Viðskipti erlent

Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Labubu dúkkurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda.
Labubu dúkkurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda. Getty/Chen Yusheng

Stjórnendur Pop Mart, kínverska fyrirtækisins sem framleiðir hinar gríðarvinsælu Labubu dúkkur, segjast gera ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins hafi aukist um 350 prósent það sem af er ári.

Pop Mart var stofnað árið 2019 og er metið á 40 milljarða dala en Labubu dúkkurnar hafa notið mikilla vinsælda og hafa meðal annars verið auglýstar af Kim Kardashina og Lisu úr poppbandinu Blackpink.

Fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað í Hong Kong árið 2020 en hlutabréf í því hafa hækkað um næstum 600 prósent á síðustu tólf mánuðum. Um það bil 40 prósent af tekjum fyrirtækisins verða til utan Kína og jókst salan í Bandaríkjunum um heil 5.000 prósent í júní, samanborið við sama tímabil í fyrra.

Pop Mart rekur 40 verslanir í Bandaríkjunum og 400 í Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×