Íslenski boltinn

Elvis snúinn aftur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elvis verður með ÍBV í fallbaráttunni.
Elvis verður með ÍBV í fallbaráttunni. ÍBV

Elvis Bwonomo er mættur aftur til Vestmannaeyja og búinn að skrifa undir samning við ÍBV sem gildir út tímabilið.

Elvis þekkir vel til í Vestmannaeyjum eftir að hafa spilað tvö tímabil með ÍBV, 2022 og 2023. Hann var valinn besti leikmaður liðsins á seinna tímabilinu og skipti yfir til St. Mirren í Skotlandi, en er nú snúinn aftur til Eyja.

Elvis er sérstaklega eftirminnilegur nafnsins vegna og myndaði á sínum tíma skemmtilegt miðvarðapar með Richard King.

Á leikskýrslum ÍBV tímabilið 2023 mátti því finna King og Elvis, sem minnir mjög á rokkstjörnuna Elvis Presley, sem var og er reglulega kallaður kóngur.

„Elvis kemur frá Úganda eins og margir öflugir leikmenn sem spilað hafa fyrir ÍBV en hann á að baki tvo landsleiki fyrir þjóðina. Hann hefur samtals leikið 48 leiki fyrir ÍBV og er ljóst að nú verða þeir fleiri… Hann er fyrst og fremst öflugur varnarmaður en hann getur leyst flestar stöðurnar í öftustu línu með prýði“ segir meðal annars í tilkynningu ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×