og sumir ríðandi eða gangandi. Svo var dansað til morguns. Til að hjálpa gestum að skerpa athyglina fyrir heimferðina var tekið upp á því að bjóða upp á dísætan rabarbaragraut með hnausþykkum rjóma. Við höldum í hefðina og gerum grautinn eftir uppskrift mömmu minnar Maju í Ögri, rjómann fáum við frá Erpsstöðum. Þetta er í leiðinni hálfgert ættarmót, stórfjölskyldan skipuleggur sumarfríið út frá þessari helgi. Vinir og vandamenn eru farnir að gera það sama til að hjálpa okkur og það er svo frábært að sjá sama fólkið koma ár eftir ár. Einu sinni mætt getur ekki hætt.“ Ögurballið er að hennar sögn einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum. Á ballið er 18 ára aldurstakmark og enginn yngri má koma á svæðið nema í fylgd foreldra eða forráðamanna. Hér má nálgast nánari upplýsingar um ballið.
Samkvæmislífið Ísafjarðarbær Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“