Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Agnar Már Másson skrifar 15. júlí 2025 23:04 Kaffistofan hefur verið rekin í Guðrúnartúni en þaðan er stutt í gistiskýli borgarinnar. Vísir/Vilhelm Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. Greint var frá því í fyrrasumar að leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefði verið sagt upp og rýma þyrfti húsnæðið fyrir október 2025 en Kaffistofan hafði verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga ársins hring. Í maí lýstu forstöðumenn Samhjálpar svo áhyggjum af því að ekki fynndist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. En nú lítur staðan betur út. Vilja reka eldhús í Árbæ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, yfirleitt kölluð Rúna, segir að búið sé að endurskipuleggja starfsemi Kaffistofunnar: hún starfræki miðlægt eldhús en maturinn síðan ekinn í allt að þrjú mismunandi hús þar sem fólk getur sótt mat. Samhjálp sé búin að tryggja sér iðnaðareldhús til matargerðar við Lyngháls í Árbæ. Nú sé unnið að því að fá viðeigandi leyfi fyrir eldhúsið og þess vegna hafi Rúna fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag, þar sem þau vilja endurnýja leyfi sem var í gildi áður í húsnæðinu að Lynghálsi sem áður hýsti Eldhús sælkerans. Rúna segir að eldhúsið hafi nú verið tekið í gegn og sé í góðu ástandi. Aftur á móti er Samhjálp enn að leita að þjónustustöðum. Stefnt er að þjónustu á þremur stöðum í göngufæri við gistiskýli. (Str)ætisvagnar? Samhjálp er komin með tvær mögulegar staðsetningar en leitar að þeirri þriðju. Þá skoða samtökin meðal annars safnaðarheimili kirkna eða húsnæði í eigu kirkna og möguleika á að nota amerískar skólarútur. „Eitt af því sem við erum líka að skoða eru jafnvel þessar gömlu amerísku skólarútur eða skólabússar sem voru hérna eða eru til,“ segir Rúna. „Ef einhver lumar á góðum svoleiðis bíl, þá værum við til í að athuga það líka. Þannig að við erum bara vel til í alls konar ævintýri.“ Rúna segist hafa verið í samskiptum við borgarstjórn auk félags- og húsnæðismálaráðuneytisins vegna stöðunnar. „Bæði borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru okkur mjög velviljug og vilja okkur allt hið besta,“ segir Rúna, sem segir að Samhjálp sé hálfnuð í mark. „Já, við erum hálfnuð í mark. Það vantar bara herslumuninn.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagðist í samtali við Vísi í síðasta mánuði hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi lokun Kaffistofunnar og ætla að gera allt sem í hennar valdi stæði til að tryggja áframhaldandi rekstur Kaffistofunnar. Málefni heimilislausra Fíkn Efnahagsmál Félagsmál Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Greint var frá því í fyrrasumar að leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefði verið sagt upp og rýma þyrfti húsnæðið fyrir október 2025 en Kaffistofan hafði verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga ársins hring. Í maí lýstu forstöðumenn Samhjálpar svo áhyggjum af því að ekki fynndist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. En nú lítur staðan betur út. Vilja reka eldhús í Árbæ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, yfirleitt kölluð Rúna, segir að búið sé að endurskipuleggja starfsemi Kaffistofunnar: hún starfræki miðlægt eldhús en maturinn síðan ekinn í allt að þrjú mismunandi hús þar sem fólk getur sótt mat. Samhjálp sé búin að tryggja sér iðnaðareldhús til matargerðar við Lyngháls í Árbæ. Nú sé unnið að því að fá viðeigandi leyfi fyrir eldhúsið og þess vegna hafi Rúna fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag, þar sem þau vilja endurnýja leyfi sem var í gildi áður í húsnæðinu að Lynghálsi sem áður hýsti Eldhús sælkerans. Rúna segir að eldhúsið hafi nú verið tekið í gegn og sé í góðu ástandi. Aftur á móti er Samhjálp enn að leita að þjónustustöðum. Stefnt er að þjónustu á þremur stöðum í göngufæri við gistiskýli. (Str)ætisvagnar? Samhjálp er komin með tvær mögulegar staðsetningar en leitar að þeirri þriðju. Þá skoða samtökin meðal annars safnaðarheimili kirkna eða húsnæði í eigu kirkna og möguleika á að nota amerískar skólarútur. „Eitt af því sem við erum líka að skoða eru jafnvel þessar gömlu amerísku skólarútur eða skólabússar sem voru hérna eða eru til,“ segir Rúna. „Ef einhver lumar á góðum svoleiðis bíl, þá værum við til í að athuga það líka. Þannig að við erum bara vel til í alls konar ævintýri.“ Rúna segist hafa verið í samskiptum við borgarstjórn auk félags- og húsnæðismálaráðuneytisins vegna stöðunnar. „Bæði borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru okkur mjög velviljug og vilja okkur allt hið besta,“ segir Rúna, sem segir að Samhjálp sé hálfnuð í mark. „Já, við erum hálfnuð í mark. Það vantar bara herslumuninn.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagðist í samtali við Vísi í síðasta mánuði hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi lokun Kaffistofunnar og ætla að gera allt sem í hennar valdi stæði til að tryggja áframhaldandi rekstur Kaffistofunnar.
Málefni heimilislausra Fíkn Efnahagsmál Félagsmál Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira