Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2025 09:04 Stórir hlutar Gasa eru rústir einar og nú hyggjast Ísraelsmenn koma íbúum fyrir í gettói á rústum Rafah. Getty/Future Publishing/GocherImagery/Ramez Habboub Fyrirætlanir stjórnvalda í Ísrael um að safna íbúum Gasa saman í búðum á rústum Rafah-borgar hafa vakið deilur, bæði við samningaborðið og milli stjórnvalda og Ísraelshers. Husam Badran, einn samningamanna Hamas, segir hugmyndir um búðirnar lagðar fram gagngert til þess að flækja viðræður um vopnahlé. Um yrði að ræða einangraða borg; gettó, og tillögurnar séu algjörlega óásættanlegar. Ehud Olmert, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur einnig stigið fram og gagnrýnt fyrirætlanirnar, sem hann segir myndu jafngilda þjóðernishreinsun. Forysta Ísraelshers er sömuleiðis sögð á móti hugmyndunum, jafnvel þótt herinn hafi hlýtt skipunum og hafið undirbúning verkefnisins. Ísraelskir miðlar hafa greint frá því að deilur hafi brotist út á milli Eyal Zamir, yfirmanns heraflans, og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra á öryggisráðsfundi á sunnudag. Þar sagði Zamir að áætlunin myndi útheimta fjármagn og aðföng sem væri betur varið í að freista þess að frelsa þá gísla sem enn væru í haldi Hamas. Netanyahu sakaði Zamir hins vegar um að leggja fram óraunhæfar áætlanir um byggingu búðanna, bæði hvað varðar kostnað og tímaramma. Krafðist hann þess að lagðar yrðu fram nýjar áætlanir, ódýrari og hraðvirkari, í dag í síðasta lagi. Guardian fjallar ítarlega um málið. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Sjá meira
Husam Badran, einn samningamanna Hamas, segir hugmyndir um búðirnar lagðar fram gagngert til þess að flækja viðræður um vopnahlé. Um yrði að ræða einangraða borg; gettó, og tillögurnar séu algjörlega óásættanlegar. Ehud Olmert, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur einnig stigið fram og gagnrýnt fyrirætlanirnar, sem hann segir myndu jafngilda þjóðernishreinsun. Forysta Ísraelshers er sömuleiðis sögð á móti hugmyndunum, jafnvel þótt herinn hafi hlýtt skipunum og hafið undirbúning verkefnisins. Ísraelskir miðlar hafa greint frá því að deilur hafi brotist út á milli Eyal Zamir, yfirmanns heraflans, og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra á öryggisráðsfundi á sunnudag. Þar sagði Zamir að áætlunin myndi útheimta fjármagn og aðföng sem væri betur varið í að freista þess að frelsa þá gísla sem enn væru í haldi Hamas. Netanyahu sakaði Zamir hins vegar um að leggja fram óraunhæfar áætlanir um byggingu búðanna, bæði hvað varðar kostnað og tímaramma. Krafðist hann þess að lagðar yrðu fram nýjar áætlanir, ódýrari og hraðvirkari, í dag í síðasta lagi. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Sjá meira