Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Agnar Már Másson skrifa 15. júlí 2025 20:48 Ökumaður krossara spændi upp móann við Nesjavallaleið. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi. „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir landvörður. Samsett Mynd Landvörður telur utanvegaakstur daglegt brauð í Reykjanesfólkvangi og sökudólgana í flestum tilfellum Íslendinga. Myndband af ökumanni á mótorkrosshjóli aka utan vegar við Nesjavallaleið og tæta upp mosann á svæðinu vakti mikla athygli þegar það var birt í gær. Leiðsögumaðurinn Teitur Þorkelsson birti myndbandið á Facebook, þar sem hann sagðist hafa séð tvo menn, hvor á sínum krossara, keyra utan vegar í móa skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Skráningarnúmer hafi vantað á ökutækin. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi. „Ég sé alla vega ummerki um þennan akstur og við stöndum nú ofan á ummerkjum um mótorhjól sem hafa verið keyrð utan vegar,“ segir Ásta Kristín Davíðsdóttir landvörður. „Ég held að þetta sé daglegt meðan færð leyfir,“ bætir hún við en Ásta segir fólk keyra utan vega á mótorhjólum, buggybílum, fjórhjólum og jeppum í bland. Mótorhjólamennirnir fari oft lengra og meira en aðrir. „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir Ásta, „þetta er náttúra sem skiptir okkur miklu máli og við fundum það í Covid og fleiri tímum sem við þurftum mikið á henni að halda og vera úti að hún er ekki eitthvað sem við eigum endalaust af. Við verðum að fara vel með það sem við eigum af því.“ Myndband birtist í fjölmiðlum árið 2018 þar sem sjá má ökumann bíls spóla um í mosanum. Á Instagram-síðunni Ekki aka utan vega á Íslandi takk má sjá myndir af sama svæði sem teknar voru í haust og vetur. Enn má sjá hjólförin í mosanum sjö árum síðar. „Þetta hefur mikil áhrif á náttúruna. Það eru gríðarlegar skemmdir að eitthvað hjól sé að tæta upp grónar brekkur. Þetta á ekki að eiga sér stað.“ Algengast er að Íslendingar eða fólk búsett hér á landi gerist sekt um utanvegaakstur, ekki síst á hálendinu þar sem fólk þarf að vera á upphækkuðum jeppum með hærra loftinntaki. Heldurðu að fólkið viti að þetta megi ekki? „Þessi lög eru frá 1970 og eitthvað,“ svarar Ásta. „Ég efast um að fólkið sem þetta gerir hafi fengið próf fyrir þann tíma.“ Umhverfismál Reykjanesbær Bílar Ferðaþjónusta Bílaleigur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
Myndband af ökumanni á mótorkrosshjóli aka utan vegar við Nesjavallaleið og tæta upp mosann á svæðinu vakti mikla athygli þegar það var birt í gær. Leiðsögumaðurinn Teitur Þorkelsson birti myndbandið á Facebook, þar sem hann sagðist hafa séð tvo menn, hvor á sínum krossara, keyra utan vegar í móa skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Skráningarnúmer hafi vantað á ökutækin. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi. „Ég sé alla vega ummerki um þennan akstur og við stöndum nú ofan á ummerkjum um mótorhjól sem hafa verið keyrð utan vegar,“ segir Ásta Kristín Davíðsdóttir landvörður. „Ég held að þetta sé daglegt meðan færð leyfir,“ bætir hún við en Ásta segir fólk keyra utan vega á mótorhjólum, buggybílum, fjórhjólum og jeppum í bland. Mótorhjólamennirnir fari oft lengra og meira en aðrir. „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir Ásta, „þetta er náttúra sem skiptir okkur miklu máli og við fundum það í Covid og fleiri tímum sem við þurftum mikið á henni að halda og vera úti að hún er ekki eitthvað sem við eigum endalaust af. Við verðum að fara vel með það sem við eigum af því.“ Myndband birtist í fjölmiðlum árið 2018 þar sem sjá má ökumann bíls spóla um í mosanum. Á Instagram-síðunni Ekki aka utan vega á Íslandi takk má sjá myndir af sama svæði sem teknar voru í haust og vetur. Enn má sjá hjólförin í mosanum sjö árum síðar. „Þetta hefur mikil áhrif á náttúruna. Það eru gríðarlegar skemmdir að eitthvað hjól sé að tæta upp grónar brekkur. Þetta á ekki að eiga sér stað.“ Algengast er að Íslendingar eða fólk búsett hér á landi gerist sekt um utanvegaakstur, ekki síst á hálendinu þar sem fólk þarf að vera á upphækkuðum jeppum með hærra loftinntaki. Heldurðu að fólkið viti að þetta megi ekki? „Þessi lög eru frá 1970 og eitthvað,“ svarar Ásta. „Ég efast um að fólkið sem þetta gerir hafi fengið próf fyrir þann tíma.“
Umhverfismál Reykjanesbær Bílar Ferðaþjónusta Bílaleigur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði