Lífið

Sumar­legt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Kínóasalat að hætti Jönu er æðislega girnilegt.
Kínóasalat að hætti Jönu er æðislega girnilegt. SAMSETT

Hrausti heilsukokkurinn Jana kann svo sannarlega að framreiða girnileg salöt en nýverið deildi hún gríðarlega girnilegri uppskrift á dásamlegu sumarsalati. 

„Dásamlegt sumarsalat - ferskt, létt og gott. Frábært með grillmat, eitt og sér eða í útileguna - þar sem það smakkast líka vel daginn eftir,“ skrifar Jana á Instagram síðu sinni.

Á heimasíðunni jana.is deilir hún svo uppskriftinni sem er einföld og þægileg í framkvæmd:

Kínóa­sal­at með kjúk­linga­baun­um, myntu & pist­así­um

  • 1 1/​2 bolli soðið kínóa
  • 2 boll­ar ag­úrka, söxuð smátt
  • 1 bolli kjúk­linga­baun­ir, soðnar
  • 1/​3 bolli hreinn sal­atost­ur, mul­inn smátt
  • 1 búnt fersk stein­selja, söxuð smátt
  • 1/​2 búnt eða meira mynta, söxuð smátt
  • 1/​4 rauðlauk­ur, saxaður smátt
  • 1/​3 bolli saxaðar pist­así­ur
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  • Setjið allt hrá­efnið sam­an í stóra skál þegar búið er að saxa það og skera.
  • Útbúið síðan dress­ing­una, annaðhvort fyr­ir eða á eft­ir.
  • Sal­at­dress­ing
  • 4 msk.ólífu­olía
  • 1 msk. epla­e­dik eða fersk­ur sítr­ónusafi
  • 1 msk. akasí­hun­ang
  • 1 hvít­lauks­geiri, pressaður eða smá hvít­lauks­duft

Finnið til krukku með loki. Setjið allt hrá­efnið í krukk­una og hristið sam­an.

Hellið síðan yfir sal­atið og blandið vel sam­an í stórri skál. Berið fram og njótið með því sem hug­ur­inn girn­ist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.